Sport

Draumur Cubs dáinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svekkelsi leikmanna Cubs í nótt var mikið.
Svekkelsi leikmanna Cubs í nótt var mikið. vísir/getty
Þeir fóru hratt upp en fallið var líka harkalegt. Chicago Cubs verður ekki hafnaboltameistari í Bandaríkjunum árið 2015 eins og spáð var í myndinni Back to the Future II.

Það varð allt vitlaust í Bandaríkjunum er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum. Fólk trúði á drauma og myndina. Allt í einu var Cubs orðið líklegast til að vinna deildina. Þetta sögufræga félag sem hefur mátt bíða lengst allra atvinnuliða í Bandaríkjunum eftir titli eða 107 ár.

Öll þessi læti virðast hafa verið meira en leikmenn liðsins réðu við því þeim var pakkað saman af NY Mets sem sópaði Cubs í frí. Vann fjóra leiki í röð og nú síðast í nótt, 8-3.

Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2000 sem Mets nær því að komast í úrslitaeinvígið eða World Series.

Andstæðingurinn verður annað hvort Kansas City eða Toronto en Kansas leiðir það einvígi, 3-2.


Tengdar fréttir

Back to the Future II draumurinn að deyja

Á deginum sem Marty McFly átti að koma til ársins 2015 í myndinni Back to the Future II er að verða ljóst að Chicago Cubs mun ekki vinna hafnaboltatitilinn í Bandaríkjunum eins og myndin spáði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×