Sport

Ofurhelgi íshokkímanna fer fram í Reykjavík um helgina og það er ókeypis inn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik Esju og Bjarnarins
Úr leik Esju og Bjarnarins Mynd/Gunnar Jónatansson
Það verður nóg að gera í íshokkíinu í Reykjavík um helgina en öll lið deildarinnar munu þá leika þrjá leiki og það er ókeypis inn á alla leikina. Þetta er svokölluð Ofurhelgi á íslandsmótinu í íshokkí.

Alls fara fram sex leikir á föstudag, laugardag og sunnudag en þeir verða spilaðir bæði í Skautahöllinni í Laugardal sem og í Egilshöllinni.

Tveir leikir fara fram í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld og hefst sá fyrri klukkan sex.

Til að gefa sem flestum tækifæri á að kynna sér íþróttina hefur Íshokkísamband Íslands ásamt aðildarfélögum og samstarfsaðilum ákveðið að ókeypis verði á alla leiki helgarinnar.

Á heildina litið hefur deildin verið jöfn og minni styrkleikamunur í henni en oft áður. Leikirnir eru því ekki fyrirsjáanlegir og erfitt að spá fyrir um úrslit í leikjum helgarinnar.  Félagaskiptagluggi fyrir erlenda leikmenn lokar 1. nóvember næstkomandi en nú þegar leika sjö erlendir leikmenn í deildinni.

Landslið Íslands í íshokkí hafa á undanförnum árum verið í sókn en næsta landsliðsverkefni er eftir tvær vikur þegar karlalandsliðið heldur til Spánar til að leika á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Seúl í Suður-Kóreu 2018.



Dagskráin er eftirfarandi:

Föstudagur 23.10.2015 Skautahöllin í Laugardal

SR - Björninn kl. 18:00

Esja - SA Víkingar kl. 21:00

Laugardagur 24.10.2015 Egilshöll

Björninn - SA Víkingar kl. 16:30

Esja - SR kl. 19.30

Sunnudagur 25.10.2015 Skautahöllin í Laugardal

SR - SA Víkingar kl. 18.30

Sunnudagur 25.10.2015 Egilshöll

25.10.2015 Björninn - Esja kl. 20.00  



Úr leik SA Víkinga og BjarnarinsMynd/Sigurgeir Haraldsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×