Viðar: Hélt að ég myndi deyja í sumarhitanum í Kína Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. október 2015 22:00 Viðar Örn í baráttunni við Jan Vertonghen, leikmann belgíska landsliðsins. Vísir/AFP „Menn eru staðráðnir í því að ná efsta sætinu í riðlinum og standa sig vel. Við erum ekki saddir,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og Jiangsu Guoxin-Sainty, á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það verður væntanlega þægilegra að spila þessa leiki enda engin pressa á okkur. Við förum með fullt sjálfstraust inn í þessa leiki en við getum verið afslappaðari.“ Viðar tók undir að þessir leikir gætu reynst sem gott tækifæri fyrir leikmenn sem hafa ekki fengið mörg tækifæri í undankeppninni að festa sæti sitt í hópnum fyrir lokakeppni EM næsta sumar. „Vonandi fær maður tækifæri, það yrði draumur að fá tækifærið í öðrum hvorum leiknum. Það er meira svigrúm núna til þess að gera breytingar, þú breytir ekki miklu ef þú ert að vinna leiki og ég hef skilið val þjálfaranna. Ef kallið kemur verð ég tilbúinn og það væri gaman að fá að spila.“Viðar Örn í baráttunni gegn Fellaini og Witsel í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/GettyViðar segir leikmenn liðsins vera ákveðna í að taka sex stig í leikjunum til þess að komast ofar á styrkleikalistanum fyrir næsta sumar. „Þetta skiptir allt saman máli. Þetta skiptir máli upp á FIFA og UEFA styrkleikalistann í von um að fá auðveldari andstæðinga í Frakklandi næsta sumar og ég held að það séu allir hungraðir í að vinna riðilinn.“ Viðar segir að það sé alltaf jafn gaman að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. „Þetta er búið að vera æðislegt, það selst upp á klukkutíma og alltaf troðfullt á vellinum. Það er yndislegt og það er ekkert sem er í líkingu við þetta. Vonandi getum við gefið þeim skemmtilegan leik og sýnt þeim hvað við getum aftur.“ Viðar sem leikur í Kína segir að það sé alltaf skrýtið að koma aftur heim til Íslands. „Þetta er náttúrulega allt annar heimur, maturinn, hitinn, fótboltinn og öll ferðalögin. Það er alltaf ákveðinn léttir að koma heim í umhverfi sem maður þekkir en mér líður vel í Kína,“ sagði Viðar sem sagði að það væri gott að hafa Sölva Geir Ottesen í sama liði.Viðar í æfingarleik gegn Eistlandi.Vísir/EPA„Það hjálpar vissulega, stundum þegar maður skilur ekkert í neinu er maður með Sölva til að hjálpa sér. Það er frábært að hafa hann.“ Viðar og félagar þurfa oft að ferðast langar vegalengdir í leikina. „Lengsta flugið sem við fórum í var fimm tímar og þetta tekur sinn toll, svo tökum við stundum lestir sem taka 4-5 tíma. Að fara í einn útileik er þriggja daga dagskrá sem er svolítið mikið ferðalag.“ Viðar sagði að það hefði verið erfitt að spila leikina yfir sumartímann þegar hitastigið var óbærilegt fyrir Selfyssinginn. „Ég hélt að ég myndi deyja í sumar í hitanum, það var erfitt að spila í hita sem maður er ekkert vanur en þetta er bara ævintýri og maður þarf að venjast öðruvísi hlutum.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sjá meira
„Menn eru staðráðnir í því að ná efsta sætinu í riðlinum og standa sig vel. Við erum ekki saddir,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og Jiangsu Guoxin-Sainty, á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það verður væntanlega þægilegra að spila þessa leiki enda engin pressa á okkur. Við förum með fullt sjálfstraust inn í þessa leiki en við getum verið afslappaðari.“ Viðar tók undir að þessir leikir gætu reynst sem gott tækifæri fyrir leikmenn sem hafa ekki fengið mörg tækifæri í undankeppninni að festa sæti sitt í hópnum fyrir lokakeppni EM næsta sumar. „Vonandi fær maður tækifæri, það yrði draumur að fá tækifærið í öðrum hvorum leiknum. Það er meira svigrúm núna til þess að gera breytingar, þú breytir ekki miklu ef þú ert að vinna leiki og ég hef skilið val þjálfaranna. Ef kallið kemur verð ég tilbúinn og það væri gaman að fá að spila.“Viðar Örn í baráttunni gegn Fellaini og Witsel í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/GettyViðar segir leikmenn liðsins vera ákveðna í að taka sex stig í leikjunum til þess að komast ofar á styrkleikalistanum fyrir næsta sumar. „Þetta skiptir allt saman máli. Þetta skiptir máli upp á FIFA og UEFA styrkleikalistann í von um að fá auðveldari andstæðinga í Frakklandi næsta sumar og ég held að það séu allir hungraðir í að vinna riðilinn.“ Viðar segir að það sé alltaf jafn gaman að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. „Þetta er búið að vera æðislegt, það selst upp á klukkutíma og alltaf troðfullt á vellinum. Það er yndislegt og það er ekkert sem er í líkingu við þetta. Vonandi getum við gefið þeim skemmtilegan leik og sýnt þeim hvað við getum aftur.“ Viðar sem leikur í Kína segir að það sé alltaf skrýtið að koma aftur heim til Íslands. „Þetta er náttúrulega allt annar heimur, maturinn, hitinn, fótboltinn og öll ferðalögin. Það er alltaf ákveðinn léttir að koma heim í umhverfi sem maður þekkir en mér líður vel í Kína,“ sagði Viðar sem sagði að það væri gott að hafa Sölva Geir Ottesen í sama liði.Viðar í æfingarleik gegn Eistlandi.Vísir/EPA„Það hjálpar vissulega, stundum þegar maður skilur ekkert í neinu er maður með Sölva til að hjálpa sér. Það er frábært að hafa hann.“ Viðar og félagar þurfa oft að ferðast langar vegalengdir í leikina. „Lengsta flugið sem við fórum í var fimm tímar og þetta tekur sinn toll, svo tökum við stundum lestir sem taka 4-5 tíma. Að fara í einn útileik er þriggja daga dagskrá sem er svolítið mikið ferðalag.“ Viðar sagði að það hefði verið erfitt að spila leikina yfir sumartímann þegar hitastigið var óbærilegt fyrir Selfyssinginn. „Ég hélt að ég myndi deyja í sumar í hitanum, það var erfitt að spila í hita sem maður er ekkert vanur en þetta er bara ævintýri og maður þarf að venjast öðruvísi hlutum.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sjá meira