Spiluðu saman upp alla yngri flokkana en eru mótherjar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2015 15:30 Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson í leik með Fjölni fyrir nokkrum árum. Vísir/Vilhelm Stjarnan fær KR í heimsókn í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og er hluti af Körfuboltaveislunni sem verður alltaf á föstudögum í vetur. Tveir leikmenn liðanna munu spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik með sínum liðum í kvöld en það eru þeir Ægir Þór Steinarsson hjá KR og Tómas Heiðar Tómasson hjá Fjölni. Ægir kom til KR frá sænska liðinu Sundsvall Dragons en Tómas Heiðar hefur spilað með Þór úr Þorlákshöfn síðustu tímabil. Þetta eru jafnaldrar, fæddir 1991, og báðir uppaldir í Fjölni. Þeir spiluðu því saman í bakvarðarsveit Fjölnisliðsins upp alla yngri flokkana og voru líka saman hjá meistaraflokksliði félagins.Tvisvar Norðurlandameistarar saman 1991-árgangurinn í Fjölni vann fjölmarga Íslandsmeistaratitla með þá Ægir og Tómas innanborðs og strákarnir urðu einnig tvisvar sinnum Norðurlandameistarar saman, árið 2007 með 16 ára og árið 2009 með 18 ára landsliðinu. Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson voru ekki bara samherjar hjá Fjölni og yngri landsliðum Íslands því þeir spiluðu líka saman hjá Newberry-háskólanum í Bandaríkjunum tímabilið 2011-12. Tómas Heiðar Tómasson kom heim eftir eitt tímabil með Newberry-háskólanum en Ægir Þór var þar í tvö tímabil. Tómas spilaði eitt ár með Fjölni eftir að hann kom heim en var síðan tvö tímabil í Þorlákshöfn. Ægir Þór Steinarsson var búinn að spila undanfarin tvö tímabil með sænska liðinu Sundsvall Dragons.Síðasta saman á velli í úrvalsdeildinni í mars 2011 Þeir Ægir og Tómas hafa ekki verið saman á vellinum í leik í úrvalsdeild karla síðan í leik Fjölnis og ÍR 10. mars 2011. Tómas var með 15 stig og 7 stoðsendingar í leiknum en Ægir skoraði 12 stig, tók 9 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Þeir Ægir og Tómas voru þá samherjar eins og margoft áður á ferlinum en verða mótherjar í fyrsta sinn í kvöld.Leikur Stjörnunnar og KR fer fram í Ásgarði í Garðabænum og hefst klukkan 19.15 Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00 Ægir Þór líklega á leið til KR Kominn vel á veg með að skrifa undir samning við Íslandsmeistarana. 16. september 2015 14:00 Ægir: Glufur í varnarleik turnanna eins og annarra Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði. 10. september 2015 14:00 Verða einhverjir búningar brenndir í Grafarvoginum? Tveir af bestu leikstjórnendum landsins í körfuboltanum munu spila hlið við hlið í Dominos-deildinni í vetur. Pavel Ermolinskij verður áfram í KR og í gær gekk Ægir Þór Steinarsson til liðs við Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 22. september 2015 07:00 Ægir með 24 stig í sigri KR Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í körfubolta í kvöld. 24. september 2015 22:26 Ægir Þór verður með KR-ingum í vetur KR-ingar fengu góðan liðstyrk í dag þegar landsliðsmaðurinn og Eurobasket-farinn Ægir Þór Steinarsson gekk frá samningi við liðið. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu KR-inga. 21. september 2015 15:25 Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum Þórsarinn Tómas Heiðar Tómasson hefur hitt frábærlega í byrjun tímabilsins 11. desember 2014 08:30 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Sjá meira
Stjarnan fær KR í heimsókn í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og er hluti af Körfuboltaveislunni sem verður alltaf á föstudögum í vetur. Tveir leikmenn liðanna munu spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik með sínum liðum í kvöld en það eru þeir Ægir Þór Steinarsson hjá KR og Tómas Heiðar Tómasson hjá Fjölni. Ægir kom til KR frá sænska liðinu Sundsvall Dragons en Tómas Heiðar hefur spilað með Þór úr Þorlákshöfn síðustu tímabil. Þetta eru jafnaldrar, fæddir 1991, og báðir uppaldir í Fjölni. Þeir spiluðu því saman í bakvarðarsveit Fjölnisliðsins upp alla yngri flokkana og voru líka saman hjá meistaraflokksliði félagins.Tvisvar Norðurlandameistarar saman 1991-árgangurinn í Fjölni vann fjölmarga Íslandsmeistaratitla með þá Ægir og Tómas innanborðs og strákarnir urðu einnig tvisvar sinnum Norðurlandameistarar saman, árið 2007 með 16 ára og árið 2009 með 18 ára landsliðinu. Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson voru ekki bara samherjar hjá Fjölni og yngri landsliðum Íslands því þeir spiluðu líka saman hjá Newberry-háskólanum í Bandaríkjunum tímabilið 2011-12. Tómas Heiðar Tómasson kom heim eftir eitt tímabil með Newberry-háskólanum en Ægir Þór var þar í tvö tímabil. Tómas spilaði eitt ár með Fjölni eftir að hann kom heim en var síðan tvö tímabil í Þorlákshöfn. Ægir Þór Steinarsson var búinn að spila undanfarin tvö tímabil með sænska liðinu Sundsvall Dragons.Síðasta saman á velli í úrvalsdeildinni í mars 2011 Þeir Ægir og Tómas hafa ekki verið saman á vellinum í leik í úrvalsdeild karla síðan í leik Fjölnis og ÍR 10. mars 2011. Tómas var með 15 stig og 7 stoðsendingar í leiknum en Ægir skoraði 12 stig, tók 9 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Þeir Ægir og Tómas voru þá samherjar eins og margoft áður á ferlinum en verða mótherjar í fyrsta sinn í kvöld.Leikur Stjörnunnar og KR fer fram í Ásgarði í Garðabænum og hefst klukkan 19.15 Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00 Ægir Þór líklega á leið til KR Kominn vel á veg með að skrifa undir samning við Íslandsmeistarana. 16. september 2015 14:00 Ægir: Glufur í varnarleik turnanna eins og annarra Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði. 10. september 2015 14:00 Verða einhverjir búningar brenndir í Grafarvoginum? Tveir af bestu leikstjórnendum landsins í körfuboltanum munu spila hlið við hlið í Dominos-deildinni í vetur. Pavel Ermolinskij verður áfram í KR og í gær gekk Ægir Þór Steinarsson til liðs við Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 22. september 2015 07:00 Ægir með 24 stig í sigri KR Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í körfubolta í kvöld. 24. september 2015 22:26 Ægir Þór verður með KR-ingum í vetur KR-ingar fengu góðan liðstyrk í dag þegar landsliðsmaðurinn og Eurobasket-farinn Ægir Þór Steinarsson gekk frá samningi við liðið. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu KR-inga. 21. september 2015 15:25 Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum Þórsarinn Tómas Heiðar Tómasson hefur hitt frábærlega í byrjun tímabilsins 11. desember 2014 08:30 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Sjá meira
Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00
Ægir Þór líklega á leið til KR Kominn vel á veg með að skrifa undir samning við Íslandsmeistarana. 16. september 2015 14:00
Ægir: Glufur í varnarleik turnanna eins og annarra Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði. 10. september 2015 14:00
Verða einhverjir búningar brenndir í Grafarvoginum? Tveir af bestu leikstjórnendum landsins í körfuboltanum munu spila hlið við hlið í Dominos-deildinni í vetur. Pavel Ermolinskij verður áfram í KR og í gær gekk Ægir Þór Steinarsson til liðs við Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 22. september 2015 07:00
Ægir með 24 stig í sigri KR Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í körfubolta í kvöld. 24. september 2015 22:26
Ægir Þór verður með KR-ingum í vetur KR-ingar fengu góðan liðstyrk í dag þegar landsliðsmaðurinn og Eurobasket-farinn Ægir Þór Steinarsson gekk frá samningi við liðið. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu KR-inga. 21. september 2015 15:25
Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum Þórsarinn Tómas Heiðar Tómasson hefur hitt frábærlega í byrjun tímabilsins 11. desember 2014 08:30