Pútín vill að Bandaríkjamenn taki þátt í að styrkja stjórn Assads Sýrlandsforseta Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. október 2015 07:00 Bashar al Assad Sýrlandsforseti tók í höndina á Vladimír Pútín á fundi þeirra í Moskvu árið 2006, þegar Assad naut líka stuðnings víða á Vesturlöndum. nordicphotos/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar einir séu í fullum rétti við að varpa sprengjum á Sýrland. Sprengjuárásir Bandaríkjanna og annarra séu brot á alþjóðalögum. Munurinn liggi í því að sýrlensk stjórnvöld hafi farið fram á aðstoð Rússa. „Öll önnur lönd, sem til þessa hafa tekið þátt í aðgerðum í Sýrlandi, gera það ólöglega vegna þess að ekki er til nein ályktun frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um þessar aðgerðir, og engin opinber beiðni frá sýrlenskum stjórnvöldum,“ sagði Pútín í viðtali á rússnesku sjónvarpsstöðinni Rossíja-1. Þá sagði Pútín að Bandaríkin og aðrir sem hafa staðið í hernaði gegn hryðjuverkamönnum í Sýrlandi ættu að starfa með Rússum. Þannig gætu aðgerðir þeirra orðið lögmætar. „Úr því við erum með umboð til aðgerða frá sýrlenskum stjórnvöldum, þá væri einfalda lausnin sú að aðrir gengju til liðs við okkur og störfuðu samkvæmt þessu sama umboði,“ sagði Pútín. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að varpa ekki sprengjum á liðsmenn Íslamska ríkisins eða annarra hryðjuverkasamtaka heldur á liðsmenn lögmætra uppreisnarsveita sem sumar hafa haft stuðning Bandaríkjanna. Pútín svaraði því til að Rússar myndu fegnir þiggja nánari upplýsingar um það hvar þeir ættu að varpa sprengjum sínum: „Ef þeir þekkja aðstæðurnar á jörðu niðri betur en við og hafa þegar verið að athafna sig þar í meira en ár – ólöglega, að vísu, en á staðnum samt sem áður – ef þeir vita betur en við (og ég efast um að svo sé, en látum sem það sé hugsanlegt), þá ættu þeir að gefa okkur upplýsingar um skotmörk og við myndum beina aðgerðum okkar að þessum skotmörkum.“ Í viðtalinu staðfesti Pútín jafnframt að tilgangur árása rússneska hersins á uppreisnarmenn í Sýrlandi væri að styrkja stöðu stjórnar Bashars al Assad forseta: „Verkefni okkar er að festa í sessi hina lögmætu stjórn og skapa þær aðstæður að mögulegt verði að leita eftir pólitískri málamiðlun.“ Bandaríkjamenn og flest önnur ríki á Vesturlöndum líta svo á að Pútín sé þarna á algjörum villigötum. Assad Sýrlandsforseta sé engan veginn treystandi, enda hafi loftárásir stjórnarhersins á almenning líklega kostað eitthvað á annað hundrað þúsund manns, hið minnsta, lífið. Flóttafólkið frá Sýrlandi sé flest að flýja undan hernaði stjórnarinnar, ekki undan ofbeldi hryðjuverkamanna eða annarra uppreisnarmanna. Loks viðurkenndi Pútín fúslega að efnahagsþrengingar Rússlands undanfarið ættu sinn þátt í nýrri áherslu stjórnvalda á hernaðaruppbyggingu innanlands. Í staðinn fyrir að kaupa hernaðargögn að utan, þegar olíutekjur Rússlands gátu staðið undir því, væri nú nauðsynlegt að efla innlenda hergagnaframleiðslu. „Með öðrum orðum, að varnarmálaiðnaðurinn knýi áfram hagvöxtinn?“ spurði sjónvarpsmaðurinn Vladimír Solovjov, spyrjandinn í viðtalinu. „Já, það er rétt,“ svaraði Pútín. „Þannig er gangur mála um allan heim – í Bandaríkjunum, Evrópu, Kína og Indlandi.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar einir séu í fullum rétti við að varpa sprengjum á Sýrland. Sprengjuárásir Bandaríkjanna og annarra séu brot á alþjóðalögum. Munurinn liggi í því að sýrlensk stjórnvöld hafi farið fram á aðstoð Rússa. „Öll önnur lönd, sem til þessa hafa tekið þátt í aðgerðum í Sýrlandi, gera það ólöglega vegna þess að ekki er til nein ályktun frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um þessar aðgerðir, og engin opinber beiðni frá sýrlenskum stjórnvöldum,“ sagði Pútín í viðtali á rússnesku sjónvarpsstöðinni Rossíja-1. Þá sagði Pútín að Bandaríkin og aðrir sem hafa staðið í hernaði gegn hryðjuverkamönnum í Sýrlandi ættu að starfa með Rússum. Þannig gætu aðgerðir þeirra orðið lögmætar. „Úr því við erum með umboð til aðgerða frá sýrlenskum stjórnvöldum, þá væri einfalda lausnin sú að aðrir gengju til liðs við okkur og störfuðu samkvæmt þessu sama umboði,“ sagði Pútín. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að varpa ekki sprengjum á liðsmenn Íslamska ríkisins eða annarra hryðjuverkasamtaka heldur á liðsmenn lögmætra uppreisnarsveita sem sumar hafa haft stuðning Bandaríkjanna. Pútín svaraði því til að Rússar myndu fegnir þiggja nánari upplýsingar um það hvar þeir ættu að varpa sprengjum sínum: „Ef þeir þekkja aðstæðurnar á jörðu niðri betur en við og hafa þegar verið að athafna sig þar í meira en ár – ólöglega, að vísu, en á staðnum samt sem áður – ef þeir vita betur en við (og ég efast um að svo sé, en látum sem það sé hugsanlegt), þá ættu þeir að gefa okkur upplýsingar um skotmörk og við myndum beina aðgerðum okkar að þessum skotmörkum.“ Í viðtalinu staðfesti Pútín jafnframt að tilgangur árása rússneska hersins á uppreisnarmenn í Sýrlandi væri að styrkja stöðu stjórnar Bashars al Assad forseta: „Verkefni okkar er að festa í sessi hina lögmætu stjórn og skapa þær aðstæður að mögulegt verði að leita eftir pólitískri málamiðlun.“ Bandaríkjamenn og flest önnur ríki á Vesturlöndum líta svo á að Pútín sé þarna á algjörum villigötum. Assad Sýrlandsforseta sé engan veginn treystandi, enda hafi loftárásir stjórnarhersins á almenning líklega kostað eitthvað á annað hundrað þúsund manns, hið minnsta, lífið. Flóttafólkið frá Sýrlandi sé flest að flýja undan hernaði stjórnarinnar, ekki undan ofbeldi hryðjuverkamanna eða annarra uppreisnarmanna. Loks viðurkenndi Pútín fúslega að efnahagsþrengingar Rússlands undanfarið ættu sinn þátt í nýrri áherslu stjórnvalda á hernaðaruppbyggingu innanlands. Í staðinn fyrir að kaupa hernaðargögn að utan, þegar olíutekjur Rússlands gátu staðið undir því, væri nú nauðsynlegt að efla innlenda hergagnaframleiðslu. „Með öðrum orðum, að varnarmálaiðnaðurinn knýi áfram hagvöxtinn?“ spurði sjónvarpsmaðurinn Vladimír Solovjov, spyrjandinn í viðtalinu. „Já, það er rétt,“ svaraði Pútín. „Þannig er gangur mála um allan heim – í Bandaríkjunum, Evrópu, Kína og Indlandi.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15