Erlent

Undirbúa sókn í Aleppo

Samúel Karl Ólason skrifar
Áður en borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst, var Aleppo fjölmennasta borg landsins.
Áður en borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst, var Aleppo fjölmennasta borg landsins. Vísir/AFP
Sýrlenski herinn undirbýr sig nú ásamt bandamönnum sínum frá Íran og Líbanon að ráðast á borgina Aleppo í norðvesturhluta Sýrlands. Þúsundir hermanna frá Íran eru nú í Sýrlandi vegna sóknar sveita Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Sókn þeirra sem hófst í síðustu viku, er studd af loftárásum Rússa.

Núna skiptist stjórn Aleppo á milli stjórnarhersins, uppreisnarhópa sem berjast gegn Assad og Íslamska ríkisins, sem stjórnar nokkrum nærliggjandi þorpum. Háttsettur íranskur hershöfðingi var felldur af vígamönnum ISIS nærri borginni, samkvæmt fréttum frá Íran á föstudaginn.

Þá gerðu vígamenn ISIS skyndisókn gegn uppreisnarmönnum norður af Aleppo á föstudaginn.

Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar hafa hermenn frá hernum, Hezbollah og Íran verið að koma sér fyrir við borgina síðustu daga. Embættismaður sem rætt er við segir að það ætti að vera öllum ljóst núna að þúsundir hermanna frá Íran taki þátt í sókn hersins. Hann sagði þátt liðsaukans frá Íran vera veigamikinn í velgengni þeirra síðustu daga.

Stöðu mála á svæðinu má sjá hér á vef Arcgis.


Tengdar fréttir

Stórsókn í skjóli Rússa

Ali Ayoub, yfirmaður sýrlenska herráðsins, er afskaplega ánægður með loftárásir Rússa á yfirráðasvæði stjórnarandstæðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×