Mercedes Benz með 53% söluaukningu í Kína Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 09:00 Sala Mercedes Benz C-Class hefur selst 60% betur í ár en í fyrra. Það gengur vel hjá Mercedes Benz þessa dagana, en þó hvergi eins vel og í Kína. Í nýliðnum september seldi Benz 53% fleiri bíla en í sama mánuði í fyrra, eða 38.663 bíla. Heildarsala Benz í september um heim allan jókst um 16% en í mánuðinum afgreiddi fyrirtækið 188.444 bíla. Salan hjá Benz hefur nú vaxið í 31 mánuð í röð og mun það vafalaust halda áfram út árið. Salan á árinu hefur vaxið næstum jafn mikið og í september, eða um 15%. Sala Smart bíla gengur einnig gríðarvel, en Smart er í eigu Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz. Sala Smart bíla jókst um 51% í september og er það helst að þakka nýrri kynslóð Smart ForTwo og ForFour bíla. Heildarsalan á árinu hjá Smart er komin í 88.018 bíla og vöxturinn á árinu 31%. Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent
Það gengur vel hjá Mercedes Benz þessa dagana, en þó hvergi eins vel og í Kína. Í nýliðnum september seldi Benz 53% fleiri bíla en í sama mánuði í fyrra, eða 38.663 bíla. Heildarsala Benz í september um heim allan jókst um 16% en í mánuðinum afgreiddi fyrirtækið 188.444 bíla. Salan hjá Benz hefur nú vaxið í 31 mánuð í röð og mun það vafalaust halda áfram út árið. Salan á árinu hefur vaxið næstum jafn mikið og í september, eða um 15%. Sala Smart bíla gengur einnig gríðarvel, en Smart er í eigu Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz. Sala Smart bíla jókst um 51% í september og er það helst að þakka nýrri kynslóð Smart ForTwo og ForFour bíla. Heildarsalan á árinu hjá Smart er komin í 88.018 bíla og vöxturinn á árinu 31%.
Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent