Lagarfljótsormurinn með stjörnustæla Eirik Sördal skrifar 26. október 2015 14:00 Hindurvitni er nýr íslenskur fræðslu- og skemmtiþáttur um hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. Í síðasta þætti leiddi Þorvaldur Davíð Kristjánsson áhorfendur Stöðvar 2 í allan sannleika um fjölbreytni íslenskra skrímsla og kynjaskepna. Einnig var leitað álits Arngríms Vídalín, þjóð- og skrímslafræðings, og Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, líffræðings, á hinum svokölluðu duldýrum. Í þættinum er meðal annars fjallað um tilurð Lagarflótsormsins og sagt frá störfum sannleiksnefndar sem Fljótsdalshérað setti á laggirnar til að úrskurða um tilvist þekktasta skrímslis Íslands. Hróður hans hefur borist út fyrir landsteinana því minnst var á orminn í X-Files þáttaröðinni á tíunda áratugnum. Frægð hans jókst þó til muna þegar myndband Hjartar Kjerúlfs, bónda, sprengdi internetið fyrir nokkrum árum. Er Lagarfljótsormurinn orðinn of góður með sig? Eða eru önnur íslensk skrímsli, líkt og Nykurinn, Þorgeirsboli og Skeljaskrímslið kannski öfundsjúk vegna hinnar nýfengnu heimsfrægðar ormsins? Hér fyrir ofan má sjá brot úr þættinum þar sem íslensku skrímslin eru meðal annars túlkuð með brúðum sem Þorvaldur Gunnarsson hannaði og leikstýrði. Raddir skrímslanna eru Fanney Birna Jónsdóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Ómar Örn Bjarnþórsson og Tryggvi Ólafsson. Hrund Atladóttir gerði grafík.Hindurvitni er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudögum klukkan 20.35. Í þætti kvöldsins mun Þorvaldur skoða sérstöðu íslenskra álfa með nýstárlegum hætti. Þættirnir verða alls sex talsins. Tengdar fréttir Þorvaldur Davíð og Hrafntinna flott í frumsýningarpartíi Frumsýningarpartí fyrir nýja sjónvarpsþáttinn Hindurvitni var haldið í kvöld. 19. október 2015 21:30 Vildi hætta í leiklistinni og fór í byggingavinnu Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók nýlega að sér hlutverk þáttagerðarmanns í sjónvarpi ásamt félaga sínum Eirik Sördal og Hrafntinnu Karlsdóttur, unnustu sinni. Hugmyndin var að skoða hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. 11. september 2015 10:00 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hindurvitni er nýr íslenskur fræðslu- og skemmtiþáttur um hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. Í síðasta þætti leiddi Þorvaldur Davíð Kristjánsson áhorfendur Stöðvar 2 í allan sannleika um fjölbreytni íslenskra skrímsla og kynjaskepna. Einnig var leitað álits Arngríms Vídalín, þjóð- og skrímslafræðings, og Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, líffræðings, á hinum svokölluðu duldýrum. Í þættinum er meðal annars fjallað um tilurð Lagarflótsormsins og sagt frá störfum sannleiksnefndar sem Fljótsdalshérað setti á laggirnar til að úrskurða um tilvist þekktasta skrímslis Íslands. Hróður hans hefur borist út fyrir landsteinana því minnst var á orminn í X-Files þáttaröðinni á tíunda áratugnum. Frægð hans jókst þó til muna þegar myndband Hjartar Kjerúlfs, bónda, sprengdi internetið fyrir nokkrum árum. Er Lagarfljótsormurinn orðinn of góður með sig? Eða eru önnur íslensk skrímsli, líkt og Nykurinn, Þorgeirsboli og Skeljaskrímslið kannski öfundsjúk vegna hinnar nýfengnu heimsfrægðar ormsins? Hér fyrir ofan má sjá brot úr þættinum þar sem íslensku skrímslin eru meðal annars túlkuð með brúðum sem Þorvaldur Gunnarsson hannaði og leikstýrði. Raddir skrímslanna eru Fanney Birna Jónsdóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Ómar Örn Bjarnþórsson og Tryggvi Ólafsson. Hrund Atladóttir gerði grafík.Hindurvitni er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudögum klukkan 20.35. Í þætti kvöldsins mun Þorvaldur skoða sérstöðu íslenskra álfa með nýstárlegum hætti. Þættirnir verða alls sex talsins.
Tengdar fréttir Þorvaldur Davíð og Hrafntinna flott í frumsýningarpartíi Frumsýningarpartí fyrir nýja sjónvarpsþáttinn Hindurvitni var haldið í kvöld. 19. október 2015 21:30 Vildi hætta í leiklistinni og fór í byggingavinnu Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók nýlega að sér hlutverk þáttagerðarmanns í sjónvarpi ásamt félaga sínum Eirik Sördal og Hrafntinnu Karlsdóttur, unnustu sinni. Hugmyndin var að skoða hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. 11. september 2015 10:00 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þorvaldur Davíð og Hrafntinna flott í frumsýningarpartíi Frumsýningarpartí fyrir nýja sjónvarpsþáttinn Hindurvitni var haldið í kvöld. 19. október 2015 21:30
Vildi hætta í leiklistinni og fór í byggingavinnu Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók nýlega að sér hlutverk þáttagerðarmanns í sjónvarpi ásamt félaga sínum Eirik Sördal og Hrafntinnu Karlsdóttur, unnustu sinni. Hugmyndin var að skoða hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. 11. september 2015 10:00