BMW M2 frá Alpha-N er 480 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2015 14:41 Afl BMW M2 í höndum Alpha-N hefur aukist um 110 hestöfl. Jalopnik Breytingafyrirtækið Alpha-N er nú rétt eftir kynningu BMW M2 tilbúið með þessa ofurútgáfu til almennrar sölu. Alpha-N hefur aukið við afl hefðbundins BMW M2 um 110 hestöfl og er þessi litli bíll nú 480 hestöfl. Hann er áfram með N55 sex strokka línuvélina, en Alpha-N hefur tekist að kreista út úr henni öll þessi afköst. Bíllinn hefur að auki fengið heilmikla vindskeiðar og þær að framanverðu auka vindflæði um vélina auk þess að þrýsta bílnum í malbikið. Fjöðrun bílsins er með stillanlegum “coilover” dempurum og á 19 tommu felgunum eru 245 mm dekk að framan og 265 mm að aftan. Ef kaupendur vilja þennan bíl til aksturs á keppnisbrautum má einnig fá bílinn með veltigrind og keppnissætum og ber bíllinn þá nafnið M2 RS Clubsport. Venjulegur BMW M2 er 4,3 sekúndur í 100 en þessi bíll verður sannarlega miklu sneggri, en ekki er ljóst hversu miklu sneggri, rétt eins og með verðið á bílnum. Séður að aftan og í bláum lit. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent
Breytingafyrirtækið Alpha-N er nú rétt eftir kynningu BMW M2 tilbúið með þessa ofurútgáfu til almennrar sölu. Alpha-N hefur aukið við afl hefðbundins BMW M2 um 110 hestöfl og er þessi litli bíll nú 480 hestöfl. Hann er áfram með N55 sex strokka línuvélina, en Alpha-N hefur tekist að kreista út úr henni öll þessi afköst. Bíllinn hefur að auki fengið heilmikla vindskeiðar og þær að framanverðu auka vindflæði um vélina auk þess að þrýsta bílnum í malbikið. Fjöðrun bílsins er með stillanlegum “coilover” dempurum og á 19 tommu felgunum eru 245 mm dekk að framan og 265 mm að aftan. Ef kaupendur vilja þennan bíl til aksturs á keppnisbrautum má einnig fá bílinn með veltigrind og keppnissætum og ber bíllinn þá nafnið M2 RS Clubsport. Venjulegur BMW M2 er 4,3 sekúndur í 100 en þessi bíll verður sannarlega miklu sneggri, en ekki er ljóst hversu miklu sneggri, rétt eins og með verðið á bílnum. Séður að aftan og í bláum lit.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent