Holland þarf sárlega að vinna Tékkland í kvöld til að eiga möguleika á að komast í umspil um sæti á EM, en á sama tíma þurfa þeir að treysta á að Ísland vinni Tyrkland á útivelli í kvöld.
Fær Tyrkland í eitt stig gegn Íslandi á heimavelli sínum í kvöld verður Holland, sem fékk brons á síðasta heimsmeistaramóti, ekki með í Frakklandi næsta sumar.
„Gangi ykkur vel í kvöld strákar,“ skrifar Krul til sinna manna á Twitter og birtir mynd af appelsínugulu ljóni. „Gangi Íslandi vel. Þrjú stig gegn Tyrklandi,“ bætir hann við.
Krul getur sjálfur ekkert gert í málunum þar sem han sleit krossband í síðasta leik Hollands gegn Kasakstan.
Good luck tonight boys and good luck Iceland. 3 points vs Turkey. #Euro2016 #NeverGiveUp pic.twitter.com/FwVCZ66csB
— Tim Krul (@TimKrul) October 13, 2015