Toyota innkallar 6,5 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2015 11:17 Ekki alvarleg bilun en stór innköllun engu að síður hjá Toyota. performance edrive.com Toyota þarf að innkalla 6,5 milljón bíla vegna raftenginga í rúðuupphölurum nokkra gerða bíla fyrirtækisins. Bílgerðirnar eru Yaris, Corolla, Camry, Matrix, RAV4, Tundra, Sequoia og Scion xB. Þessir bílar voru framleiddir á tímabilinu ágúst 2005 til ágúst 2006 og janúar 2009 til desember 2010. Bilunin stafar af ónógri einangrun raftenginga í rúðuupphölurum og hefur það í nokkrum tilfellum orðið til þess að eldur kvikni í rafleiðslum í hurðum bílanna. Ekki hefur þetta leitt til banaslysa en tilkynnt hefur verið um 11 bíla þar sem kviknað hefur í og í einu tilfelli brenndi farþegi sig á hendi. Ekki tekur nema um 45 mínútur að laga þennan galla og verða þessir 6,5 milljónir bíla innkallaðir til þess. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Toyota þarf að innkalla 6,5 milljón bíla vegna raftenginga í rúðuupphölurum nokkra gerða bíla fyrirtækisins. Bílgerðirnar eru Yaris, Corolla, Camry, Matrix, RAV4, Tundra, Sequoia og Scion xB. Þessir bílar voru framleiddir á tímabilinu ágúst 2005 til ágúst 2006 og janúar 2009 til desember 2010. Bilunin stafar af ónógri einangrun raftenginga í rúðuupphölurum og hefur það í nokkrum tilfellum orðið til þess að eldur kvikni í rafleiðslum í hurðum bílanna. Ekki hefur þetta leitt til banaslysa en tilkynnt hefur verið um 11 bíla þar sem kviknað hefur í og í einu tilfelli brenndi farþegi sig á hendi. Ekki tekur nema um 45 mínútur að laga þennan galla og verða þessir 6,5 milljónir bíla innkallaðir til þess.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent