„Þetta eru mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi,“ sagði Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, hundsvekktur í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, blaðamann Vísis, eftir leikinn.
„Við erum ekki að virka sem lið eins og í byrjun, við vorum miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik. Þeim tókst að nýta bæði færin í seinni hálfleik, þetta var ekki bara okkar klúður heldur vel klárað hjá þeim,“
Ragnar sagði að leikmenn liðsins þyrftu að fara yfir hvað fór úrskeiðis í dag.
„Við þurfum að skoða betur hvað fór úrskeiðis, við vorum of værukærir í seinni hálfleik.“
Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan
Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum.