Mitsubishi með meiri veltu en minni hagnað Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2015 14:33 Mitsubishi Outlander PHEV. Það fer ekki alltaf saman aukin velta og aukinn hagnaður og það sannast í tilfelli Mitsubishi á þriðja ársfjórðungi þessa árs, sem lauk 30. september. Hagnaður fyrirtækisns minnkaði um 14% þrátt fyrir 9,2% aukningu í veltu á milli ára. Hagnaðurinn nam 29,2 milljörðum króna en veltan 591,4 milljörðum. Því er hagnaður af veltu nú um 4,9%, sem telst alveg viðunandi í bílageiranum, en er þó ekki viðlíka hár og í tilfelli t.d. Porsche og Audi. Mitsubishi segir að ástæða falls í hagnaði megi rekja til aukins kostnaður tengdum gæðamálum og innköllunum bíla. Sala Mitsubishi jókst á þessum ársfjórðungi í Bandaríkjunum og vesturhluta Evrópu, en minnkaði reyndar í Evrópu allri og Asíu og þar með talið í heimalandinu Japan. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent
Það fer ekki alltaf saman aukin velta og aukinn hagnaður og það sannast í tilfelli Mitsubishi á þriðja ársfjórðungi þessa árs, sem lauk 30. september. Hagnaður fyrirtækisns minnkaði um 14% þrátt fyrir 9,2% aukningu í veltu á milli ára. Hagnaðurinn nam 29,2 milljörðum króna en veltan 591,4 milljörðum. Því er hagnaður af veltu nú um 4,9%, sem telst alveg viðunandi í bílageiranum, en er þó ekki viðlíka hár og í tilfelli t.d. Porsche og Audi. Mitsubishi segir að ástæða falls í hagnaði megi rekja til aukins kostnaður tengdum gæðamálum og innköllunum bíla. Sala Mitsubishi jókst á þessum ársfjórðungi í Bandaríkjunum og vesturhluta Evrópu, en minnkaði reyndar í Evrópu allri og Asíu og þar með talið í heimalandinu Japan.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent