Segir Rússa kasta olíu á eldinn Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2015 08:14 Skjáskot úr myndbandi af loftárás Rússa. Vísir/AFP Yfirvöld í Rússlandi segjast hafa framkvæmt um 20 loftárásir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi í gær. Bandaríkin óttast hins vegar að skotmörk Rússa hafi ekki verið vígamenn ISIS, heldur hófsamir uppreisnarmenn sem berjast til að steypa Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanni Rússa til langs tíma, af stóli. Ash Carter, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, segir flugvélar Rússa hafa gert loftárásir á svæðum í Sýrlandi þar sem enga vígamenn ISIS sé að finna. Hann segir Rússa vera kasta olíu á eldinn. Varnamálaráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian tók í sama streng þegar hann ræddi við þingmenn í París. Þá hefur NATO kvartað yfir því að Rússar hafi ekki greint frá árásum sínum nægilega. Erindrekar bæði Rússlands og Bandaríkjanna segja þó að viðræður verði haldnar eins fljótt og auðið er sem ætlað er að koma í veg fyrir atvik á milli NATO og bandamana þeirra annars vegar og Rússlands hins vegar. Varnamálaráðuneyti Rússlands hefur birt meðfylgjandi myndband af loftárásum sem sagðar eru hafa verið gerðar á átta stöðum.Fregnir hafa borist af því að 36 borgarar hafi látið lífið í tveimur loftárásum Rússa í Homs héraði. Því neita Rússar alfarið. Rússar segja að árásir sínar hafi allar beinst gegn ISIS og að þeir hafi engar upplýsingar um að borgarar hafi látið lífið. Sergey Lavrov, sendiherra Rússlands, segir að ef vesturveldin hafi sannanir fyrir því, beri þeim að gera þau gögn opinber. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa yfirvöld í Frakklandi hafið rannsókn á því hvort að stjórn Assad hafi framið glæpi gegn mankyninu í Sýrlandi. Rannsóknin byggir á mestu á sönnunargögnum frá fyrrum ljósmyndara stjórnarhersins í Sýrlandi sem flúði land árið 2013. Hann gengur undir nafninu Caesar og tók með sér um 55 þúsund ljósmyndir. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands segir myndirnar meðal annars sýna fanga stjórnarhersins pyntaða. Um 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi sem hefur nú staðið yfir í rúm fjögur ár. Stjórnarherinn hefur verið sakaður um að hafa valdið dauða fleiri manns en Íslamska ríkið. Þá er talið að stjórnarherinn hafi varpað svokölluðum tunnusprengjum á íbúðarbyggðir og beitt efnavopnum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19 Rússar hefja loftárásir sínar í Sýrlandi Árásirnar voru gerðar nærri borginni Homs í vesturhluta landsins. 30. september 2015 12:54 Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15 Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi Rússar styðja Assad Sýrlandsforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Loftárásir Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu hafa staðið yfir í rúmt ár. 1. október 2015 09:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi segjast hafa framkvæmt um 20 loftárásir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi í gær. Bandaríkin óttast hins vegar að skotmörk Rússa hafi ekki verið vígamenn ISIS, heldur hófsamir uppreisnarmenn sem berjast til að steypa Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanni Rússa til langs tíma, af stóli. Ash Carter, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, segir flugvélar Rússa hafa gert loftárásir á svæðum í Sýrlandi þar sem enga vígamenn ISIS sé að finna. Hann segir Rússa vera kasta olíu á eldinn. Varnamálaráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian tók í sama streng þegar hann ræddi við þingmenn í París. Þá hefur NATO kvartað yfir því að Rússar hafi ekki greint frá árásum sínum nægilega. Erindrekar bæði Rússlands og Bandaríkjanna segja þó að viðræður verði haldnar eins fljótt og auðið er sem ætlað er að koma í veg fyrir atvik á milli NATO og bandamana þeirra annars vegar og Rússlands hins vegar. Varnamálaráðuneyti Rússlands hefur birt meðfylgjandi myndband af loftárásum sem sagðar eru hafa verið gerðar á átta stöðum.Fregnir hafa borist af því að 36 borgarar hafi látið lífið í tveimur loftárásum Rússa í Homs héraði. Því neita Rússar alfarið. Rússar segja að árásir sínar hafi allar beinst gegn ISIS og að þeir hafi engar upplýsingar um að borgarar hafi látið lífið. Sergey Lavrov, sendiherra Rússlands, segir að ef vesturveldin hafi sannanir fyrir því, beri þeim að gera þau gögn opinber. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa yfirvöld í Frakklandi hafið rannsókn á því hvort að stjórn Assad hafi framið glæpi gegn mankyninu í Sýrlandi. Rannsóknin byggir á mestu á sönnunargögnum frá fyrrum ljósmyndara stjórnarhersins í Sýrlandi sem flúði land árið 2013. Hann gengur undir nafninu Caesar og tók með sér um 55 þúsund ljósmyndir. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands segir myndirnar meðal annars sýna fanga stjórnarhersins pyntaða. Um 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi sem hefur nú staðið yfir í rúm fjögur ár. Stjórnarherinn hefur verið sakaður um að hafa valdið dauða fleiri manns en Íslamska ríkið. Þá er talið að stjórnarherinn hafi varpað svokölluðum tunnusprengjum á íbúðarbyggðir og beitt efnavopnum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19 Rússar hefja loftárásir sínar í Sýrlandi Árásirnar voru gerðar nærri borginni Homs í vesturhluta landsins. 30. september 2015 12:54 Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15 Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi Rússar styðja Assad Sýrlandsforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Loftárásir Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu hafa staðið yfir í rúmt ár. 1. október 2015 09:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19
Rússar hefja loftárásir sínar í Sýrlandi Árásirnar voru gerðar nærri borginni Homs í vesturhluta landsins. 30. september 2015 12:54
Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15
Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi Rússar styðja Assad Sýrlandsforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Loftárásir Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu hafa staðið yfir í rúmt ár. 1. október 2015 09:00