Í menntaskóla var hann þekktur meðal skólafélaganna fyrir að selja þeim hálsbindi, en eftir að hafa gegnt herskyldu um 24 ára aldur fór hann að vinna sem sölumaður hjá Brooks Brothers. Hann hóf svo að hanna sín eigin bindi, sem hann að lokum kom í sölu hjá Neiman Marcus.
Árið 1967 stofnaði hann sitt eigið merki, Polo, og seldi bindi undir því merki og um 1970 kom fyrsta kvenlína hans út. 1974 hannaði hann búninga fyrir kvikmyndina The Great Gatsby með Robert Redford í aðalhlutverki.
Ralph er giftur Ricky Anne Loew-Beer og eiga þau saman þrjú börn.

Ralph er mikill aðdáandi Downton Abbey þáttanna, og er líklegt að hann heillist af búningum þáttanna. Eins og flestir muna lék Ralph sjálfan sig í sjónvarpsþáttunum Friends, þegar vinsældir merkisins voru hvað mestar.
Ralph tilkynnti þann 29. september 2015 að hann ætlaði að hætta sem forstjóri fyrirtækisins, en þó starfa áfram sem listrænn stjórnandi þess.
