Innlent

Vilja að laun og allar aðrar greiðslur til þingmanna verði opinberar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Úr þingsal.
Úr þingsal. vísir/ernir
Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram frumvarp til laga á Alþingi þar sem lagt er til að laun þingmanna og allar aðrar greiðslur til þeirra verði gerðar opinberar og aðgengilegar almenningi.

Felur frumvarpið í sér breytingu á 87. grein laga um þingsköp Alþingis en í þeirri grein er fjallað um hvernig þingmenn skulu gera grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum.

Í greinargerð með frumvarpinu vísar þingflokkurinn í það lága traust sem almenningur ber til Alþingis en það er reglulega mælt í þjóðarpúlsi Gallup. „Í könnun sem Capacent Gallup birti í mars sl. báru 18% svarenda mikið traust til stofnunarinnar sem er lækkun úr 24% árið 2014,“ segir meðal annars í greinargerðinni.

Því er velt upp að ein ástæða þess hvað almenningur ber lítið traust til Alþingis sé skortur á gagnsæi og telur þingflokkur Bjartrar framtíðar starfskjör þingmanna enn mjög óljós:

„[...] hefur Alþingi veitt litlar upplýsingar um starfskostnað, svo sem akstursstyrki og dagpeninga einstakra þingmanna, þegar eftir því hefur verið leitað. Laun og starfskjör þingmanna ættu hins vegar að liggja fyrir opinberlega enda fá þingmenn ekki greiddan annan kostnað en þann sem þeim er heimilt að innheimta.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×