Hvað gerir myndlistarmaður og hvers vegna á hann að fá greitt fyrir vinnu sína? Magnús Guðmundsson skrifar 29. október 2015 11:30 Berglind Helgadóttir, verkefnisstjóri Dags myndlistar á vegum SÍM. Visir/Anton Brink Næstkomandi laugardag stendur SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, fyrir Degi myndlistar sem hefur á undanförnum árum skapað sér veigameiri þátt í listviðburðardagatali landsmanna. Berglind Helgadóttir er verkefnisstjóri Dags myndlistar og hún segir að verkefnið hafi verið fært í fastari skorður árið 2015 og umfangið jafnframt aukið. „Markmiðið með Degi myndlistar er að kynna starf myndlistarmannsins fyrir almenningi og kynna jafnframt hversu fjölbreyttur heimur myndlistarinnar er í raun og veru. Við erum með opnar vinnustofur og skólakynningar þar sem listamenn kynna fyrir krökkunum hvað það er sem myndlistarmenn eru að fást við í sínu starfi. Þeir segja frá sínu námi, ferlinum og sýna þeim verk. Í ár eru svo bókasöfnin að taka þátt í fyrsta skipti með því að vekja athygli á myndlistarbókum með ýmsum hætti enda er þar að finna mikinn fróðleik.“ Berglind segir að það sé mikið um að listamenn taki þátt í verkefninu. „Það verða opnar vinnustofur á vegum SÍM á nokkrum stöðum í borginni og svo eru líka myndlistarmenn sem eru með sínar vinnustofur utan SÍM með opið fyrir almenningi. Það er hægt að nálgast upplýsingar um það hvar þessar vinnustofur eru inni á vefnum Dagur myndlistar og það er allt mjög aðgengilegt. Það hefur verið vaxandi straumur hjá okkur á síðustu árum en auðvitað er eftirsóttara að kíkja á suma en aðra. Þetta er einstakt tækifæri til þess að geta labbað inn á svona margar vinnustofur og kynna sér nýja og spennandi listamenn. Í kjölfarið á Degi myndlistar verður farið í herferð á vegum SÍM sem kallast Við borgum myndlistarmönnum. Þar er verið að kynna þá staðreynd að myndlistarmenn fá oft ekki greitt fyrir vinnu sína. Ástæðan er oftar en ekki sú að það er enginn skilningur á því hvað felst í þessu starfi. Að auki hefur verið mikill niðurskurður á fjárframlögum til myndlistarinnar á síðustu árum og það bitnar sérstaklega illa á þeim sem eru ekki að búa til auðseljanleg verk. Bragarbót á þessu hefst með því að veita þekkingu og auka skilning á starfi myndlistarmanna og það er það sem við erum að gera. Og, þar sem fundur Norðurlandaráðs stendur sem hæst þessa dagana, og menn keppast við að stilla sér upp fyrir framan fallegar myndir í sjónvarpsviðtölum, þá vil ég nota tækifærið og skora á þetta góða fólk að bæta nú myndlistarverðlaunum inn í Norrænu verðlaunin. Það er löngu tímabært.“ Myndlist Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Næstkomandi laugardag stendur SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, fyrir Degi myndlistar sem hefur á undanförnum árum skapað sér veigameiri þátt í listviðburðardagatali landsmanna. Berglind Helgadóttir er verkefnisstjóri Dags myndlistar og hún segir að verkefnið hafi verið fært í fastari skorður árið 2015 og umfangið jafnframt aukið. „Markmiðið með Degi myndlistar er að kynna starf myndlistarmannsins fyrir almenningi og kynna jafnframt hversu fjölbreyttur heimur myndlistarinnar er í raun og veru. Við erum með opnar vinnustofur og skólakynningar þar sem listamenn kynna fyrir krökkunum hvað það er sem myndlistarmenn eru að fást við í sínu starfi. Þeir segja frá sínu námi, ferlinum og sýna þeim verk. Í ár eru svo bókasöfnin að taka þátt í fyrsta skipti með því að vekja athygli á myndlistarbókum með ýmsum hætti enda er þar að finna mikinn fróðleik.“ Berglind segir að það sé mikið um að listamenn taki þátt í verkefninu. „Það verða opnar vinnustofur á vegum SÍM á nokkrum stöðum í borginni og svo eru líka myndlistarmenn sem eru með sínar vinnustofur utan SÍM með opið fyrir almenningi. Það er hægt að nálgast upplýsingar um það hvar þessar vinnustofur eru inni á vefnum Dagur myndlistar og það er allt mjög aðgengilegt. Það hefur verið vaxandi straumur hjá okkur á síðustu árum en auðvitað er eftirsóttara að kíkja á suma en aðra. Þetta er einstakt tækifæri til þess að geta labbað inn á svona margar vinnustofur og kynna sér nýja og spennandi listamenn. Í kjölfarið á Degi myndlistar verður farið í herferð á vegum SÍM sem kallast Við borgum myndlistarmönnum. Þar er verið að kynna þá staðreynd að myndlistarmenn fá oft ekki greitt fyrir vinnu sína. Ástæðan er oftar en ekki sú að það er enginn skilningur á því hvað felst í þessu starfi. Að auki hefur verið mikill niðurskurður á fjárframlögum til myndlistarinnar á síðustu árum og það bitnar sérstaklega illa á þeim sem eru ekki að búa til auðseljanleg verk. Bragarbót á þessu hefst með því að veita þekkingu og auka skilning á starfi myndlistarmanna og það er það sem við erum að gera. Og, þar sem fundur Norðurlandaráðs stendur sem hæst þessa dagana, og menn keppast við að stilla sér upp fyrir framan fallegar myndir í sjónvarpsviðtölum, þá vil ég nota tækifærið og skora á þetta góða fólk að bæta nú myndlistarverðlaunum inn í Norrænu verðlaunin. Það er löngu tímabært.“
Myndlist Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira