Sérhannaðir Spark fyrir Domino´s Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2015 09:26 Aðgengi að hitaofnum bílsins er utanfrá. Autoblog Domino´s Pizza í Bandaríkjunum hefur látið Chevrolet og Roush Enterprises sérhanna fyrir sig 100 Chevrolet Spark bíla fyrir sendingaþjónustu sína. Bílarnir eru að því leiti sérstakir að í þeim er aðeins pláss fyrir ökumanninn og restin af plássinu fer í pizzur og hitaofna til að halda þeim heitum allt til afhendingar. Því eru pizzurnar sem sendar verða með þessum bílum funheitar þegar þær berast kaupendum þeirra. Í þessa smávöxnu bíla komast hvorki meira né minna en 80 pizzur og ætti það að duga fyrir stórveislu. Aðgengi að hitaofnunum er utanfrá og vinnuumhverfi sendlanna því þægilegt. Bílarnar eru rækilega merktir í bláum og rauðum lit Domino´s. Undir vélarhlíf þessara bíla er 1,2 lítra bensínvél. Bílarnir 100 verða notaðir í 25 borgum Bandaríkjanna og vafalaust mun þeim fjölga á næstunni. Undrun sætir að ekkert pizzafyrirtæki hafi verið með bíla sem þessa í sinni þjónustu áður. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent
Domino´s Pizza í Bandaríkjunum hefur látið Chevrolet og Roush Enterprises sérhanna fyrir sig 100 Chevrolet Spark bíla fyrir sendingaþjónustu sína. Bílarnir eru að því leiti sérstakir að í þeim er aðeins pláss fyrir ökumanninn og restin af plássinu fer í pizzur og hitaofna til að halda þeim heitum allt til afhendingar. Því eru pizzurnar sem sendar verða með þessum bílum funheitar þegar þær berast kaupendum þeirra. Í þessa smávöxnu bíla komast hvorki meira né minna en 80 pizzur og ætti það að duga fyrir stórveislu. Aðgengi að hitaofnunum er utanfrá og vinnuumhverfi sendlanna því þægilegt. Bílarnar eru rækilega merktir í bláum og rauðum lit Domino´s. Undir vélarhlíf þessara bíla er 1,2 lítra bensínvél. Bílarnir 100 verða notaðir í 25 borgum Bandaríkjanna og vafalaust mun þeim fjölga á næstunni. Undrun sætir að ekkert pizzafyrirtæki hafi verið með bíla sem þessa í sinni þjónustu áður.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent