Alfreð: Reynir á það hversu miklir atvinnumenn við erum Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. október 2015 13:45 Alfreð á æfingunni í dag. Vísir/Vilhelm „Stemmingin er eins og alltaf þegar við komum saman bara mjög góð. Við erum farnir að þekkjast mjög vel og þetta er orðið reglubundið en það er alltaf gaman að koma heim til Íslands eftir mánuð úti,“ sagði Alfreð Finnbogason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Olympiakos, fyrir æfingu landsliðsins í dag. „Þetta er gjörólíkt öllu því sem við höfum verið áður í að vera komnir með sætið á EM þegar tveir leikir eru eftir en undirbúningurinn verður sá sami. Nú reynir á hversu miklir atvinnumenn við erum þegar við erum að gera okkur klára fyrir leikina.“Alfreð í landsleik gegn Belgíu á síðasta ári.Vísir/GettyAlfreð segir leikmennina vera einbeitta á að taka öll stig sem í boði eru í von um að færast upp um styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðlana fyrir næsta sumar. „Það er gulrótin í þessu núna fyrir okkur að vinna riðilinn og að við förum í fótboltaleiki til þess að vinna þá. Undirbúningurinn fyrir EM hefst núna og við ætlum okkur að vinna fótboltaleiki þar rétt eins og við höfum verið að gera,“ sagði Alfreð sem vonaðist eftir því að fá tækifæri í leikjunum. „Maður reynir í hverri viku að sanna sig, bæði með félags- og landsliðinu að komast nær byrjunarliðinu og þetta verður kjörið tækifæri fyrir leikmenn að sýna sig og sanna.“Alfreð fagnar hér sigurmarkinu gegn Arsenal.Vísir/EPAFannst ég að einhverju leyti svikinn Alfreð varð á dögunum aðeins annar Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann tryggði Olympiakos sigur á Arsenal með sigurmarkinu á Emirates vellinum. „Ég var brosandi allan daginn eftir þetta enda frábær tilfinning og mjög kærkomin eftir erfitt tímabil í fyrra. Það er mikil vinna að baki og maður kann vel að meta þessar stundir. Að taka þátt í svona leikjum var einmitt ein af ástæðunum afhverju ég valdi að fara til Olympiakos til þess að fá að spila í sterkustu deild heims og ég fékk fullkomna byrjun.“ Alfreð hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu undanfarnar vikur eftir að félagið gekk frá kaupunum á Brown Ideye frá West Bromwich Albion. „Auðvitað var ég ekki ánægður og mér fannst ég að einhverju leyti svikinn en það þýðir ekkert að væla yfir þessu í fótbolta. Það er samkeppni allstaðar og það eina sem ég get gert er að standa mig þegar ég fæ tækifæri og mér finnst ég hafa gert það hingað til.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira
„Stemmingin er eins og alltaf þegar við komum saman bara mjög góð. Við erum farnir að þekkjast mjög vel og þetta er orðið reglubundið en það er alltaf gaman að koma heim til Íslands eftir mánuð úti,“ sagði Alfreð Finnbogason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Olympiakos, fyrir æfingu landsliðsins í dag. „Þetta er gjörólíkt öllu því sem við höfum verið áður í að vera komnir með sætið á EM þegar tveir leikir eru eftir en undirbúningurinn verður sá sami. Nú reynir á hversu miklir atvinnumenn við erum þegar við erum að gera okkur klára fyrir leikina.“Alfreð í landsleik gegn Belgíu á síðasta ári.Vísir/GettyAlfreð segir leikmennina vera einbeitta á að taka öll stig sem í boði eru í von um að færast upp um styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðlana fyrir næsta sumar. „Það er gulrótin í þessu núna fyrir okkur að vinna riðilinn og að við förum í fótboltaleiki til þess að vinna þá. Undirbúningurinn fyrir EM hefst núna og við ætlum okkur að vinna fótboltaleiki þar rétt eins og við höfum verið að gera,“ sagði Alfreð sem vonaðist eftir því að fá tækifæri í leikjunum. „Maður reynir í hverri viku að sanna sig, bæði með félags- og landsliðinu að komast nær byrjunarliðinu og þetta verður kjörið tækifæri fyrir leikmenn að sýna sig og sanna.“Alfreð fagnar hér sigurmarkinu gegn Arsenal.Vísir/EPAFannst ég að einhverju leyti svikinn Alfreð varð á dögunum aðeins annar Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann tryggði Olympiakos sigur á Arsenal með sigurmarkinu á Emirates vellinum. „Ég var brosandi allan daginn eftir þetta enda frábær tilfinning og mjög kærkomin eftir erfitt tímabil í fyrra. Það er mikil vinna að baki og maður kann vel að meta þessar stundir. Að taka þátt í svona leikjum var einmitt ein af ástæðunum afhverju ég valdi að fara til Olympiakos til þess að fá að spila í sterkustu deild heims og ég fékk fullkomna byrjun.“ Alfreð hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu undanfarnar vikur eftir að félagið gekk frá kaupunum á Brown Ideye frá West Bromwich Albion. „Auðvitað var ég ekki ánægður og mér fannst ég að einhverju leyti svikinn en það þýðir ekkert að væla yfir þessu í fótbolta. Það er samkeppni allstaðar og það eina sem ég get gert er að standa mig þegar ég fæ tækifæri og mér finnst ég hafa gert það hingað til.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira