„Það er vandi að lifa en ég er sátt“ Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2015 10:15 „Við fæðumst með samvisku, hún er innbyggð í okkur og í samviskunni býr siðvitið: heilindi, réttsýni og kærleikur,“ segir Jenna. Vísir/GVA Jenna Jensdóttir situr á stól milli tveggja glugga í herbergi sínu á Hrafnistu í Reykjavík. Æðruleysi, viska og góðmennska skín úr svipnum. „Hingað er ég komin. Ég veiktist og lenti á spítala og ákvað þar að fara ekki heim aftur. Ég elska samt húsið mitt á Seltjarnarnesinu, þaðan sé ég himin, haf og land – en ég elska líka fólkið mitt og vil ekki að það hafi stöðugar áhyggjur af mér einni heima. Það er vandi að lifa en ég er sátt. Mér var ungri kennt samhengið milli orsaka og afleiðinga svo ég hugsaði, ég flyt bara í einhverja litla kompu, hef ekkert með mér og loka fortíðinni. Tók bara með mér tölvuna og örfáar myndir sem ég hef fengið á vegferð minni,“ segir hún og bendir meðal annars á teikningu af eiginmanni sínum, Hreiðari Stefánssyni, sem nú er látinn fyrir 20 árum. Líka myndir eftir grænlenska listamanninn Hans Lynge. „Hér fæ ég að borða en ég væri andlega hungruð ef vinir mínir kæmu ekki til mín.“ Nú kemur starfstúlka á Hrafnistu inn og býður Jennu bólusetningu gegn inflúensu, því hafnar hún kurteislega. „Ég hef aldrei viljað láta sprauta mig, ekki einu sinni þegar ég fór til Kína og ég var eina manneskjan sem veiktist aldrei.“Adda er sönn Herbergið hennar Jennu er langt frá því að vera lítil kompa. Það er vistlegt og í einu horninu er tölvan sem hún segist enn skrifa á daglega. Eftir hana og mann hennar Hreiðar liggja 27 bækur. Þar ber Öddubækurnar hæst og þær eru eftir Jennu. Spurð hvort um brot úr sjálfsævisögu sé að ræða svarar Jenna: „Adda er sönn. Ég þekkti fólk sem tók að sér vegalaust barn, litla stúlku og umvafði hana. Þá sannfærðist ég um að það eru ekki endilega blóðbönd sem skipta öllu máli, heldur ástúð og kærleikur.“ Jenna og Hreiðar ráku smábarnaskóla á Akureyri í 21 ár og eftir það kenndu þau lengi við Langholtsskóla. Jenna kveðst aðallega hafa kennt unglingum þar. En af hverju hefur hún ekki skrifað ævisögu sína? „Það er ekkert um að skrifa. En þegar ég hugsa um lífshlaupið finnst mér ég hafa verið trú sjálfri mér. Ég er komin af góðu fólki vestur á fjörðum, fæddist í kofaskrifli og er tvíburi. Ása, systir mín, fæddist sólarhring og sjö klukkutímum á undan mér. Hvernig það gat gerst er stöðugt spurningamerki. Móðir mín kvaldist og sköllóttur læknir beið í 31 klukkustund eftir að meira kæmi. Þá dró hann út vesælan líkama með töngum, hálfdauðan, setti hann ofan í bala og togaði hann og teygði.“ Jenna talar um hinn mikla eilífa anda en kveðst hafa dálítið horn í síðu presta. „Þeir taka próf upp á að segja manni hvert maður fari. Og þeir búa til himnaríki og helvíti og maður fer að raða hegðun sinni á báða staðina,“ segir hún og viðurkennir að hún beri smá sár á hjartanu enn af því hún hafi ekki fengið að fermast með jafnöldrum sínum, því hún hafi þótt of ódæl. „Það fréttist um alla sveitina að presturinn ætlaði ekki að ferma þennan stelpugarm sem stóð uppi í hárinu á öllum – en fór þó á sjóinn tíu ára til að fiska. Hann ætlaði ekki að ferma hana með hinum. Hún þyrfti að þroskast meira. Þá hætti ég að biðja Guð því mér fannst hann ekki rækta mig á nokkurn einasta hátt. Ég var látin bíða í heilt ár og hafði ekkert batnað. Ása, systir mín, ákvað að bíða líka, mér til sálubótar. Ég var einu sinni spurð hvernig stæði á því að systir mín væri svona góð og kærleiksrík og ég svona óþekk. Þá sagði ég: „Það er af því hún Ása systir mín finnur öðruvísi til en ég.“ Þetta skrifaði amma mín niður. En ég gat verið góð í mér líka og fannst yndislegt ef ég gat lífgað eitthvað, jafnvel þó það væri bara maðkur. Þá brosti ég. Ég var svolítið öðruvísi en hinir krakkarnir. Það var eitt sinn útskýrt fyrir mér með líkingu við tvíbökur í poka, tvíbökurnar koma fyrst úr pokanum, þá er mylsnan eftir – það er ég.“ Jenna kynntist sorginni á unglingsárum þegar móðir hennar lést úr krabbameini frá sjö börnum. „Ég horfði á mömmu deyja, hún var að vagga yngstu systur minni. Nokkru seinna fór ég út í heiminn.“ En hvenær byrjaði hún að skrifa? „Það var stuttu eftir að mamma dó. Ég sendi sögu í samkeppni hjá Útvarpinu og hreppti fyrstu verðlaun, 25 krónur. Þar með var ég komin á blað. Þá rigndi upp í nefið á mér.“Allt í einu sá ég Jenna segir sjónina hafa verið að smádaprast og hún hafi nánast verið orðin blind en hún hafi nuddað augun mikið að hætti Kínverja og alltaf hafi komið slím. „Ég bað líka föður og vin alls sem er að ég fengi að sjá. Fyrir viku síðan var ég að nudda augun og hugsa – ekki er nú mikil bænheyrsla í gangi hér – þá gerðist eitthvað – ég grét í heilan dag, tárin runnu stöðugt, en allt í einu sá ég í kringum mig. Synir mínir sem eru báðir læknar, þeir skilja þetta ekki en einhver er þarna úti, bak við móðuna miklu.“ Á borði hjá Jennu liggur Indíáninn, bók Jóns Gnarr, árituð með fallegum hætti. Jón er meðal þeirra sem taka þátt í hátíðardagskrá um Jennu á sunnudaginn í Félagsheimili Seltjarnarness, ásamt Styrmi Gunnarssyni, Katrínu Jakobsdóttur, Ásgerði Halldórsdóttur, Þorgrími Þráinssyni og Agli Eðvarðssyni. Tónlistaratriði eru í höndum Sigríðar Thorlacius og Hjartar Ingva Jóhannssonar. Sjálf ætlar Jenna að leggja orð í belg. Hún er rík af heilræðum og endar viðtalið á einu slíku. „Þegar maður horfir í saklaus barnsaugu segja þau: hér erum við. Við sem eldri erum verðum að vanda líf okkar til að særa ekki þessar litlu sálir. Svo einfalt er það.“ Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Jenna Jensdóttir situr á stól milli tveggja glugga í herbergi sínu á Hrafnistu í Reykjavík. Æðruleysi, viska og góðmennska skín úr svipnum. „Hingað er ég komin. Ég veiktist og lenti á spítala og ákvað þar að fara ekki heim aftur. Ég elska samt húsið mitt á Seltjarnarnesinu, þaðan sé ég himin, haf og land – en ég elska líka fólkið mitt og vil ekki að það hafi stöðugar áhyggjur af mér einni heima. Það er vandi að lifa en ég er sátt. Mér var ungri kennt samhengið milli orsaka og afleiðinga svo ég hugsaði, ég flyt bara í einhverja litla kompu, hef ekkert með mér og loka fortíðinni. Tók bara með mér tölvuna og örfáar myndir sem ég hef fengið á vegferð minni,“ segir hún og bendir meðal annars á teikningu af eiginmanni sínum, Hreiðari Stefánssyni, sem nú er látinn fyrir 20 árum. Líka myndir eftir grænlenska listamanninn Hans Lynge. „Hér fæ ég að borða en ég væri andlega hungruð ef vinir mínir kæmu ekki til mín.“ Nú kemur starfstúlka á Hrafnistu inn og býður Jennu bólusetningu gegn inflúensu, því hafnar hún kurteislega. „Ég hef aldrei viljað láta sprauta mig, ekki einu sinni þegar ég fór til Kína og ég var eina manneskjan sem veiktist aldrei.“Adda er sönn Herbergið hennar Jennu er langt frá því að vera lítil kompa. Það er vistlegt og í einu horninu er tölvan sem hún segist enn skrifa á daglega. Eftir hana og mann hennar Hreiðar liggja 27 bækur. Þar ber Öddubækurnar hæst og þær eru eftir Jennu. Spurð hvort um brot úr sjálfsævisögu sé að ræða svarar Jenna: „Adda er sönn. Ég þekkti fólk sem tók að sér vegalaust barn, litla stúlku og umvafði hana. Þá sannfærðist ég um að það eru ekki endilega blóðbönd sem skipta öllu máli, heldur ástúð og kærleikur.“ Jenna og Hreiðar ráku smábarnaskóla á Akureyri í 21 ár og eftir það kenndu þau lengi við Langholtsskóla. Jenna kveðst aðallega hafa kennt unglingum þar. En af hverju hefur hún ekki skrifað ævisögu sína? „Það er ekkert um að skrifa. En þegar ég hugsa um lífshlaupið finnst mér ég hafa verið trú sjálfri mér. Ég er komin af góðu fólki vestur á fjörðum, fæddist í kofaskrifli og er tvíburi. Ása, systir mín, fæddist sólarhring og sjö klukkutímum á undan mér. Hvernig það gat gerst er stöðugt spurningamerki. Móðir mín kvaldist og sköllóttur læknir beið í 31 klukkustund eftir að meira kæmi. Þá dró hann út vesælan líkama með töngum, hálfdauðan, setti hann ofan í bala og togaði hann og teygði.“ Jenna talar um hinn mikla eilífa anda en kveðst hafa dálítið horn í síðu presta. „Þeir taka próf upp á að segja manni hvert maður fari. Og þeir búa til himnaríki og helvíti og maður fer að raða hegðun sinni á báða staðina,“ segir hún og viðurkennir að hún beri smá sár á hjartanu enn af því hún hafi ekki fengið að fermast með jafnöldrum sínum, því hún hafi þótt of ódæl. „Það fréttist um alla sveitina að presturinn ætlaði ekki að ferma þennan stelpugarm sem stóð uppi í hárinu á öllum – en fór þó á sjóinn tíu ára til að fiska. Hann ætlaði ekki að ferma hana með hinum. Hún þyrfti að þroskast meira. Þá hætti ég að biðja Guð því mér fannst hann ekki rækta mig á nokkurn einasta hátt. Ég var látin bíða í heilt ár og hafði ekkert batnað. Ása, systir mín, ákvað að bíða líka, mér til sálubótar. Ég var einu sinni spurð hvernig stæði á því að systir mín væri svona góð og kærleiksrík og ég svona óþekk. Þá sagði ég: „Það er af því hún Ása systir mín finnur öðruvísi til en ég.“ Þetta skrifaði amma mín niður. En ég gat verið góð í mér líka og fannst yndislegt ef ég gat lífgað eitthvað, jafnvel þó það væri bara maðkur. Þá brosti ég. Ég var svolítið öðruvísi en hinir krakkarnir. Það var eitt sinn útskýrt fyrir mér með líkingu við tvíbökur í poka, tvíbökurnar koma fyrst úr pokanum, þá er mylsnan eftir – það er ég.“ Jenna kynntist sorginni á unglingsárum þegar móðir hennar lést úr krabbameini frá sjö börnum. „Ég horfði á mömmu deyja, hún var að vagga yngstu systur minni. Nokkru seinna fór ég út í heiminn.“ En hvenær byrjaði hún að skrifa? „Það var stuttu eftir að mamma dó. Ég sendi sögu í samkeppni hjá Útvarpinu og hreppti fyrstu verðlaun, 25 krónur. Þar með var ég komin á blað. Þá rigndi upp í nefið á mér.“Allt í einu sá ég Jenna segir sjónina hafa verið að smádaprast og hún hafi nánast verið orðin blind en hún hafi nuddað augun mikið að hætti Kínverja og alltaf hafi komið slím. „Ég bað líka föður og vin alls sem er að ég fengi að sjá. Fyrir viku síðan var ég að nudda augun og hugsa – ekki er nú mikil bænheyrsla í gangi hér – þá gerðist eitthvað – ég grét í heilan dag, tárin runnu stöðugt, en allt í einu sá ég í kringum mig. Synir mínir sem eru báðir læknar, þeir skilja þetta ekki en einhver er þarna úti, bak við móðuna miklu.“ Á borði hjá Jennu liggur Indíáninn, bók Jóns Gnarr, árituð með fallegum hætti. Jón er meðal þeirra sem taka þátt í hátíðardagskrá um Jennu á sunnudaginn í Félagsheimili Seltjarnarness, ásamt Styrmi Gunnarssyni, Katrínu Jakobsdóttur, Ásgerði Halldórsdóttur, Þorgrími Þráinssyni og Agli Eðvarðssyni. Tónlistaratriði eru í höndum Sigríðar Thorlacius og Hjartar Ingva Jóhannssonar. Sjálf ætlar Jenna að leggja orð í belg. Hún er rík af heilræðum og endar viðtalið á einu slíku. „Þegar maður horfir í saklaus barnsaugu segja þau: hér erum við. Við sem eldri erum verðum að vanda líf okkar til að særa ekki þessar litlu sálir. Svo einfalt er það.“
Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira