Breytingar í loftinu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 2. október 2015 09:00 Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræði við Háskóla Íslands, er einn af frummælendum á málþinginu í dag. Vísir/Vilhelm „Það er verið að reyna að skoða hvað gæti verið í framtíðinni. Hvernig staðan er núna, og svo verið að reyna að rýna inn í framtíðina. Hvað getur orðið ofan á í þessum rafbókaheimi,“ segir Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingarfræði við Háskóla Íslands og einn frummælenda á málþinginu sem ber yfirskriftina Bókin í rafheimum – er ástæða til að óttast eða fagna? Hann segir lítið af rafbókum gefið út á Íslandi og það stafi af því að markaðurinn sé viðkvæmur. „Við höfum verið að fylgjast með án þess að fara kannski alla leið. Hefur ekki farið jafn langt hér heima eins og erlendis,“ segir hann og bætir við að margar spurningar vakni þegar útgáfa á rafbókum komi til tals. „Þetta eru allt flóknar spurningar í okkar litla bókmenntaheimi sem er mjög viðkvæmur vegna stærðar sinnar, eða smæðar öllu heldur.“ Þingið er samstarfsverkefni Rithöfundsambands Íslands, Félags íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkis, Landsbókasafns Íslands, Borgarbókasafns, Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO. Útvarpskonan Halla Oddný Magnúsdóttir mun stýra umræðunni og mun Gauti flytja fyrsta erindið þar sem hann fer yfir þróun íslenskrar rafbókaútgáfu og lýsir framtíðarsýn sinni á miðlun og sölu þeirra hér á landi. Einnig munu Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur, Egill Jóhannsson útgefandi, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir bókmenntafræðingur flytja erindi um ýmislegt sem tengist viðfangsefninu. „Útgefendur margir segja að eftir mikinn vöxt erlendis hafi útgáfan staðnað í rafbókum, meira að segja dregist aðeins saman. Að menn vilji kannski frekar gömlu bækurnar og að það sé aftur komin eftirspurn eftir þeim. Aðrir segja að markaðurinn sé að minnka yfirleitt,“ segir Gauti sem meðal annars mun fjalla um ruðningsáhrif tæknilegra breytinga. „Þær munu ná í gegn á endanum. Unga fólkið heldur á símanum alla daga og þegar það vill lesa einhverja fína bók þá vill það bara fá hana þangað. Það er óljóst hvað verður og þess vegna vildum við hittast og ræða það,“ segir Gauti en hagsmunaaðilar úr öllum áttum munu koma saman á þinginu, ræða saman og reyna að komast að einhvers konar niðurstöðu. „Það eru einhverjar breytingar í loftinu. Það verður allavega ekki allt eins það var, svo mikið er víst.“ Hann segir mikilvægt að ræða saman og leitast við að komast að einhverri niðurstöðu og reyna að bregðast við þessari þróun. „Eins og í músíkinni, menn spyrntu við fótum mjög lengi og þá tók tæknin yfir og það varð miklu meira af sjóræningjafjölföldunum af því að menn tókust ekki á við þetta strax.“ Að loknum flutningi erindanna verður efnt til pallborðsumræðna. „Það verða einnig pallborðsumræður eftir erindin þannig að menn geta spurt og spjallað. Ég held að við séum akkúrat á þeim stað í þessu ferli að við verðum að fara að skoða þessi mál því annars gerist það sem gerðist í tónlistinni að tæknin tekur yfir og menn sitja hugsanlega eftir með sárt ennið.“ Þingið verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, hefst klukkan 13.00 og eru allir velkomnir. Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Það er verið að reyna að skoða hvað gæti verið í framtíðinni. Hvernig staðan er núna, og svo verið að reyna að rýna inn í framtíðina. Hvað getur orðið ofan á í þessum rafbókaheimi,“ segir Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingarfræði við Háskóla Íslands og einn frummælenda á málþinginu sem ber yfirskriftina Bókin í rafheimum – er ástæða til að óttast eða fagna? Hann segir lítið af rafbókum gefið út á Íslandi og það stafi af því að markaðurinn sé viðkvæmur. „Við höfum verið að fylgjast með án þess að fara kannski alla leið. Hefur ekki farið jafn langt hér heima eins og erlendis,“ segir hann og bætir við að margar spurningar vakni þegar útgáfa á rafbókum komi til tals. „Þetta eru allt flóknar spurningar í okkar litla bókmenntaheimi sem er mjög viðkvæmur vegna stærðar sinnar, eða smæðar öllu heldur.“ Þingið er samstarfsverkefni Rithöfundsambands Íslands, Félags íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkis, Landsbókasafns Íslands, Borgarbókasafns, Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO. Útvarpskonan Halla Oddný Magnúsdóttir mun stýra umræðunni og mun Gauti flytja fyrsta erindið þar sem hann fer yfir þróun íslenskrar rafbókaútgáfu og lýsir framtíðarsýn sinni á miðlun og sölu þeirra hér á landi. Einnig munu Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur, Egill Jóhannsson útgefandi, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir bókmenntafræðingur flytja erindi um ýmislegt sem tengist viðfangsefninu. „Útgefendur margir segja að eftir mikinn vöxt erlendis hafi útgáfan staðnað í rafbókum, meira að segja dregist aðeins saman. Að menn vilji kannski frekar gömlu bækurnar og að það sé aftur komin eftirspurn eftir þeim. Aðrir segja að markaðurinn sé að minnka yfirleitt,“ segir Gauti sem meðal annars mun fjalla um ruðningsáhrif tæknilegra breytinga. „Þær munu ná í gegn á endanum. Unga fólkið heldur á símanum alla daga og þegar það vill lesa einhverja fína bók þá vill það bara fá hana þangað. Það er óljóst hvað verður og þess vegna vildum við hittast og ræða það,“ segir Gauti en hagsmunaaðilar úr öllum áttum munu koma saman á þinginu, ræða saman og reyna að komast að einhvers konar niðurstöðu. „Það eru einhverjar breytingar í loftinu. Það verður allavega ekki allt eins það var, svo mikið er víst.“ Hann segir mikilvægt að ræða saman og leitast við að komast að einhverri niðurstöðu og reyna að bregðast við þessari þróun. „Eins og í músíkinni, menn spyrntu við fótum mjög lengi og þá tók tæknin yfir og það varð miklu meira af sjóræningjafjölföldunum af því að menn tókust ekki á við þetta strax.“ Að loknum flutningi erindanna verður efnt til pallborðsumræðna. „Það verða einnig pallborðsumræður eftir erindin þannig að menn geta spurt og spjallað. Ég held að við séum akkúrat á þeim stað í þessu ferli að við verðum að fara að skoða þessi mál því annars gerist það sem gerðist í tónlistinni að tæknin tekur yfir og menn sitja hugsanlega eftir með sárt ennið.“ Þingið verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, hefst klukkan 13.00 og eru allir velkomnir.
Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira