Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. október 2015 18:27 Strákarnir fagna marki Kolbeins. vísir/vilhelm „Mér fannst við spila fyrri háfleikinn mjög vel allan tímann og þar vorum við miklu betri,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson eftir jafntefli Íslands á móti Lettlandi. Kolbeinn og Gylfi Sigurðsson komu Íslandi yfir í fyrri hálfleik en Lettar jöfnuðu í þeim síðari. Kolbeinn bar fyrirliðabandið í dag í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar en hann var ekki ánægður með síðari hálfleikinn. „Við töluðum um það að láta það ekki hafa áhrif á okkur að vera komnir á EM og það gekk í upphafi. Við vorum sterkir og og réðum fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við gáfum þeim að vísu of mörg færi og lögðum upp með það í hálfleik að koma í veg fyrir þau en við vorum eiginlega skelfilegir í seinni og náðum ekki að halda dampi.“ Aðspurður sagði fyrirliðinn að þjálfararnir Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson hafi verið sáttir með fyrir hálfleikinn en þó viljað gefa færri færi á sér. „Við ætluðum að loka á skyndisóknirnar en það virðist hafa verið eitthvað kæruleysi í okkur í síðari hálfleik þar sem við vorum langt frá því að vera nógu skarpir í vörninni.“ Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Tyrkjum á þriðjudag. Tyrkir mæta Tékkum í kvöld en þeir eru í harðri baráttu við Hollendinga um þriðja sæti riðilsins og þar sem sæti í umspili um miða til Frakklands næsta sumar. „Það kemur ekkert annað til greina en að fara til Tyrklands og taka þrjú stig. Við viljum halda okkar stöðu á styrkleikalistanum og helst stefna hærra og þetta eru ekki góð úrslit í þeirri vegferð,“ segir Kolbeinn. „Við viljum vinna leikinn og riðilinn líka.“ Kolbeinn skoraði í leiknum sitt átjánda landsliðsmark og fór með því yfir Ríkharð Jónsson á listanum yfir skoruð landsliðsmörk. Kolbeinn er nú næstmarkahæstur á eftir Eið Smára Guðjohnsen en hann hefur skorað 25 mörk. „Ég er sáttur með að geta skorað og það er gott fyrir mig en þegar maður gerir jafntefli þá er rosalega erfitt að vera fullkomlega sáttur,“ sagði Kolbeinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24 Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sjá meira
„Mér fannst við spila fyrri háfleikinn mjög vel allan tímann og þar vorum við miklu betri,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson eftir jafntefli Íslands á móti Lettlandi. Kolbeinn og Gylfi Sigurðsson komu Íslandi yfir í fyrri hálfleik en Lettar jöfnuðu í þeim síðari. Kolbeinn bar fyrirliðabandið í dag í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar en hann var ekki ánægður með síðari hálfleikinn. „Við töluðum um það að láta það ekki hafa áhrif á okkur að vera komnir á EM og það gekk í upphafi. Við vorum sterkir og og réðum fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við gáfum þeim að vísu of mörg færi og lögðum upp með það í hálfleik að koma í veg fyrir þau en við vorum eiginlega skelfilegir í seinni og náðum ekki að halda dampi.“ Aðspurður sagði fyrirliðinn að þjálfararnir Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson hafi verið sáttir með fyrir hálfleikinn en þó viljað gefa færri færi á sér. „Við ætluðum að loka á skyndisóknirnar en það virðist hafa verið eitthvað kæruleysi í okkur í síðari hálfleik þar sem við vorum langt frá því að vera nógu skarpir í vörninni.“ Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Tyrkjum á þriðjudag. Tyrkir mæta Tékkum í kvöld en þeir eru í harðri baráttu við Hollendinga um þriðja sæti riðilsins og þar sem sæti í umspili um miða til Frakklands næsta sumar. „Það kemur ekkert annað til greina en að fara til Tyrklands og taka þrjú stig. Við viljum halda okkar stöðu á styrkleikalistanum og helst stefna hærra og þetta eru ekki góð úrslit í þeirri vegferð,“ segir Kolbeinn. „Við viljum vinna leikinn og riðilinn líka.“ Kolbeinn skoraði í leiknum sitt átjánda landsliðsmark og fór með því yfir Ríkharð Jónsson á listanum yfir skoruð landsliðsmörk. Kolbeinn er nú næstmarkahæstur á eftir Eið Smára Guðjohnsen en hann hefur skorað 25 mörk. „Ég er sáttur með að geta skorað og það er gott fyrir mig en þegar maður gerir jafntefli þá er rosalega erfitt að vera fullkomlega sáttur,“ sagði Kolbeinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24 Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sjá meira
Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09
Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24