Kókaínneysla algeng meðal íshokkí-leikmanna í NHL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2015 15:30 Jarret Stoll. Vísir/AFP Nýjar tölur frá NHL, norður-amerísku atvinnumannadeildinni í íshokkí, sýna fram á það að fleiri og fleiri leikmenn deildarinnar mælast með kókaín í lyfjaprófum sínum. Kókaínneysla virðist vera því í mikilli sókn meðal bestu íshokkí-leikmanna heimsins og þótt að forráðamenn deildarinnar vilji ekki tala um krísu þá viðurkenna þeir að eitthvað þurfi að gera í málinu. Kókaín er ekki á bannlista NHL en forráðamenn deildarinnar hafa þegar hafið viðræður við leikmannasamtökin um að kókaín og önnur lík efni rati inn á bannlistann. „Kókaín hefur fundist í auknum mæli í lyfjaprófum leikmanna og neysla efnisins er í sókn. Ég vil ekki tala um krísu. Vinsældir eiturlyfja eins og kókaíns ganga í hringi og Kókaín er inni í dag," sagði Bill Daly, næstráðandi NHL-deildarinnar, í samtali við blaðamann The Sports Network í Kanada. Allir leikmenn hvers liðs í NHL-deildinni gangast alltaf undir tvö lyfjapróf á hverju ári, eitt á undirbúningstímabilinu og eitt á tímabilinu. Einstakir leikmenn geta einnig verið teknir tilviljunarkennt í lyfjapróf á meðan tímabilinu stendur. Stjarnan og tvöfaldi NHL-meistarinn Jarret Stoll var meðal annars handtekinn í Las Vegas fyrr á þessu ári með kókaín í fórum sínum. Hann spilar nú með New York Rangers en vann titlana með Los Angeles Kings 2012 og 2014. 2400 lyfjapróf voru framkvæmd á síðasta ári og það þótt ástæða til að skoða 800 þeirra betur til að skoða betur leifar af efnum eins og kókaíni. Nánari athugun á þessum sýnum hefur síðan sýnt fram á það að vinsældir kókaíns eru að aukast innan geirans. NHL-deildin hefur sett af stað átak í að kynna betur fyrir leikmönnum deildarinnar þær hættur sem fylgja aukinni frægð og freistingar sem blasa við mönnum út á lífinu. „Við leggjum áherslu á að vara menn við partý-eiturlyfjum eins og kókaín, alsælu, mollí og fleiri slíkum efnum. Þegar slæmir hlutir gerast þá reynum við að taka á þeim strax," sagði Daly í umræddu viðtali. Íþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
Nýjar tölur frá NHL, norður-amerísku atvinnumannadeildinni í íshokkí, sýna fram á það að fleiri og fleiri leikmenn deildarinnar mælast með kókaín í lyfjaprófum sínum. Kókaínneysla virðist vera því í mikilli sókn meðal bestu íshokkí-leikmanna heimsins og þótt að forráðamenn deildarinnar vilji ekki tala um krísu þá viðurkenna þeir að eitthvað þurfi að gera í málinu. Kókaín er ekki á bannlista NHL en forráðamenn deildarinnar hafa þegar hafið viðræður við leikmannasamtökin um að kókaín og önnur lík efni rati inn á bannlistann. „Kókaín hefur fundist í auknum mæli í lyfjaprófum leikmanna og neysla efnisins er í sókn. Ég vil ekki tala um krísu. Vinsældir eiturlyfja eins og kókaíns ganga í hringi og Kókaín er inni í dag," sagði Bill Daly, næstráðandi NHL-deildarinnar, í samtali við blaðamann The Sports Network í Kanada. Allir leikmenn hvers liðs í NHL-deildinni gangast alltaf undir tvö lyfjapróf á hverju ári, eitt á undirbúningstímabilinu og eitt á tímabilinu. Einstakir leikmenn geta einnig verið teknir tilviljunarkennt í lyfjapróf á meðan tímabilinu stendur. Stjarnan og tvöfaldi NHL-meistarinn Jarret Stoll var meðal annars handtekinn í Las Vegas fyrr á þessu ári með kókaín í fórum sínum. Hann spilar nú með New York Rangers en vann titlana með Los Angeles Kings 2012 og 2014. 2400 lyfjapróf voru framkvæmd á síðasta ári og það þótt ástæða til að skoða 800 þeirra betur til að skoða betur leifar af efnum eins og kókaíni. Nánari athugun á þessum sýnum hefur síðan sýnt fram á það að vinsældir kókaíns eru að aukast innan geirans. NHL-deildin hefur sett af stað átak í að kynna betur fyrir leikmönnum deildarinnar þær hættur sem fylgja aukinni frægð og freistingar sem blasa við mönnum út á lífinu. „Við leggjum áherslu á að vara menn við partý-eiturlyfjum eins og kókaín, alsælu, mollí og fleiri slíkum efnum. Þegar slæmir hlutir gerast þá reynum við að taka á þeim strax," sagði Daly í umræddu viðtali.
Íþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira