Nýtt rúgbrauð frá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2015 16:51 21. aldar útgáfa rúgbrauðsins. Autocar Volkswagen mun sýna nýja gerð rúgbrauðsins fræga á Consumer Electronics Show í janúar næstkomandi. Nýja rúgbrauðið mun fást sem rafmagnsbíll með 400 km drægni, en einnig með bensín- og dísilvélum. Bíllinn sem sýndur verður á sýningunni verður tilraunabíll, en ekki endanleg útfærsla bílsins, en stefnan hjá Volkswagen er að framleiðsla á bílnum muni hefjast árið 2017. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Volkswagen ýjar að nýju rúgbrauði, eða að minnsta kosti frá árinu 2001. Það ár kynnti Volkswagen slíkan bíl í Detroit, en ekki varð af framleiðslu hans. Annar tilraunabíll birtist svo árið 2011 og fékk hann gælunafnið Bulli, en hann komst ekki frekar á framleiðslulínu fyrirtækisins. Vonandi kemst þessi nýi tilraunabíll í framleiðslu, en vafalaust munu margir aðdáendur rúgbrauðsins fagna því. Rúgbrauðið var framleitt samfellt í 63 ár en bíllinn var framleiddur víða um heiminn, en síðustu bílarnir rúlluðu af færiböndum Volkswagen í Brasilíu árið 2013. Ef af framleiðslu nýs rúgbrauðs verður, mun bílinn verða settur saman í Mexíkó, en þar er einnig Bjallan framleidd. Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent
Volkswagen mun sýna nýja gerð rúgbrauðsins fræga á Consumer Electronics Show í janúar næstkomandi. Nýja rúgbrauðið mun fást sem rafmagnsbíll með 400 km drægni, en einnig með bensín- og dísilvélum. Bíllinn sem sýndur verður á sýningunni verður tilraunabíll, en ekki endanleg útfærsla bílsins, en stefnan hjá Volkswagen er að framleiðsla á bílnum muni hefjast árið 2017. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Volkswagen ýjar að nýju rúgbrauði, eða að minnsta kosti frá árinu 2001. Það ár kynnti Volkswagen slíkan bíl í Detroit, en ekki varð af framleiðslu hans. Annar tilraunabíll birtist svo árið 2011 og fékk hann gælunafnið Bulli, en hann komst ekki frekar á framleiðslulínu fyrirtækisins. Vonandi kemst þessi nýi tilraunabíll í framleiðslu, en vafalaust munu margir aðdáendur rúgbrauðsins fagna því. Rúgbrauðið var framleitt samfellt í 63 ár en bíllinn var framleiddur víða um heiminn, en síðustu bílarnir rúlluðu af færiböndum Volkswagen í Brasilíu árið 2013. Ef af framleiðslu nýs rúgbrauðs verður, mun bílinn verða settur saman í Mexíkó, en þar er einnig Bjallan framleidd.
Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent