Gunnar: Samkeppni er öllum holl Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. október 2015 06:00 Færeyingurinn Gunnar Nielsen er afar kátur með að vera kominn í Krikann þar sem hann ætlar sér að verða aðalmarkvörður liðsins. fréttablaðið/stefán „Ég sagði Stjörnunni frá minni ákvörðun að fara fyrir nokkrum dögum síðan. Þegar FH hafði samband gengu hlutirnir fljótt fyrir sig og ég er mjög spenntur að vera kominn hingað,“ segir Færeyingurinn Gunnar Nielsen sem skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH. FH tilkynnti einnig í gær að varnarmaðurinn Kassim Doumbia hefði framlengt við félagið til tveggja ára og að fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson hefði skrifað undir nýjan þriggja ára samning. Nielsen kemur til félagsins frá Stjörnunni þar sem hann lék vel síðasta sumar. Færeyingurinn er þrautreyndur markvörður. Orðinn 29 ára gamall og var meðal annars á mála hjá Man. City í þrjú ár. „Ég var með nokkra möguleika í stöðunni. Bæði frá íslenskum liðum sem og erlendum. Ég hef prófað ýmislegt erlendis og ætlaði ekki að segja já við hverju sem er. FH er gott félag og ég er mjög ánægður með að hafa samið við FH.“ Er Gunnar tilkynnti að hann væri á förum frá Stjörnunni talaði hann afar fallega um félagið. Af hverju var hann þá að fara í FH? Fær hann betri samning þar? „Í fótbolta þarf að skoða tilboðin sem eru á borðinu. Bæði hvað varðar fótboltann og fjármálin. Ég held að allir geti verið sammála um að FH er líklega stærsta félagið á Íslandi í dag. Það var mjög freistandi að koma hingað, berjast um titilinn og vonandi gera það líka gott í Evrópukeppninni. Allur pakkinn var heillandi og ég hef ekkert á móti Stjörnunni og þetta var bara ákvörðun sem knattspyrnumaður þurfti að taka. Ég naut tímans þar og aðskilnaður þarf ekki alltaf að vera á slæmum nótum.“ Það verður væntanlega samkeppni um markvarðarstöðuna þar sem FH segist vera nálægt því að semja við Róbert Örn Óskarsson sem hefur staðið á milli stanganna hjá félaginu síðustu árin. „Ég hef verið hjá stórum félögum og veit allt um samkeppni. Hún er hluti af íþróttinni. Ef hann verður áfram þá vonandi náum við að vinna vel saman. Ég er klár í samkeppni. Mitt hlutverk er bara að hugsa vel um sjálfan mig og leggja mig fram.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum í góðu skapi. Kominn með nýjan markvörð og tveir lykilmenn búnir að framlengja við félagið. „Við töldum vera þörf á því að fá samkeppni um markvarðarstöðuna. Það er samkeppni um aðrar stöður hjá FH og við viljum hafa það líka í þessari stöðu. Gunnar var á lausu og mér fannst hann standa sig vel hjá Stjörnunni,“ segir Heimir en hann vill halda Róberti Erni hjá félaginu. Hann þvertekur fyrir að þessi nýjasta viðbót sé vantraustsyfirlýsing í garð Róberts. „Ef það er ekki samkeppni þá eiga leikmenn það til að slappa aðeins af. Sama í hvaða stöðu það er. Samkeppni er öllum holl.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
„Ég sagði Stjörnunni frá minni ákvörðun að fara fyrir nokkrum dögum síðan. Þegar FH hafði samband gengu hlutirnir fljótt fyrir sig og ég er mjög spenntur að vera kominn hingað,“ segir Færeyingurinn Gunnar Nielsen sem skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH. FH tilkynnti einnig í gær að varnarmaðurinn Kassim Doumbia hefði framlengt við félagið til tveggja ára og að fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson hefði skrifað undir nýjan þriggja ára samning. Nielsen kemur til félagsins frá Stjörnunni þar sem hann lék vel síðasta sumar. Færeyingurinn er þrautreyndur markvörður. Orðinn 29 ára gamall og var meðal annars á mála hjá Man. City í þrjú ár. „Ég var með nokkra möguleika í stöðunni. Bæði frá íslenskum liðum sem og erlendum. Ég hef prófað ýmislegt erlendis og ætlaði ekki að segja já við hverju sem er. FH er gott félag og ég er mjög ánægður með að hafa samið við FH.“ Er Gunnar tilkynnti að hann væri á förum frá Stjörnunni talaði hann afar fallega um félagið. Af hverju var hann þá að fara í FH? Fær hann betri samning þar? „Í fótbolta þarf að skoða tilboðin sem eru á borðinu. Bæði hvað varðar fótboltann og fjármálin. Ég held að allir geti verið sammála um að FH er líklega stærsta félagið á Íslandi í dag. Það var mjög freistandi að koma hingað, berjast um titilinn og vonandi gera það líka gott í Evrópukeppninni. Allur pakkinn var heillandi og ég hef ekkert á móti Stjörnunni og þetta var bara ákvörðun sem knattspyrnumaður þurfti að taka. Ég naut tímans þar og aðskilnaður þarf ekki alltaf að vera á slæmum nótum.“ Það verður væntanlega samkeppni um markvarðarstöðuna þar sem FH segist vera nálægt því að semja við Róbert Örn Óskarsson sem hefur staðið á milli stanganna hjá félaginu síðustu árin. „Ég hef verið hjá stórum félögum og veit allt um samkeppni. Hún er hluti af íþróttinni. Ef hann verður áfram þá vonandi náum við að vinna vel saman. Ég er klár í samkeppni. Mitt hlutverk er bara að hugsa vel um sjálfan mig og leggja mig fram.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum í góðu skapi. Kominn með nýjan markvörð og tveir lykilmenn búnir að framlengja við félagið. „Við töldum vera þörf á því að fá samkeppni um markvarðarstöðuna. Það er samkeppni um aðrar stöður hjá FH og við viljum hafa það líka í þessari stöðu. Gunnar var á lausu og mér fannst hann standa sig vel hjá Stjörnunni,“ segir Heimir en hann vill halda Róberti Erni hjá félaginu. Hann þvertekur fyrir að þessi nýjasta viðbót sé vantraustsyfirlýsing í garð Róberts. „Ef það er ekki samkeppni þá eiga leikmenn það til að slappa aðeins af. Sama í hvaða stöðu það er. Samkeppni er öllum holl.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira