Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hefur staðfest að Phil Jagielka verði með fyrirliðabandið gegn Litháum í kvöld.
Wayne Rooney er venjulega fyrirliði landsliðsins en hann meiddist í leiknum gegn Eistum á föstudag og er farinn til Manchester.
Gary Cahill tók þá við fyrirliðabandinu en hann er ekki í hópnum í kvöld.
Jagielka fær því heiðurinn af því að bera bandið eftirsótta í kvöld.
