Glenn: Hann togaði í eyrað á mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2015 16:17 Vísir Jonathan Glenn missti af gullskónum í dag en hann skoraði annað marka Breiðabliks í 2-0 sigri á Fjölni í Pepsi-deild karla í dag. Honum vantaði eitt mark upp á til að ná gullskónum af Valsmanninum Patrick Pedersen en var rekinn af velli um miðjan síðari hálfleik. „Ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn og hvernig við stóðum okkur í deildinni,“ sagði Glenn hógvær með silfurskóinn í hendi. „Þegar ég kom hingað var markmið okkar að komast í Evrópukeppni og berjast um titilinn. Það tókst og við vorum óheppnir að ná ekki titlinum líka.“ Hann segir að það hafi gengið virkilega vel að skipta um lið á miðju tímabili en hann kom frá ÍBV til Breiðabliks í júlíglugganum. „Það gekk virkilega vel fyrir sig. Breiðablik tók mjög vel á móti mér og er með frábæran hóp leikmanna og stuðningsmanna. Ég er mjög ánægður með hvernig það gekk allt saman.“ „Ég set alltaf pressu á mig að skora, enda er á inni á vellinum til að skora. Það er gott að vita að öll vinnan sem maður hefur lagt á sig er að borga sig,“ sagði hann. Glenn fékk að líta rauða spjaldið í dag fyrir að slá til Jonatan Neftali, varnarmann Fjölnis. Neftali hafði brotið á Glenn og beygði sig yfir hann áður en Glenn sveiflaði höndinni að honum. „Ég fór niður og hann kom að mér og togaði ítrekað í eyrað á mér. Ég sveiflaði höndinni til að koma honum í burtu frá mér en það var það eina sem dómarinn sá. Ég hefði ekki átt að bregðast svona við en þetta var afar pirrandi.“ Óvíst er hvort að Glenn verði áfram í Breiðabliki og á Íslandi. „Hver veit hvað framtíðin beri í skauti sér. Ég er opinn fyrir öllu - líka að spila á Íslandi.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Breiðablik 0-2 | Enn héldu Blikar hreinu Fjölnir jafnaði sinn besta árangur í efstu deild og Breiðablik bætti stigametið sitt. 3. október 2015 16:45 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Jonathan Glenn missti af gullskónum í dag en hann skoraði annað marka Breiðabliks í 2-0 sigri á Fjölni í Pepsi-deild karla í dag. Honum vantaði eitt mark upp á til að ná gullskónum af Valsmanninum Patrick Pedersen en var rekinn af velli um miðjan síðari hálfleik. „Ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn og hvernig við stóðum okkur í deildinni,“ sagði Glenn hógvær með silfurskóinn í hendi. „Þegar ég kom hingað var markmið okkar að komast í Evrópukeppni og berjast um titilinn. Það tókst og við vorum óheppnir að ná ekki titlinum líka.“ Hann segir að það hafi gengið virkilega vel að skipta um lið á miðju tímabili en hann kom frá ÍBV til Breiðabliks í júlíglugganum. „Það gekk virkilega vel fyrir sig. Breiðablik tók mjög vel á móti mér og er með frábæran hóp leikmanna og stuðningsmanna. Ég er mjög ánægður með hvernig það gekk allt saman.“ „Ég set alltaf pressu á mig að skora, enda er á inni á vellinum til að skora. Það er gott að vita að öll vinnan sem maður hefur lagt á sig er að borga sig,“ sagði hann. Glenn fékk að líta rauða spjaldið í dag fyrir að slá til Jonatan Neftali, varnarmann Fjölnis. Neftali hafði brotið á Glenn og beygði sig yfir hann áður en Glenn sveiflaði höndinni að honum. „Ég fór niður og hann kom að mér og togaði ítrekað í eyrað á mér. Ég sveiflaði höndinni til að koma honum í burtu frá mér en það var það eina sem dómarinn sá. Ég hefði ekki átt að bregðast svona við en þetta var afar pirrandi.“ Óvíst er hvort að Glenn verði áfram í Breiðabliki og á Íslandi. „Hver veit hvað framtíðin beri í skauti sér. Ég er opinn fyrir öllu - líka að spila á Íslandi.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Breiðablik 0-2 | Enn héldu Blikar hreinu Fjölnir jafnaði sinn besta árangur í efstu deild og Breiðablik bætti stigametið sitt. 3. október 2015 16:45 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Breiðablik 0-2 | Enn héldu Blikar hreinu Fjölnir jafnaði sinn besta árangur í efstu deild og Breiðablik bætti stigametið sitt. 3. október 2015 16:45