Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2015 18:24 Gylfi Þór Sigurðsson skömmu áður en hann skoraði mark sitt í leiknum. Vísir Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Lettlandi í dag en Gylfi Þór Sigurðsson átti enn einn stórleikinn fyrir íslenska liðið og skoraði síðara mark Íslands eftir glæsilegan sprett frá eigin vallarhelmingi. Lettar komu þó til baka í síðari hálfleik og Gylfi var ekki ánægður með niðurstöðuna. „Við erum drullusvekktir. Það er hálfvandræðalegt að hafa tapað þessu niður svona í seinni hálfleik,“ sagði svekktur Gylfi Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. Hann segir að báðir hálfleikarnir hafi verið svipaðir að hans mati. „Eini munurinn er að Lettarnir nýttu færin sín. Þetta var mjög opinn leikur og kannski eins og körfuboltaleikur á köflum.“ „Það gekk vel að sækja í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikið af færum og nálægt því að komast í dauðafæri. Margir leikmenn tóku sénsinn og fóru fram en þar af leiðandi opnaðist mikið á skyndisóknir fyrir þá. Það er þeirra eini styrkur - að sækja hratt á okkur. Við leyfðum þeim að nýta sér það.“ Hann segir að það hafi ekki verið einbeitingarleysi í hópnum í dag og að strákarnir hafi ætlað sér að vinna leikinn og ekkert annað. „Ég held að það sé gott að fá svona kalda vatnsgusu í andlitið áður en við förum til Frakklands.“ Gylfi skoraði gullfallegt mark sem kom Íslandi í 2-0. „Þetta var gott mark og synd að það telji ekki meira. Ég er auðvitað ánægður með hafa skorað en hefði frekar viljað taka þrjú stig.“ Gylfi fór ítrekað illa með Igors Tarasovs á miðjunni og Gylfi telur réttilega að leikurinn hafi verið erfiður fyrir hann. „Ég held að ég hafi átt fínan leik. Hann var í vandræðum og fékk svo gult spjald í síðari hálfleik - þá bakkaði hann aðeins meira aftur.“ Markið skoraði Gylfa eftir að hafa leikið illa á Tarasovs og eftir góðan sprett lét hann vaða. „Ég tók sénsinn og reyndi að klobba miðjumanninn hjá þeim. Það tókst og þá opnaðist mikið pláss fyrir mig. Kolli og Alfreð hlupu í sína hvora áttina og það gaf mér mikinn tíma til að rekja boltann upp að teig hjá þeim. Ég skaut og boltinn fór sem betur fer inn.“ Þetta var sjötta mark Gylfa í undankeppni EM en það er met hjá íslenska liðinu. „Það er frábært að vera búinn að skora sex mörk og hafa náð að hjálpa liðinu að komast á EM. Við eigum einn leik eftir og vonandi kemur eitt mark í viðbót.“ Gylfi segir að þetta breyti engu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Menn ætli sér sigur þar. „Við byrjuðum leikinn vel í dag og vonandi tekst okkur að byrja jafnvel úti í Tyrklandi. En við verðum að láta boltann ganga betur og hraðar á milli manna - taka bara eina, tvær snertingar og láta boltann vinna hratt á milli kanta. Þá á þetta eftir að ganga betur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Fleiri fréttir Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Sjá meira
Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Lettlandi í dag en Gylfi Þór Sigurðsson átti enn einn stórleikinn fyrir íslenska liðið og skoraði síðara mark Íslands eftir glæsilegan sprett frá eigin vallarhelmingi. Lettar komu þó til baka í síðari hálfleik og Gylfi var ekki ánægður með niðurstöðuna. „Við erum drullusvekktir. Það er hálfvandræðalegt að hafa tapað þessu niður svona í seinni hálfleik,“ sagði svekktur Gylfi Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. Hann segir að báðir hálfleikarnir hafi verið svipaðir að hans mati. „Eini munurinn er að Lettarnir nýttu færin sín. Þetta var mjög opinn leikur og kannski eins og körfuboltaleikur á köflum.“ „Það gekk vel að sækja í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikið af færum og nálægt því að komast í dauðafæri. Margir leikmenn tóku sénsinn og fóru fram en þar af leiðandi opnaðist mikið á skyndisóknir fyrir þá. Það er þeirra eini styrkur - að sækja hratt á okkur. Við leyfðum þeim að nýta sér það.“ Hann segir að það hafi ekki verið einbeitingarleysi í hópnum í dag og að strákarnir hafi ætlað sér að vinna leikinn og ekkert annað. „Ég held að það sé gott að fá svona kalda vatnsgusu í andlitið áður en við förum til Frakklands.“ Gylfi skoraði gullfallegt mark sem kom Íslandi í 2-0. „Þetta var gott mark og synd að það telji ekki meira. Ég er auðvitað ánægður með hafa skorað en hefði frekar viljað taka þrjú stig.“ Gylfi fór ítrekað illa með Igors Tarasovs á miðjunni og Gylfi telur réttilega að leikurinn hafi verið erfiður fyrir hann. „Ég held að ég hafi átt fínan leik. Hann var í vandræðum og fékk svo gult spjald í síðari hálfleik - þá bakkaði hann aðeins meira aftur.“ Markið skoraði Gylfa eftir að hafa leikið illa á Tarasovs og eftir góðan sprett lét hann vaða. „Ég tók sénsinn og reyndi að klobba miðjumanninn hjá þeim. Það tókst og þá opnaðist mikið pláss fyrir mig. Kolli og Alfreð hlupu í sína hvora áttina og það gaf mér mikinn tíma til að rekja boltann upp að teig hjá þeim. Ég skaut og boltinn fór sem betur fer inn.“ Þetta var sjötta mark Gylfa í undankeppni EM en það er met hjá íslenska liðinu. „Það er frábært að vera búinn að skora sex mörk og hafa náð að hjálpa liðinu að komast á EM. Við eigum einn leik eftir og vonandi kemur eitt mark í viðbót.“ Gylfi segir að þetta breyti engu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Menn ætli sér sigur þar. „Við byrjuðum leikinn vel í dag og vonandi tekst okkur að byrja jafnvel úti í Tyrklandi. En við verðum að láta boltann ganga betur og hraðar á milli manna - taka bara eina, tvær snertingar og láta boltann vinna hratt á milli kanta. Þá á þetta eftir að ganga betur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Fleiri fréttir Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09
Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn