Rýna í menningararf Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 1. október 2015 11:30 Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein eru ritstjórar bókarinnar. Vísir/Pjetur „Þetta eru þrettán kaflar eftir fjórtán höfunda. Það sem við erum að gera er að rýna í þetta fyrirbæri, menningararf, og hvernig stendur á því að sumt gamalt þykir nýtilegt og sérlega merkilegt á meðan annað gamalt er álitið úrelt og fánýtt,“ segir Ólafur Rastrick, lektor í þjóðfræði við Félags- og mannvísindadeild og ritstjóri bókarinnar ásamt Valdimari Tr. Hafstein, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. „Svo erum við að skoða hvernig þetta er notað, hver notar þetta og hver skilgreinir hvað er menningararfur. Í hvaða tilgangi og með hvaða afleiðingum. Spáum í margþátta hliðar á þessu fyrirbæri. Hvaða afleiðingar það hefur fyrir það hvernig Íslendingar hafa mótað sjálfsmynd sína og hvernig þeir líta á sjálfa sig.“ Líkt og áður sagði eru höfundar bókarinnar fjórtán talsins, þjóðfræðingar, mannfræðingar, safnafræðingar, sagnfræðingar og bókmenntafræðingar. En höfundarnir eru þau Áki Guðni Karlsson, Bryndís Björgvinsdóttir, Guðmundur Hálfdanarson, Helgi Þorláksson, Jón Þór Pétursson, Karl Aspelund, Katla Kjartansdóttir, Kristinn Schram, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Sigríður Helga Þorsteinsdóttir, Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Tinna Grétarsdóttir. Sviðið sem bókin er skrifuð innan ber heitið Gagnrýnin menningararfsfræði og segir Ólafur það nýtt alþjóðlegt fræðasvið sem enn er í mótun og sístækkandi. „Þetta er þverfaglegt rannsóknarsvið þar sem fræðimenn og rannsakendur úr hinum og þessum greinum kanna stöðu menningararfs í samtímanum.“ Hann segir bókina og umfjöllunarefni hennar færa alþjóðlega umræðu innan sviðsins inn í íslenskt samhengi. „Við rýnum í mismunandi birtingarmyndir menningararfs á Íslandi. Við tökum þessar klassísku birtingarmyndir, eins og handritin, íslenska kvenbúninginn og torfbæinn. Tökum þetta gagnrýnum tökum og kryfjum þetta til mergjar. Hvernig er verið að nota þetta, til hvers og hvaða rullu þessi fyrirbæri spila í samtímanum.“ Líkt og áður sagði verður útgáfu bókarinnar fagnað í dag klukkan 14.00 á Þjóðminjasafni Íslands en þar verða nokkrir af höfundum bókarinnar auk ritstjóranna á svæðinu. „Við munum flytja örstutt erindi um okkar innlegg inn í þessa bók svo munum við fjalla almennt um konseptið og okkar sýn á þessi mál,“ segir Ólafur að lokum. Útgáfuteitið er öllum opið og boðið verður upp á léttar veitingar. Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta eru þrettán kaflar eftir fjórtán höfunda. Það sem við erum að gera er að rýna í þetta fyrirbæri, menningararf, og hvernig stendur á því að sumt gamalt þykir nýtilegt og sérlega merkilegt á meðan annað gamalt er álitið úrelt og fánýtt,“ segir Ólafur Rastrick, lektor í þjóðfræði við Félags- og mannvísindadeild og ritstjóri bókarinnar ásamt Valdimari Tr. Hafstein, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. „Svo erum við að skoða hvernig þetta er notað, hver notar þetta og hver skilgreinir hvað er menningararfur. Í hvaða tilgangi og með hvaða afleiðingum. Spáum í margþátta hliðar á þessu fyrirbæri. Hvaða afleiðingar það hefur fyrir það hvernig Íslendingar hafa mótað sjálfsmynd sína og hvernig þeir líta á sjálfa sig.“ Líkt og áður sagði eru höfundar bókarinnar fjórtán talsins, þjóðfræðingar, mannfræðingar, safnafræðingar, sagnfræðingar og bókmenntafræðingar. En höfundarnir eru þau Áki Guðni Karlsson, Bryndís Björgvinsdóttir, Guðmundur Hálfdanarson, Helgi Þorláksson, Jón Þór Pétursson, Karl Aspelund, Katla Kjartansdóttir, Kristinn Schram, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Sigríður Helga Þorsteinsdóttir, Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Tinna Grétarsdóttir. Sviðið sem bókin er skrifuð innan ber heitið Gagnrýnin menningararfsfræði og segir Ólafur það nýtt alþjóðlegt fræðasvið sem enn er í mótun og sístækkandi. „Þetta er þverfaglegt rannsóknarsvið þar sem fræðimenn og rannsakendur úr hinum og þessum greinum kanna stöðu menningararfs í samtímanum.“ Hann segir bókina og umfjöllunarefni hennar færa alþjóðlega umræðu innan sviðsins inn í íslenskt samhengi. „Við rýnum í mismunandi birtingarmyndir menningararfs á Íslandi. Við tökum þessar klassísku birtingarmyndir, eins og handritin, íslenska kvenbúninginn og torfbæinn. Tökum þetta gagnrýnum tökum og kryfjum þetta til mergjar. Hvernig er verið að nota þetta, til hvers og hvaða rullu þessi fyrirbæri spila í samtímanum.“ Líkt og áður sagði verður útgáfu bókarinnar fagnað í dag klukkan 14.00 á Þjóðminjasafni Íslands en þar verða nokkrir af höfundum bókarinnar auk ritstjóranna á svæðinu. „Við munum flytja örstutt erindi um okkar innlegg inn í þessa bók svo munum við fjalla almennt um konseptið og okkar sýn á þessi mál,“ segir Ólafur að lokum. Útgáfuteitið er öllum opið og boðið verður upp á léttar veitingar.
Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira