GM innkallar 1,4 milljón bíla vegna olíuleka Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2015 15:29 3,8 lítra V6 vél General Motors. Autoblog General Motors hefur innkallað 1.411.332 bíla vegna olíuleka sem leitt getur til eldhættu. Eru 1.283.340 þeirra í Bandaríkjunum. Allir þessir bílar eru með sömu 3,8 lítra V6 vélina. Eru þær í bílgerðunum Pontiac Grand Prix frá 1997 til 2004, Chevrolet Impala frá 2000 til 2004, Chevrolet Lumina frá 1998 til 1999, Chevrolet Monte Carlo frá 1998 til 2004, Oldsmobile Intrique frá 1998 til 1999 og Buick Regal frá 1997 til 2004. Olía frá vélum þessara bíla getur lekið á pústgreinar þeirra og í henni kviknað. Skráð eru 1.345 slík tilfelli frá síðustu 6 árum og hafa 19 þeirra valdið minniháttar slysum, en engum dauðsföllum. Þessi innköllun nú er sú fjórða vegna þessa galla og tók ein þeirra til 1,5 milljóna bíla. Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent
General Motors hefur innkallað 1.411.332 bíla vegna olíuleka sem leitt getur til eldhættu. Eru 1.283.340 þeirra í Bandaríkjunum. Allir þessir bílar eru með sömu 3,8 lítra V6 vélina. Eru þær í bílgerðunum Pontiac Grand Prix frá 1997 til 2004, Chevrolet Impala frá 2000 til 2004, Chevrolet Lumina frá 1998 til 1999, Chevrolet Monte Carlo frá 1998 til 2004, Oldsmobile Intrique frá 1998 til 1999 og Buick Regal frá 1997 til 2004. Olía frá vélum þessara bíla getur lekið á pústgreinar þeirra og í henni kviknað. Skráð eru 1.345 slík tilfelli frá síðustu 6 árum og hafa 19 þeirra valdið minniháttar slysum, en engum dauðsföllum. Þessi innköllun nú er sú fjórða vegna þessa galla og tók ein þeirra til 1,5 milljóna bíla.
Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent