Stefnir í besta bílasöluár frá upphafi í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 2. október 2015 15:05 Sala bíla hefur aldrei gengið eins vel í Bandaríkjunum og í ár. Svo vel gekk að selja nýja bíla í Bandaríkjunum í september að nú eru miklar líkur á því að þetta ár muni slá við mesta bílasöluári landsins, síðan árið 2000. Þá seldust 17,395 milljón bílar, en nú gæti salan slegið hátt í 18 milljón bíla. Salan í September jókst frá fyrra ári um 15,8% og verður það að teljast vænn vöxtur því salan í fyrra var einkar góð og endaði í rétt um 17 milljón bílum. Stóru bandarísku framleiðendunum gekk vel í síðasta mánuði og Ford náði 23,4% söluaukningu, Fiat/Chrysler 13,6% aukningu og GM 12,5%. Mestu aukningu allra bílaframleiðenda náði Land Rover með 88,5% meiri sölu, en Mitsubishi náði 36% aukningu og Subaru 28%. Næstum allir bílaframleiðendur náðu reyndar aukningu í sölu og af þýsku framleiðendunum náði Porsche besta árangrinum með 23% aukningu og Audi var með 16% aukningu. Gríðarleg sala er í pallbílum og stórum jeppum frá bandarísku framleiðendunum. Sem dæmi um það seldust í þessum eina septembermánuði 70.000 Ford F-150 pallbílar, en það jafnast á við sexfalda heildarsölu allra bíla á Íslandi allt árið í fyrra. Víst era ð það skaðar ekki söluna í Bandaríkjunum í ár að verð á eldsneyti er afar lágt og hefur l´kkað mikið á árinu. Ennfremur gengur vel í efnahagslífinu. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent
Svo vel gekk að selja nýja bíla í Bandaríkjunum í september að nú eru miklar líkur á því að þetta ár muni slá við mesta bílasöluári landsins, síðan árið 2000. Þá seldust 17,395 milljón bílar, en nú gæti salan slegið hátt í 18 milljón bíla. Salan í September jókst frá fyrra ári um 15,8% og verður það að teljast vænn vöxtur því salan í fyrra var einkar góð og endaði í rétt um 17 milljón bílum. Stóru bandarísku framleiðendunum gekk vel í síðasta mánuði og Ford náði 23,4% söluaukningu, Fiat/Chrysler 13,6% aukningu og GM 12,5%. Mestu aukningu allra bílaframleiðenda náði Land Rover með 88,5% meiri sölu, en Mitsubishi náði 36% aukningu og Subaru 28%. Næstum allir bílaframleiðendur náðu reyndar aukningu í sölu og af þýsku framleiðendunum náði Porsche besta árangrinum með 23% aukningu og Audi var með 16% aukningu. Gríðarleg sala er í pallbílum og stórum jeppum frá bandarísku framleiðendunum. Sem dæmi um það seldust í þessum eina septembermánuði 70.000 Ford F-150 pallbílar, en það jafnast á við sexfalda heildarsölu allra bíla á Íslandi allt árið í fyrra. Víst era ð það skaðar ekki söluna í Bandaríkjunum í ár að verð á eldsneyti er afar lágt og hefur l´kkað mikið á árinu. Ennfremur gengur vel í efnahagslífinu.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent