Falleg en full kunnugleg þroskasaga Atli Sigurjónsson skrifar 5. október 2015 09:30 Úr kvikmyndinni Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson. Þrestir Leikstjórn og handrit Rúnar Rúnarsson Aðalleikarar Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurðsson Framleiðendur Igor Nola, Lilja Ósk Snorradóttir, Mikkel Jersin og Rúnar Rúnarsson Myndataka Sophia Olsson Klipping Jacob Secher Schulsinger Tónlist Kjartan Sveinsson Leikmynd Marta Luiza Macuga Búningar Helga Rós Hannam Förðun Áslaug Dröfn Sigurðardóttir Þrestir er nýjasta mynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar og var hún á dögunum valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni á San Sebastian, viðhaldandi þeirri sigurgöngu sem íslenskar myndir hafa haldið á kvikmyndahátíðum víða um heim undanfarið. Myndin segir frá unglingspiltinum Ara (Atli Óskar Fjalarsson) sem flyst úr Reykjavík aftur í smábæinn á Vestfjörðum sem hann ólst upp í, til að búa hjá föður sínum (Ingvar E. Sigurðsson) þar sem móðir hans þarf að flytja til Afríku. Ara líkar ekki dvölin þar til að byrja með þar sem lítið er um að vera þarna auk þess sem faðir hans er alkóhólisti sem er í sífelldu partístandi. Þar að auki er æskuástin hans komin með kærasta og hann neyðist til að vinna í frystihúsinu. En smám saman breytast hlutirnir. Þrestir er ekki mynd sem gengur út á sterka söguþráðarframvindu heldur er þetta fyrst og fremst þroskasaga, mynd um ungan mann í sjálfsskoðun og einnig innlit inn í lítið samfélag. Þetta er mynd sem gengur út á andrúmsloft og stemningu og þar liggur helsti styrkur hennar. Rúnar hefur sýnt áður í stuttmyndunum sínum og myndinni Eldfjall að hann hefur sterkt vald á kvikmyndamiðlinum og verður bara betri ef eitthvað er þegar kemur að myndatöku og samsetningu myndmáls, auk þess sem hann hefur gott teymi kvikmyndagerðarmanna á bak við sig. Þrestir er full af glæsilegum skotum og fallegum augnablikum og nýtir miðilinn vel til að segja sögu sjónrænt. Sömuleiðis standa leikarnir sig flestir prýðilega þó enginn skari neitt sérstaklega framúr, en það má þó vel segja að Atli Óskar Fjalarsson sé búinn að sanna að hann eigi bjarta framtíð framundan sem leikari. En á móti kemur að efniviðurinn í Þröstum er ekki eins sterkur og myndmálið. Myndin er full af þemum sem sumir myndu kalla klassísk íslensk þemu en aðrir þreyttar klisjur: Alkóhólismi, slæmir feður, lífið í landsbyggðinni og fleira þvíumlíkt. Myndin hefur fátt nýtt fram að færa á þessu sviði og segir lítið sem ekki hefur verið sagt áður. Auk þess eru samtölin í myndinni hálfklén á tíðum og þótt myndin sé sjónrænt sterk á hún það til að láta persónur segja hluti upphátt sem voru augljósir fyrir. Stígandin í myndinni er þó ágæt þó hæg sé en samt nær hún sjaldan almennilegu flugi og er full lengi að komast í gang.Það virðist þó vera ákveðin pæling hjá Rúnari að láta samtölin vera svona hversdagsleg og klén þar sem það endurspeglar á vissan hátt hugarheim aðalpersónunnar sem finnst allt í kringum sig vera svo glatað. Upphafssenurnar lýsa flestar frekar hversdagslegum hlutum en smám saman poppa upp hlutir sem leynast undir yfirborðinu og myndin verður minna hversdagsleg eftir því sem á líður. Rúnar nær að byggja upp ágætis stemningu og myndin verður aldrei leiðinleg fyrir vikið og oft ágætis húmor í henni. Annað sem má setja út á hérna eru kvenpersónurnar, en eins og í allt of mörgum íslenskum myndum eru þær til staðar fyrst og fremst til að þjóna karlpersónunum og hafa litla sem enga dýpt. Móðir og amma Ara eru lítið meira en staðlaðar týpur og stúlkan sem Ari er hrifinn af er ekkert meira en það: Sæta stelpan. Þetta er enn ein karlasagan í íslensku bíói. Reyndar eru karlpersónurnar ekkert mikið merkilegri hérna fyrir utan Ara og föður hans en allavega þeir tveir hafa þó einhverja smá dýpt.Niðurstaða: Áferðarfalleg mynd sem heldur athygli með flottum augnablikum og oft fyndin. En hún er full kunnugleg og persónurnar í henni hefðu geta verið sterkari og dýpri. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Þrestir Leikstjórn og handrit Rúnar Rúnarsson Aðalleikarar Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurðsson Framleiðendur Igor Nola, Lilja Ósk Snorradóttir, Mikkel Jersin og Rúnar Rúnarsson Myndataka Sophia Olsson Klipping Jacob Secher Schulsinger Tónlist Kjartan Sveinsson Leikmynd Marta Luiza Macuga Búningar Helga Rós Hannam Förðun Áslaug Dröfn Sigurðardóttir Þrestir er nýjasta mynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar og var hún á dögunum valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni á San Sebastian, viðhaldandi þeirri sigurgöngu sem íslenskar myndir hafa haldið á kvikmyndahátíðum víða um heim undanfarið. Myndin segir frá unglingspiltinum Ara (Atli Óskar Fjalarsson) sem flyst úr Reykjavík aftur í smábæinn á Vestfjörðum sem hann ólst upp í, til að búa hjá föður sínum (Ingvar E. Sigurðsson) þar sem móðir hans þarf að flytja til Afríku. Ara líkar ekki dvölin þar til að byrja með þar sem lítið er um að vera þarna auk þess sem faðir hans er alkóhólisti sem er í sífelldu partístandi. Þar að auki er æskuástin hans komin með kærasta og hann neyðist til að vinna í frystihúsinu. En smám saman breytast hlutirnir. Þrestir er ekki mynd sem gengur út á sterka söguþráðarframvindu heldur er þetta fyrst og fremst þroskasaga, mynd um ungan mann í sjálfsskoðun og einnig innlit inn í lítið samfélag. Þetta er mynd sem gengur út á andrúmsloft og stemningu og þar liggur helsti styrkur hennar. Rúnar hefur sýnt áður í stuttmyndunum sínum og myndinni Eldfjall að hann hefur sterkt vald á kvikmyndamiðlinum og verður bara betri ef eitthvað er þegar kemur að myndatöku og samsetningu myndmáls, auk þess sem hann hefur gott teymi kvikmyndagerðarmanna á bak við sig. Þrestir er full af glæsilegum skotum og fallegum augnablikum og nýtir miðilinn vel til að segja sögu sjónrænt. Sömuleiðis standa leikarnir sig flestir prýðilega þó enginn skari neitt sérstaklega framúr, en það má þó vel segja að Atli Óskar Fjalarsson sé búinn að sanna að hann eigi bjarta framtíð framundan sem leikari. En á móti kemur að efniviðurinn í Þröstum er ekki eins sterkur og myndmálið. Myndin er full af þemum sem sumir myndu kalla klassísk íslensk þemu en aðrir þreyttar klisjur: Alkóhólismi, slæmir feður, lífið í landsbyggðinni og fleira þvíumlíkt. Myndin hefur fátt nýtt fram að færa á þessu sviði og segir lítið sem ekki hefur verið sagt áður. Auk þess eru samtölin í myndinni hálfklén á tíðum og þótt myndin sé sjónrænt sterk á hún það til að láta persónur segja hluti upphátt sem voru augljósir fyrir. Stígandin í myndinni er þó ágæt þó hæg sé en samt nær hún sjaldan almennilegu flugi og er full lengi að komast í gang.Það virðist þó vera ákveðin pæling hjá Rúnari að láta samtölin vera svona hversdagsleg og klén þar sem það endurspeglar á vissan hátt hugarheim aðalpersónunnar sem finnst allt í kringum sig vera svo glatað. Upphafssenurnar lýsa flestar frekar hversdagslegum hlutum en smám saman poppa upp hlutir sem leynast undir yfirborðinu og myndin verður minna hversdagsleg eftir því sem á líður. Rúnar nær að byggja upp ágætis stemningu og myndin verður aldrei leiðinleg fyrir vikið og oft ágætis húmor í henni. Annað sem má setja út á hérna eru kvenpersónurnar, en eins og í allt of mörgum íslenskum myndum eru þær til staðar fyrst og fremst til að þjóna karlpersónunum og hafa litla sem enga dýpt. Móðir og amma Ara eru lítið meira en staðlaðar týpur og stúlkan sem Ari er hrifinn af er ekkert meira en það: Sæta stelpan. Þetta er enn ein karlasagan í íslensku bíói. Reyndar eru karlpersónurnar ekkert mikið merkilegri hérna fyrir utan Ara og föður hans en allavega þeir tveir hafa þó einhverja smá dýpt.Niðurstaða: Áferðarfalleg mynd sem heldur athygli með flottum augnablikum og oft fyndin. En hún er full kunnugleg og persónurnar í henni hefðu geta verið sterkari og dýpri.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira