Innlent

Ísland í dag: Hnuplað úr íslenskum verslunum fyrir milljarða

Samkvæmt nýlegum tölum nemur þjófnaður úr verslunum á Íslandi að minnsta kosti sex milljörðum á ári. Það þýðir að á hverjum einasta degi ársins er að meðaltali stolið úr búðum fyrir nærri tuttugu milljónir króna hér á landi.

Lögreglan staðfestir þar að á síðustu árum hafi það færst í vöxt að erlend glæpagengi sendi hingað menn gagngert til að stela úr verslunum, en kerfið er svifaseint og illa hefur gengið að eiga við þá þróun.

Fjallað var um málið í Íslandi í dag í kvöld. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×