Hrunbókmenntir krufðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2015 10:45 Markús Þ. Þórhallsson, meistaranemi í sagnfræði, Jón Karl Helgason prófessor og Guðni Th. Jóhannesson dósent. Vísir/Anton Brink „Við erum að opna upplýsingavef í dag um skrif sem tengjast bankahruninu, aðdraganda þess og afleiðingu og erum með málþing á sjö ára afmæli ávarpsins Guð blessi Ísland,“ segir Jón Karl Helgason, prófessor við Háskóla Íslands. Vefurinn hrunid.hi.is er verkefni sem Jón Karl og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur settu í gang í fyrra þegar þeir vorum báðir að kenna námskeið um hrunið hvor í sinni deild. „Við tókum það ráð að láta nemendur okkar vinna umsagnir um bækur sem tengjast hruninu, annars vegar skáldskap, skáldsögur, leikrit og ljóð og hins vegar um stærri verk sem heyra undir sagnfræði,“ segir Jón Karl og heldur áfram. „Stundum er því haldið fram að skáld og fræðimenn hafi verið fremur andvaralausar stéttir í aðdraganda hrunsins en þær hafa báðar tekið vel við sér eins og þessi vefur sýnir skýrt. Hann er gagnabanki um þetta fyrirferðarmikla efni í samtíma okkar, hrunbókmenntir eru bara orðin sérstök bókmenntagrein.“ Auk Jóns Karls og Guðna Th. verða fjórir nemendur HÍ með erindi í málstofunni. Guðrún Baldvinsdóttir, meistaranemi í almennri bókmenntafræði, talar um sjálfsmynd þjóðar í íslenskum hrunbókmenntum, Markús Þ. Þórhallsson, meistaranemi í sagnfræði, fjallar um baráttu InDefence-hópsins gegn Icesave-samningunum, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, doktorsnemi í almennri bókmenntafræði, fjallar um búsáhaldabyltinguna og fleiri andófsgjörninga eftirhrunsins og Þórhildur Ólafsdóttir, doktorsnemi í hagfræði leitar skýringa á því að heilsa virðist að mörgu leyti batna í efnahagskreppu.Málstofan fer fram í stofu 301 í Árnagarði og hefst klukkan 16.30. Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
„Við erum að opna upplýsingavef í dag um skrif sem tengjast bankahruninu, aðdraganda þess og afleiðingu og erum með málþing á sjö ára afmæli ávarpsins Guð blessi Ísland,“ segir Jón Karl Helgason, prófessor við Háskóla Íslands. Vefurinn hrunid.hi.is er verkefni sem Jón Karl og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur settu í gang í fyrra þegar þeir vorum báðir að kenna námskeið um hrunið hvor í sinni deild. „Við tókum það ráð að láta nemendur okkar vinna umsagnir um bækur sem tengjast hruninu, annars vegar skáldskap, skáldsögur, leikrit og ljóð og hins vegar um stærri verk sem heyra undir sagnfræði,“ segir Jón Karl og heldur áfram. „Stundum er því haldið fram að skáld og fræðimenn hafi verið fremur andvaralausar stéttir í aðdraganda hrunsins en þær hafa báðar tekið vel við sér eins og þessi vefur sýnir skýrt. Hann er gagnabanki um þetta fyrirferðarmikla efni í samtíma okkar, hrunbókmenntir eru bara orðin sérstök bókmenntagrein.“ Auk Jóns Karls og Guðna Th. verða fjórir nemendur HÍ með erindi í málstofunni. Guðrún Baldvinsdóttir, meistaranemi í almennri bókmenntafræði, talar um sjálfsmynd þjóðar í íslenskum hrunbókmenntum, Markús Þ. Þórhallsson, meistaranemi í sagnfræði, fjallar um baráttu InDefence-hópsins gegn Icesave-samningunum, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, doktorsnemi í almennri bókmenntafræði, fjallar um búsáhaldabyltinguna og fleiri andófsgjörninga eftirhrunsins og Þórhildur Ólafsdóttir, doktorsnemi í hagfræði leitar skýringa á því að heilsa virðist að mörgu leyti batna í efnahagskreppu.Málstofan fer fram í stofu 301 í Árnagarði og hefst klukkan 16.30.
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira