Bonneau ætlar að snúa aftur fyrir úrslitakeppnina Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 08:30 Bonneau í leik með Njarðvík. Vísir Stefan Bonneau, besti leikmaður Domino's-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur ekkert spilað á þessari leiktíð og verður mögulega ekkert með vegna slitinnar hásinar. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði við Fréttablaðið í gær að hann reiknaði ekki með bakverðinum magnaða á þessari leiktíð. „Endurhæfingin gengur ágætlega,“ sagði Bonneau brosmildur að vanda þegar Fréttablaðið ræddi við hann í Ljónagryfjunni í gær. Hann skokkaði þar rólega um og tók skot með samlanda sínum Marquise Simmons fyrir framan spennta krakka sem fylgdust með hetjunum sínum skjóta á körfurnar í Ljónagryfjunni þegar Haukur Helgi Pálsson var kynntur til leiks sem nýr leikmaður liðsins.Getur orðið fljótari Helsti styrkleiki Bonneau er hraði hans og sprengikraftur. Hann hefur samt engar áhyggjur af því að þessi meiðsli hafi slæm áhrif á hann til framtíðar. „Þeir sem þekkja til í þessu segja að ég gæti verið hægur til að byrja með en maður vinnur svo mikið í þessum eina stað að maður getur jafnvel orðið fljótari en áður. Mér líst vel á það þar sem ég legg alltaf mikið á mig hvort sem er,“ sagði Bonneau, en hvenær býst hann sjálfur við að snúa aftur á parketið? „Ég er að reyna að koma mér í gang fyrir úrslitakeppnina. Það er klárt að ég get komist í stand fyrir hana,“ sagði hann ákveðinn. „Ef við lítum á tímaramma meiðslanna þá ætti ég að vera orðinn klár aðeins fyrir úrslitakeppnina en ég ætla ekki að taka neina áhættu samt.“Meiddist á Íslandi Mikið hefur verið rætt og ritað um hvar Bonneau varð fyrir meiðslunum. Grein á bandarískri vefsíðu sagði hann hafa meitt sig í áhugamannamóti ytra og fannst mörgum skrítið að hann skyldi svo slíta hásin í beinu framhaldi af því á fyrstu æfingu með Njarðvík. „Ég meiddi mig hér. Ég veit að fólk talar mikið um að ég hafi meiðst heima en það gerðist ekki. Þá hefði ég aldrei komið hingað aftur heldur bara verið í endurhæfingu úti og reynt að vera hundrað prósent klár fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Bandaríkjamaðurinn sem var eðlilega svolítið langt niðri þegar hann sleit hásinina rétt fyrir tímabilið. „Ég var mjög hræddur þegar ég meiddist hérna því þetta hefur aldrei komið fyrir mig. Ég vissi að ég þyrfti að passa upp á andlega þáttinn sem ég hef gert, en annars pæli ég ekkert í því sem fólk segir um mig og meiðslin,“ sagði Bonneau. Ein helsta ástæða þess að haldið var að Bonneau hefði meiðst erlendis var umrædd frétt sem bakverðinum smáa en knáa finnst stórfurðuleg. „Ég spilaði í þessu móti en ég meiddist ekkert á hásin þar. Ég meiddist á hné og það var ekki einu sinni á sama fæti og ég sleit hásina. Þess vegna skildi ég ekkert í þessum fréttum,“ sagði hann. Bonneu er virkilega spenntur fyrir komu Hauks Helga Pálssonar sem gekk í raðir Njarðvíkur í gær. Takist Bonneau ætlunarverkið að mæta til leiks fyrir úrslitakeppnina verða Njarðvíkingar með óárennilegt lið. „Ég hef séð hann spila og hann er rosalega góður. Ég var í sjokki þegar ég heyrði að hann væri á leiðinni og vonaði að það væri satt. Hann á svo sannarlega eftir að hjálpa okkur,“ sagði Stefan Bonneau sem getur sjálfur ekki beðið eftir því að komast aftur í gang og reyna að hjálpa Njarðvík að vinna þann stóra í vor. „Mig langar svo mikið að byrja að spila. Ég vil helst bara að meiðslin lagist strax í dag svo ég geti spilað með þessu liði og reynt að hjálpa Njarðvík,“ sagði Stefan Bonneau. – tom Dominos-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Stefan Bonneau, besti leikmaður Domino's-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur ekkert spilað á þessari leiktíð og verður mögulega ekkert með vegna slitinnar hásinar. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði við Fréttablaðið í gær að hann reiknaði ekki með bakverðinum magnaða á þessari leiktíð. „Endurhæfingin gengur ágætlega,“ sagði Bonneau brosmildur að vanda þegar Fréttablaðið ræddi við hann í Ljónagryfjunni í gær. Hann skokkaði þar rólega um og tók skot með samlanda sínum Marquise Simmons fyrir framan spennta krakka sem fylgdust með hetjunum sínum skjóta á körfurnar í Ljónagryfjunni þegar Haukur Helgi Pálsson var kynntur til leiks sem nýr leikmaður liðsins.Getur orðið fljótari Helsti styrkleiki Bonneau er hraði hans og sprengikraftur. Hann hefur samt engar áhyggjur af því að þessi meiðsli hafi slæm áhrif á hann til framtíðar. „Þeir sem þekkja til í þessu segja að ég gæti verið hægur til að byrja með en maður vinnur svo mikið í þessum eina stað að maður getur jafnvel orðið fljótari en áður. Mér líst vel á það þar sem ég legg alltaf mikið á mig hvort sem er,“ sagði Bonneau, en hvenær býst hann sjálfur við að snúa aftur á parketið? „Ég er að reyna að koma mér í gang fyrir úrslitakeppnina. Það er klárt að ég get komist í stand fyrir hana,“ sagði hann ákveðinn. „Ef við lítum á tímaramma meiðslanna þá ætti ég að vera orðinn klár aðeins fyrir úrslitakeppnina en ég ætla ekki að taka neina áhættu samt.“Meiddist á Íslandi Mikið hefur verið rætt og ritað um hvar Bonneau varð fyrir meiðslunum. Grein á bandarískri vefsíðu sagði hann hafa meitt sig í áhugamannamóti ytra og fannst mörgum skrítið að hann skyldi svo slíta hásin í beinu framhaldi af því á fyrstu æfingu með Njarðvík. „Ég meiddi mig hér. Ég veit að fólk talar mikið um að ég hafi meiðst heima en það gerðist ekki. Þá hefði ég aldrei komið hingað aftur heldur bara verið í endurhæfingu úti og reynt að vera hundrað prósent klár fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Bandaríkjamaðurinn sem var eðlilega svolítið langt niðri þegar hann sleit hásinina rétt fyrir tímabilið. „Ég var mjög hræddur þegar ég meiddist hérna því þetta hefur aldrei komið fyrir mig. Ég vissi að ég þyrfti að passa upp á andlega þáttinn sem ég hef gert, en annars pæli ég ekkert í því sem fólk segir um mig og meiðslin,“ sagði Bonneau. Ein helsta ástæða þess að haldið var að Bonneau hefði meiðst erlendis var umrædd frétt sem bakverðinum smáa en knáa finnst stórfurðuleg. „Ég spilaði í þessu móti en ég meiddist ekkert á hásin þar. Ég meiddist á hné og það var ekki einu sinni á sama fæti og ég sleit hásina. Þess vegna skildi ég ekkert í þessum fréttum,“ sagði hann. Bonneu er virkilega spenntur fyrir komu Hauks Helga Pálssonar sem gekk í raðir Njarðvíkur í gær. Takist Bonneau ætlunarverkið að mæta til leiks fyrir úrslitakeppnina verða Njarðvíkingar með óárennilegt lið. „Ég hef séð hann spila og hann er rosalega góður. Ég var í sjokki þegar ég heyrði að hann væri á leiðinni og vonaði að það væri satt. Hann á svo sannarlega eftir að hjálpa okkur,“ sagði Stefan Bonneau sem getur sjálfur ekki beðið eftir því að komast aftur í gang og reyna að hjálpa Njarðvík að vinna þann stóra í vor. „Mig langar svo mikið að byrja að spila. Ég vil helst bara að meiðslin lagist strax í dag svo ég geti spilað með þessu liði og reynt að hjálpa Njarðvík,“ sagði Stefan Bonneau. – tom
Dominos-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira