Efnaminna fólk líklegra til að deyja í bílslysum Finnur Thorlacius skrifar 2. október 2015 09:19 Eldri og minni bílar eru óöruggari en nýrri og stærri. Þegar kemur að dauðaslysum eru meiri líkur til þess að um efnaminna fólk sé að ræða en efnamikið. Nýleg rannsókn, gerð af American Journal of Epidemiology í Bandaríkjunum, leiðir þetta í ljós. Niðurstöður þeirrar rannsóknar sýna að fyrir hverja 100 þúsund mílur eknar deyja 7,5 manns meðal þeirra sem ekki eru með háskólanám að baki en aðeins 2,5 meðal þeirra sem gengið hafa í háskóla. Dauðaslysum í umferðinni í Bandaríkjunum hefur fækkað á undanförnum árum að síðasta ári undanskildu, en dauðaslys nú eru álíka mörg og á árunum fyrir 1950, eða um 32.000 á ári. Meginástæður þess að svo mikill munur er á dauðaslysum lítt efnaðra og efnaðra er rakið til samspils menntunar og efnahags og þeirri staðreynd að öruggir bílar eru dýrari en þeir óöruggari. Fátækara fólk á eldri og minni bíla en það efnameira á nýrri bíla með miklum öryggisbúnaði. Einnig býr efnaminna fólk á svæðum þar sem vegakerfið er vanþróaðra og pólitísk áhrif þeirra á umbætur eru minni. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent
Þegar kemur að dauðaslysum eru meiri líkur til þess að um efnaminna fólk sé að ræða en efnamikið. Nýleg rannsókn, gerð af American Journal of Epidemiology í Bandaríkjunum, leiðir þetta í ljós. Niðurstöður þeirrar rannsóknar sýna að fyrir hverja 100 þúsund mílur eknar deyja 7,5 manns meðal þeirra sem ekki eru með háskólanám að baki en aðeins 2,5 meðal þeirra sem gengið hafa í háskóla. Dauðaslysum í umferðinni í Bandaríkjunum hefur fækkað á undanförnum árum að síðasta ári undanskildu, en dauðaslys nú eru álíka mörg og á árunum fyrir 1950, eða um 32.000 á ári. Meginástæður þess að svo mikill munur er á dauðaslysum lítt efnaðra og efnaðra er rakið til samspils menntunar og efnahags og þeirri staðreynd að öruggir bílar eru dýrari en þeir óöruggari. Fátækara fólk á eldri og minni bíla en það efnameira á nýrri bíla með miklum öryggisbúnaði. Einnig býr efnaminna fólk á svæðum þar sem vegakerfið er vanþróaðra og pólitísk áhrif þeirra á umbætur eru minni.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent