Umskiptin með ólíkindum Magnús Guðmundsson skrifar 13. október 2015 11:15 Jón Sigurðsson píanóleikari Næstu tónleikar í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni verða haldnir miðvikudaginn 14. október kl. 20 í Norræna húsinu. Þar mun Jón Sigurðson píanóleikari ráðast í að flytja heila dagskrá með píanóverkum eftir Alexander Scriabin. Jón segir að tónlist þessa merka tónskálds hafi lengi leitað á hann. „Þetta er alveg tónlist sem tekur á að flytja en þetta hefur verið svona mitt verkefni í gegnum árin og Scriabin hefur alltaf sótt á mig. Svo langaði mig til þess að gera pínulítið meira en venjulega á þessu ári en nú eru 100 ár liðin frá dauða þessa merka rússneska tónskálds.“ Jón mun leika tólf prelúdíur, tvær sónötur, fjögur ljóð, Mazurka og Vers la flamme eftir Scriabin. Framan af samdi Scriabin eingöngu verk í síðrómantískum stíl en með árunum fór hann að fjarlægjast hið hefðbundna tónmál. Ferundarhljómar, sem komu mikið til í stað þríunda, áttu að færa hlustandann upp á æðra tilverustig. „Það sem gerir Scriabin svo einstakan í heimi tónskáldanna eru þessu gríðarlegu umskipti sem verða á hans tónlistarhugmyndum á ferlinum. Mér finnst það vera meiri breytingar en eru til dæmis á milli höfunda á klassíska tímanum. Þannig er til að mynda meiri munur á milli hans fyrstu og síðustu verka en á sér stað hjá Beethoven, Mozart og Haydn svo dæmi sé tekið. Þessi gríðarlega endurnýjun sem hann Scriabin fer í gegnum á sínum ferli er í raun alveg með ólíkindum.“ Jón segir að til þess að ná yfirliti yfir höfundarverk tónskálds á borð við Scriabin þurfi vissulega að koma nokkuð víða við. „Ég byrja á verkum sem hann samdi þegar hann var svona liðlega tvítugur og ég enda á verkum sem voru samin um 1914. Þannig að ég reyni svona að stikla á þessu höfundarverki.“ Þegar um svo mikla breidd höfundarverks er að ræða þá má velta því fyrir sér hversu aðgengilegir tónleikarnir verða fyrir þá sem hafa kannski ekki enn mikla reynslu af því að hlusta á klassíska tónlist en Jón segir að fólk þurfi ekkert að hafa mikla áhyggjur af því. „Fyrstu verkin eru afskaplega aðgengileg en ég vil ekki fullyrða of mikið um seinni hlutann því Scriabin breytir svo miklu. En með réttu hugarfari þá og ef maður veit eftir hverju á að hlusta þá er þetta svolítið eins og góð slökunartónlist. Og erum við ekki öll alltaf að reyna að slaka á?“ Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Næstu tónleikar í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni verða haldnir miðvikudaginn 14. október kl. 20 í Norræna húsinu. Þar mun Jón Sigurðson píanóleikari ráðast í að flytja heila dagskrá með píanóverkum eftir Alexander Scriabin. Jón segir að tónlist þessa merka tónskálds hafi lengi leitað á hann. „Þetta er alveg tónlist sem tekur á að flytja en þetta hefur verið svona mitt verkefni í gegnum árin og Scriabin hefur alltaf sótt á mig. Svo langaði mig til þess að gera pínulítið meira en venjulega á þessu ári en nú eru 100 ár liðin frá dauða þessa merka rússneska tónskálds.“ Jón mun leika tólf prelúdíur, tvær sónötur, fjögur ljóð, Mazurka og Vers la flamme eftir Scriabin. Framan af samdi Scriabin eingöngu verk í síðrómantískum stíl en með árunum fór hann að fjarlægjast hið hefðbundna tónmál. Ferundarhljómar, sem komu mikið til í stað þríunda, áttu að færa hlustandann upp á æðra tilverustig. „Það sem gerir Scriabin svo einstakan í heimi tónskáldanna eru þessu gríðarlegu umskipti sem verða á hans tónlistarhugmyndum á ferlinum. Mér finnst það vera meiri breytingar en eru til dæmis á milli höfunda á klassíska tímanum. Þannig er til að mynda meiri munur á milli hans fyrstu og síðustu verka en á sér stað hjá Beethoven, Mozart og Haydn svo dæmi sé tekið. Þessi gríðarlega endurnýjun sem hann Scriabin fer í gegnum á sínum ferli er í raun alveg með ólíkindum.“ Jón segir að til þess að ná yfirliti yfir höfundarverk tónskálds á borð við Scriabin þurfi vissulega að koma nokkuð víða við. „Ég byrja á verkum sem hann samdi þegar hann var svona liðlega tvítugur og ég enda á verkum sem voru samin um 1914. Þannig að ég reyni svona að stikla á þessu höfundarverki.“ Þegar um svo mikla breidd höfundarverks er að ræða þá má velta því fyrir sér hversu aðgengilegir tónleikarnir verða fyrir þá sem hafa kannski ekki enn mikla reynslu af því að hlusta á klassíska tónlist en Jón segir að fólk þurfi ekkert að hafa mikla áhyggjur af því. „Fyrstu verkin eru afskaplega aðgengileg en ég vil ekki fullyrða of mikið um seinni hlutann því Scriabin breytir svo miklu. En með réttu hugarfari þá og ef maður veit eftir hverju á að hlusta þá er þetta svolítið eins og góð slökunartónlist. Og erum við ekki öll alltaf að reyna að slaka á?“
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira