Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. október 2015 19:05 Christian hefur beðið í þrjú ár eftir því að mál hans verði tekið fyrir. Mynd/Stöð 2 Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. Þeir segja að niðurstaðan sé mikið áfall en annar þeirra, samkynhneigður Nígeríumaður hefur verið á flótta í fimmtán ár. Hæstiréttur hafnaði kröfu þeirra um að umsókn þeirra um hæli yrði tekin til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun og felld yrði úr gildi ákvörðun stofnunarinnar um að senda þá til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina í heild í spilaranum neðst í fréttinni. Bjó á götunni á Ítalíu Christian Kwaku Boadi er frá Ghana, en hann hefur beðið í nær þrjú ár eftir því að mál hans verði afgreitt. Hann vinnur nú á veitingastaðnum Lækjarbrekku og er að læra íslensku. Christian segist óttast mest að vera sendur aftur til Ghana, þar sem faðir hans var myrtur og hann bjó við sult og seyru. En næstmest óttast hann að vera sendur til Ítalíu en þar bjó hann á götunni sem hælisleitandi áður en hann kom til Íslands. Innanríkisráðuneytið er yfir málaflokknum.Fréttablaðið/Valli Jón Tryggvi Jónsson eigandi Lækjarbrekku, vinnuveitandi Christians segist ekki skilja hvað sé í gangi. Christian sé í vinnu á Íslandi, hann greiði skatta og sé farinn að skilja íslensku. Hann segir hann geta gengið að vinnunni vísri ef hann fær að vera áfram. Allir vinnufélagar hans vilji hafa hann áfram í landinu. Bjó við öryggi í fyrsta sinnMartin Omulu er frá Nígeríu. Hann er samkynhneigður og hefur verið á flótta í fimmtán ár vegna ofsókna heima fyrir. Hann kom til Íslands fyrir tæpum þremur árum, er að læra íslensku og á hér stóran vinahóp sem stendur við bakið á honum. Hann segist hafa búið við öryggi hér í fyrsta sinn á ævinni og hann hafi litið á landið sem heimili sitt. Hann segist ekki hafa búist við því að íslenskur dómstóll myndir hafna umsókn hans um hæli. Allt hafi verið tekið frá honum með þessari ákvörðun. Hann segist vonast til þess að ráðherrann og Útlendingastofnun sýni honum mannúð og sendi hann ekki burt. Treystir því að ráðherra taki í taumanaRagnar Aðalsteinsson lögmaður þeirra skrifaði innanríkisráðherra í morgun og mótmælti því að þeir yrðu sendir aftur til Ítalíu enda stangaðist það á við orð ráðherrans sjálfs á Alþingi um að það væri ótryggur staður fyrir hælisleitendur. „Evrópa hefur ákveðið að taka rúmlega fimmtíu þúsund flóttamenn frá Ítalíu en við erum að velta fyrir okkur að senda þangað tvo flóttamenn á sama tíma;” segir Ragnar. Hann segist treysta því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra komi í veg fyrir að Martin og Christian verði sendir þangað í samræmi við orð hennar á Alþingi 17. september.Kvöldfrétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. Flóttamenn Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. Þeir segja að niðurstaðan sé mikið áfall en annar þeirra, samkynhneigður Nígeríumaður hefur verið á flótta í fimmtán ár. Hæstiréttur hafnaði kröfu þeirra um að umsókn þeirra um hæli yrði tekin til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun og felld yrði úr gildi ákvörðun stofnunarinnar um að senda þá til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina í heild í spilaranum neðst í fréttinni. Bjó á götunni á Ítalíu Christian Kwaku Boadi er frá Ghana, en hann hefur beðið í nær þrjú ár eftir því að mál hans verði afgreitt. Hann vinnur nú á veitingastaðnum Lækjarbrekku og er að læra íslensku. Christian segist óttast mest að vera sendur aftur til Ghana, þar sem faðir hans var myrtur og hann bjó við sult og seyru. En næstmest óttast hann að vera sendur til Ítalíu en þar bjó hann á götunni sem hælisleitandi áður en hann kom til Íslands. Innanríkisráðuneytið er yfir málaflokknum.Fréttablaðið/Valli Jón Tryggvi Jónsson eigandi Lækjarbrekku, vinnuveitandi Christians segist ekki skilja hvað sé í gangi. Christian sé í vinnu á Íslandi, hann greiði skatta og sé farinn að skilja íslensku. Hann segir hann geta gengið að vinnunni vísri ef hann fær að vera áfram. Allir vinnufélagar hans vilji hafa hann áfram í landinu. Bjó við öryggi í fyrsta sinnMartin Omulu er frá Nígeríu. Hann er samkynhneigður og hefur verið á flótta í fimmtán ár vegna ofsókna heima fyrir. Hann kom til Íslands fyrir tæpum þremur árum, er að læra íslensku og á hér stóran vinahóp sem stendur við bakið á honum. Hann segist hafa búið við öryggi hér í fyrsta sinn á ævinni og hann hafi litið á landið sem heimili sitt. Hann segist ekki hafa búist við því að íslenskur dómstóll myndir hafna umsókn hans um hæli. Allt hafi verið tekið frá honum með þessari ákvörðun. Hann segist vonast til þess að ráðherrann og Útlendingastofnun sýni honum mannúð og sendi hann ekki burt. Treystir því að ráðherra taki í taumanaRagnar Aðalsteinsson lögmaður þeirra skrifaði innanríkisráðherra í morgun og mótmælti því að þeir yrðu sendir aftur til Ítalíu enda stangaðist það á við orð ráðherrans sjálfs á Alþingi um að það væri ótryggur staður fyrir hælisleitendur. „Evrópa hefur ákveðið að taka rúmlega fimmtíu þúsund flóttamenn frá Ítalíu en við erum að velta fyrir okkur að senda þangað tvo flóttamenn á sama tíma;” segir Ragnar. Hann segist treysta því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra komi í veg fyrir að Martin og Christian verði sendir þangað í samræmi við orð hennar á Alþingi 17. september.Kvöldfrétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.
Flóttamenn Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent