Foreldrar og yfirvöld fá falleinkunn Rikka skrifar 2. október 2015 09:00 Lukka Pálsdóttir verður með fyrirlestur í Hörpunni um helgina. Sýningin Heilsa og lífsstíll verður haldin um komandi helgi í Hörpunni. Á sýningunni munu yfir fjörutíu fyrirtæki, sem tengjast öll með einhverjum hætti heilsusamlegum lífsstíl, kynna vörur sínar og þjónustu. Samhliða sýningunni verða haldnir fyrirlestrar um heilsutengd málefni þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Einn af fyrirlesurunum er Lukka Pálsdóttir, sjúkraþjálfari og eigandi heilsuveitingastaðarins Happs. Fyrirlestur Lukku nefnist Heilsusamlegur matur til framtíðar, hvað erum við að bjóða börnunum okkar í matinn? Hann fjallar um mikilvægi þess að búa vel að börnunum okkar og sjá til þess að fæðingarrétti þeirra um að fá næringarríka fæðu sé fylgt eftir.250 krónur á barn Sjálf brennur Lukka fyrir málefninu og segist verða sorgmædd yfir því hversu illa sé staðið að því að sjá fyrir næringarþörf barna í leik- og grunnskólum landsins. „Fjárveiting Reykjavíkurborgar til hráefniskostnaðar skólamáltíða dugar hvergi nærri til að standa undir gæðahráefni í máltíðir barnanna. Til þess að gera betur grein fyrir stöðunni þá má sem dæmi nefna að leikskólabarn fær að meðaltali þrjár máltíðir á dag sem ættu að uppfylla þarfir þess. Hráefniskostnaður sem eyrnamerktur er þessum máltíðum var árið 2014 að meðaltali tvö hundruð og fimmtíu krónur. Það sér það hver sem í rýnir að þessi upphæð dugar engan veginn fyrir næringarríkri máltíð,“ segir Lukka. Hún segir jafnframt að það sé mikið undir foreldrum komið að þrýsta á breytingar á þessu sviði og bæta um betur. „Skólayfirvöld og þeir sem stýra fjárveitingum inn í þennan málaflokk eru að falla á prófinu og það sama mætti segja um okkur foreldrana, það erum við sem þurfum að þrýsta á yfirvöld og rýna til gagns en ekki treysta í blindni. Ísland er velmegunarríki en samt virðumst við ekki geta séð börnunum okkar fyrir lágmarksnæringarþörf í skólum og leikskólum landsins.“Afleiðingar eru sýnilegar Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á það að næringargildi máltíða er víða undir ráðleggingum landlæknisembættisins um hæfilegan dagskammt og daglegri orkuþörf, sem börn á leik- og grunnskólaaldri þurfa fyrir vinnudaginn sinn, er ekki mætt. „Í dag erum við strax farin að sjá afleiðingar slæms mataræðis barna og unglinga í formi erfiðra fylgifiska svo sem offitu og lífsstílstengdra sjúkdóma. Má þar nefna sem dæmi áunna sykursýki en þar erum við að sjá dæmi um börn niður í tólf ára aldur sem greinast með sjúkdóminn og má beintengja hann við næringarsnautt mataræði,“ segir Lukka. Áður fyrr var slíka sjúkdóma einungis að finna hjá öldruðum en nú greinast þeir hjá þeim sem eru að fara út í lífið. Á fyrirlestrinum fer Lukka yfir það sem betur má fara varðandi mataræði barna okkar, hvernig við getum staðið saman og breytt til batnaðar því lengi búi að fyrstu gerð. „Við verðum að huga að framtíð komandi kynslóða og vera meðvituð um það sem börnin okkar nærast á, þetta er jú framtíðin og að henni þurfum við að hlúa.“ Fyrirlestur Lukku verður næstkomandi sunnudag klukkan 15 í Hörpu og eru áhugasamir hvattir til að mæta. Heilsa Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Sýningin Heilsa og lífsstíll verður haldin um komandi helgi í Hörpunni. Á sýningunni munu yfir fjörutíu fyrirtæki, sem tengjast öll með einhverjum hætti heilsusamlegum lífsstíl, kynna vörur sínar og þjónustu. Samhliða sýningunni verða haldnir fyrirlestrar um heilsutengd málefni þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Einn af fyrirlesurunum er Lukka Pálsdóttir, sjúkraþjálfari og eigandi heilsuveitingastaðarins Happs. Fyrirlestur Lukku nefnist Heilsusamlegur matur til framtíðar, hvað erum við að bjóða börnunum okkar í matinn? Hann fjallar um mikilvægi þess að búa vel að börnunum okkar og sjá til þess að fæðingarrétti þeirra um að fá næringarríka fæðu sé fylgt eftir.250 krónur á barn Sjálf brennur Lukka fyrir málefninu og segist verða sorgmædd yfir því hversu illa sé staðið að því að sjá fyrir næringarþörf barna í leik- og grunnskólum landsins. „Fjárveiting Reykjavíkurborgar til hráefniskostnaðar skólamáltíða dugar hvergi nærri til að standa undir gæðahráefni í máltíðir barnanna. Til þess að gera betur grein fyrir stöðunni þá má sem dæmi nefna að leikskólabarn fær að meðaltali þrjár máltíðir á dag sem ættu að uppfylla þarfir þess. Hráefniskostnaður sem eyrnamerktur er þessum máltíðum var árið 2014 að meðaltali tvö hundruð og fimmtíu krónur. Það sér það hver sem í rýnir að þessi upphæð dugar engan veginn fyrir næringarríkri máltíð,“ segir Lukka. Hún segir jafnframt að það sé mikið undir foreldrum komið að þrýsta á breytingar á þessu sviði og bæta um betur. „Skólayfirvöld og þeir sem stýra fjárveitingum inn í þennan málaflokk eru að falla á prófinu og það sama mætti segja um okkur foreldrana, það erum við sem þurfum að þrýsta á yfirvöld og rýna til gagns en ekki treysta í blindni. Ísland er velmegunarríki en samt virðumst við ekki geta séð börnunum okkar fyrir lágmarksnæringarþörf í skólum og leikskólum landsins.“Afleiðingar eru sýnilegar Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á það að næringargildi máltíða er víða undir ráðleggingum landlæknisembættisins um hæfilegan dagskammt og daglegri orkuþörf, sem börn á leik- og grunnskólaaldri þurfa fyrir vinnudaginn sinn, er ekki mætt. „Í dag erum við strax farin að sjá afleiðingar slæms mataræðis barna og unglinga í formi erfiðra fylgifiska svo sem offitu og lífsstílstengdra sjúkdóma. Má þar nefna sem dæmi áunna sykursýki en þar erum við að sjá dæmi um börn niður í tólf ára aldur sem greinast með sjúkdóminn og má beintengja hann við næringarsnautt mataræði,“ segir Lukka. Áður fyrr var slíka sjúkdóma einungis að finna hjá öldruðum en nú greinast þeir hjá þeim sem eru að fara út í lífið. Á fyrirlestrinum fer Lukka yfir það sem betur má fara varðandi mataræði barna okkar, hvernig við getum staðið saman og breytt til batnaðar því lengi búi að fyrstu gerð. „Við verðum að huga að framtíð komandi kynslóða og vera meðvituð um það sem börnin okkar nærast á, þetta er jú framtíðin og að henni þurfum við að hlúa.“ Fyrirlestur Lukku verður næstkomandi sunnudag klukkan 15 í Hörpu og eru áhugasamir hvattir til að mæta.
Heilsa Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira