Tekjur af ferðamönnum mun lægri en talið var Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2015 07:00 Ferðamönnum á Íslandi fer fjölgandi og talið að tekjur af komu erlendra ferðamanna verði um 350 milljarðar á þessu ári. Fréttablaðið/Pjetur Tekjur af erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands eru stórlega ofmetnar að mati sérfræðinga við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Tekjur af erlendum ferðamönnum eru aðeins tæp 60 prósent af þeim upphæðum sem gefnar hafa verið upp til þessa. Þannig eru bæði stóriðja og sjávarútvegur stærri útflutningsgreinar en ferðaþjónustan. Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er lögð áhersla á áreiðanleg gögn um stöðu ferðaþjónustunnar. Hefur verið talað um að tekjur af ferðaþjónustu geti numið um 1.000 milljörðum árið 2030. Í rauninni eru aðeins 60 prósent þessa tekjur af komu erlendra ferðamanna. Hin 40 prósentin verða til erlendis. Í vegvísinum er aðeins fjallað um innlenda þætti ferðaþjónustunnar.Edward HuijbensDr. Edward Hákon Huijbens og Dr. Cristi Frent segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að heppilegra sé að ræða um tekjur af erlendum ferðamönnum í stað útflutningstekna ferðaþjónustu. Sú mynd sem sé sett upp sé villandi og samræmist ekki alþjóðlegum stöðlum. „Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum,“ segir í grein þeirra. „Við höfum verið að horfa upp á kapphlaup um að ferðaþjónustan sé stærst og best. Þannig fer hún áfram með stærstu mögulegu tölurnar í tekjum til þjóðarbúsins. Það getur þýtt í stóra samhenginu að menn fari í of miklar fjárfestingar því þeir telji meiri fjármuni í innlendri ferðaþjónustu en er í rauninni,“ segir Edward Hákon. „Við skiljum ekki af hverju stjórnstöð ferðamála setur þetta svona fram. Af hverju er þörf á því að vera með rangar tölur. Stjórnvöld vita að tölur þeirra eru ekki réttar. Að mínu mati er þetta ekki fölsun heldur skilningsleysi stjórnvalda.“Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessar tölur ekki geta valdið ofþenslu eða offjárfestingu í greininni. „Innlendir fjárfestar skoða vel þær tölulegu upplýsingar og gögn sem fyrir liggja hverju sinni. Fjárfesting í hótelbyggingum fer til að mynda almennt eftir tölum og spám um fjölda erlendra ferðamanna á viðkomandi stað, upplýsingum um önnur hótel á því svæði og öðru slíku,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ég treysti markaðnum til að taka réttar ákvarðanir, en hins vegar hefur markaðurinn lengi kallað eftir frekari rannsóknum og framleiðslu tölfræðiupplýsinga til að byggja ákvarðanir sínar á.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Tekjur af erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands eru stórlega ofmetnar að mati sérfræðinga við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Tekjur af erlendum ferðamönnum eru aðeins tæp 60 prósent af þeim upphæðum sem gefnar hafa verið upp til þessa. Þannig eru bæði stóriðja og sjávarútvegur stærri útflutningsgreinar en ferðaþjónustan. Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er lögð áhersla á áreiðanleg gögn um stöðu ferðaþjónustunnar. Hefur verið talað um að tekjur af ferðaþjónustu geti numið um 1.000 milljörðum árið 2030. Í rauninni eru aðeins 60 prósent þessa tekjur af komu erlendra ferðamanna. Hin 40 prósentin verða til erlendis. Í vegvísinum er aðeins fjallað um innlenda þætti ferðaþjónustunnar.Edward HuijbensDr. Edward Hákon Huijbens og Dr. Cristi Frent segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að heppilegra sé að ræða um tekjur af erlendum ferðamönnum í stað útflutningstekna ferðaþjónustu. Sú mynd sem sé sett upp sé villandi og samræmist ekki alþjóðlegum stöðlum. „Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum,“ segir í grein þeirra. „Við höfum verið að horfa upp á kapphlaup um að ferðaþjónustan sé stærst og best. Þannig fer hún áfram með stærstu mögulegu tölurnar í tekjum til þjóðarbúsins. Það getur þýtt í stóra samhenginu að menn fari í of miklar fjárfestingar því þeir telji meiri fjármuni í innlendri ferðaþjónustu en er í rauninni,“ segir Edward Hákon. „Við skiljum ekki af hverju stjórnstöð ferðamála setur þetta svona fram. Af hverju er þörf á því að vera með rangar tölur. Stjórnvöld vita að tölur þeirra eru ekki réttar. Að mínu mati er þetta ekki fölsun heldur skilningsleysi stjórnvalda.“Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessar tölur ekki geta valdið ofþenslu eða offjárfestingu í greininni. „Innlendir fjárfestar skoða vel þær tölulegu upplýsingar og gögn sem fyrir liggja hverju sinni. Fjárfesting í hótelbyggingum fer til að mynda almennt eftir tölum og spám um fjölda erlendra ferðamanna á viðkomandi stað, upplýsingum um önnur hótel á því svæði og öðru slíku,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ég treysti markaðnum til að taka réttar ákvarðanir, en hins vegar hefur markaðurinn lengi kallað eftir frekari rannsóknum og framleiðslu tölfræðiupplýsinga til að byggja ákvarðanir sínar á.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira