Yrsa um fráfall Mankell: Rosalega stór rithöfundur og dáður víða Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2015 11:37 Yrsa Sigurðardóttir segist sjálf ekki hafa lesið mikið eftir Henning Mankell. Vísir/Daníel/AFP Yrsa Sigurðardóttir segir að sænski rithöfundurinn Henning Mankell hafi verið rosalega stór rithöfundur og dáður víða. Mankell lést í Gautaborg í nótt, 67 ára að aldri, en hann hafði glímt við krabbamein um nokkurt skeið. „Henning Mankell var sá sem á hvað mestan heiður að því að innleiða skandinavískar glæpasögur á hinn almenna heimsmarkað. Ég held að það sé óumdeilt að hann eigi þar mjög stóran þátt.“ Yrsa segist ekki hafa lesið mikið eftir Mankell sjálf og því hafi hann ekki haft mikil áhrif á hana sem rithöfund. „Ég er í svolítið öðru en hann.“ Hún segist þó einu sinni hafa setið við hliðina á honum á bókahátíð í Frakklandi þar sem þau voru að árita bækur sínar. „Hann var mjög almennilegur. Þetta dró mann þó svolítið niður þar sem röðin hjá honum náði út úr húsi og í kringum húsið. Einu bækurnar sem ég áritaði var hjá fólki sem vorkenndi mér að þurfa að sitja þarna við hliðina á honum.“ Yrsa segir að Mankell hafi látið þjóðmálin sér varða og þannig hafi honum verið umhugað um málefni Palestínu á síðustu árum. „Það er greinilegt að hann var eldheitur í sínum skoðunum og var annt um fólk. Það efast enginn um.“ Menning Tengdar fréttir Henning Mankell látinn Mankell er þekktastur fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn Kurt Wallander. 5. október 2015 10:14 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Fleiri fréttir Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Yrsa Sigurðardóttir segir að sænski rithöfundurinn Henning Mankell hafi verið rosalega stór rithöfundur og dáður víða. Mankell lést í Gautaborg í nótt, 67 ára að aldri, en hann hafði glímt við krabbamein um nokkurt skeið. „Henning Mankell var sá sem á hvað mestan heiður að því að innleiða skandinavískar glæpasögur á hinn almenna heimsmarkað. Ég held að það sé óumdeilt að hann eigi þar mjög stóran þátt.“ Yrsa segist ekki hafa lesið mikið eftir Mankell sjálf og því hafi hann ekki haft mikil áhrif á hana sem rithöfund. „Ég er í svolítið öðru en hann.“ Hún segist þó einu sinni hafa setið við hliðina á honum á bókahátíð í Frakklandi þar sem þau voru að árita bækur sínar. „Hann var mjög almennilegur. Þetta dró mann þó svolítið niður þar sem röðin hjá honum náði út úr húsi og í kringum húsið. Einu bækurnar sem ég áritaði var hjá fólki sem vorkenndi mér að þurfa að sitja þarna við hliðina á honum.“ Yrsa segir að Mankell hafi látið þjóðmálin sér varða og þannig hafi honum verið umhugað um málefni Palestínu á síðustu árum. „Það er greinilegt að hann var eldheitur í sínum skoðunum og var annt um fólk. Það efast enginn um.“
Menning Tengdar fréttir Henning Mankell látinn Mankell er þekktastur fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn Kurt Wallander. 5. október 2015 10:14 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Fleiri fréttir Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Henning Mankell látinn Mankell er þekktastur fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn Kurt Wallander. 5. október 2015 10:14