Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. október 2015 18:00 Gylfi Þór var bestur að mati Vísis. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. Aukaspyrna Gylfa í upphafi leiksins leiddi til fyrsta marks leiksins en og skoraði annað mark leiksins eftir glæsilegan sprett. Þá var Kolbeinn öflugur í leiknum en varnarlína liðsins sem hefur staðið vakt sína með prýði hingað til í keppninni var ekki nægilega góð í dag og spurning hvort fjarvera Kára Árnasonar hafði hafði eitthvað að segja.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Varði tvisvar vel í fyrri hálfleik. Gat lítið gert í mörkunum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Tapaði boltanum á hættulegum stað undir lok fyrri hálfleiks en í kjölfarið fengu Lettar sitt besta færi. Bauð ekki upp á mikið sóknarlega.Kári Árnason, miðvörður - Meiddist snemma leiks og þurfti að fara af velli.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Lenti í meiri vandræðum en oftast í undankeppninni til þessa. Bjargaði sér þó oftast.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Var of seinn að setja pressu á Deniss Rekels í jöfnunarmarki Letta. Gerði lítið fram á við.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Fékk dauðafæri snemma leiks sem hann hefði átt að nýta. Sást lítið í seinni hálfleik.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 5 Góður á boltanum en Lettar fengu alltof oft of mikið pláss milli miðju og varnar. Mikilvægi Arons Einars Gunnarssonar kom bersýnilega í ljós í dag. Fékk þó ekki alltaf mikla hjálp.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Frábær í sóknarleiknum. Skoraði magnað mark og átti skotið sem leiddi til fyrsta marksins. Fíflaði Igors Tarasovs hvað eftir annað. Full kærulaus í varnarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Líflegur og duglegur að vanda. Datt niður í seinni hálfleik eins og allt liðið.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Ákveðinn í að nýta tækifærið í byrjunarliðinu og sanna sig. Útsjónarsamur og skapandi. Hann og Jóhann Berg náðu vel saman. Mjög duglegur og sífellt að bjóða sig. Fór minna fyrir honum í seinni hálfleik.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Komst upp fyrir Ríkharð Jónsson á markalistanum þegar hann kom Íslandi yfir strax á 5. mínútu. Var mjög líflegur og góður í tengispilinu.Varamenn:Sölvi Geir Ottesen 5 (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 18. mínútu) Ekkert sérstök innkoma. Var of langt frá Valerjis Sabala þegar hann jafnaði metin.Eiður Smári Guðjohnsen 6 (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) Tapaði boltanum í aðdraganda jöfnunarmarks Lettlands. Lagði upp gott færi fyrir Kolbein. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. Aukaspyrna Gylfa í upphafi leiksins leiddi til fyrsta marks leiksins en og skoraði annað mark leiksins eftir glæsilegan sprett. Þá var Kolbeinn öflugur í leiknum en varnarlína liðsins sem hefur staðið vakt sína með prýði hingað til í keppninni var ekki nægilega góð í dag og spurning hvort fjarvera Kára Árnasonar hafði hafði eitthvað að segja.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Varði tvisvar vel í fyrri hálfleik. Gat lítið gert í mörkunum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Tapaði boltanum á hættulegum stað undir lok fyrri hálfleiks en í kjölfarið fengu Lettar sitt besta færi. Bauð ekki upp á mikið sóknarlega.Kári Árnason, miðvörður - Meiddist snemma leiks og þurfti að fara af velli.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Lenti í meiri vandræðum en oftast í undankeppninni til þessa. Bjargaði sér þó oftast.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Var of seinn að setja pressu á Deniss Rekels í jöfnunarmarki Letta. Gerði lítið fram á við.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Fékk dauðafæri snemma leiks sem hann hefði átt að nýta. Sást lítið í seinni hálfleik.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 5 Góður á boltanum en Lettar fengu alltof oft of mikið pláss milli miðju og varnar. Mikilvægi Arons Einars Gunnarssonar kom bersýnilega í ljós í dag. Fékk þó ekki alltaf mikla hjálp.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Frábær í sóknarleiknum. Skoraði magnað mark og átti skotið sem leiddi til fyrsta marksins. Fíflaði Igors Tarasovs hvað eftir annað. Full kærulaus í varnarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Líflegur og duglegur að vanda. Datt niður í seinni hálfleik eins og allt liðið.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Ákveðinn í að nýta tækifærið í byrjunarliðinu og sanna sig. Útsjónarsamur og skapandi. Hann og Jóhann Berg náðu vel saman. Mjög duglegur og sífellt að bjóða sig. Fór minna fyrir honum í seinni hálfleik.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Komst upp fyrir Ríkharð Jónsson á markalistanum þegar hann kom Íslandi yfir strax á 5. mínútu. Var mjög líflegur og góður í tengispilinu.Varamenn:Sölvi Geir Ottesen 5 (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 18. mínútu) Ekkert sérstök innkoma. Var of langt frá Valerjis Sabala þegar hann jafnaði metin.Eiður Smári Guðjohnsen 6 (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) Tapaði boltanum í aðdraganda jöfnunarmarks Lettlands. Lagði upp gott færi fyrir Kolbein.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira