Hugarflug og agaður stíll Magnús Guðmundsson skrifar 21. október 2015 11:30 Sigurður Skúlason stendur fyrir Gyrðisvöku í Hannesarholti í kvöld. Sigurður Skúlason hefur sett saman og hyggst flytja um klukkustundar langa dagskrá úr verkum Gyrðis Elíassonar skálds, rithöfundar og þýðanda. „Þetta er nú að eigin frumkvæði sem ég er að standa í þessu en Gyrðir er minn uppáhalds núlifandi íslenski höfundur. Það er nú hvatinn á bak við þetta. Málið með Gyrði er að hann er fyrst og fremst skáld af guðs náð. Hann hefur þvílík yfirburða tök á ritlistinni og hans skáldaæð er svo víðfeðm og botnlaus. Hann sameinar það að hafa að því er virðist takmarkalaust hugarflug og svo mjög agaðan stíl sem er alveg ótrúlega sterk blanda. Það er í rauninni merkilegt að skoða höfundarverk Gyrðis og hversu stórt og fjölbreytilegt það er í ljósi þess að hann er ekki nema fimmtíu og fjögurra ára. Þegar maður fer að kynna sér verk Gyrðis þá áttar maður sig líka fljótlega á því að hann er búinn að lesa alveg gríðarlega mikið. Í framhaldi af því þá er eðlilegt að skoða framlag Gyrðis til íslenskra bókmennta og menningar út frá þýðendaverkinu, þar sem er að finna ljóð, smásögur og skáldsögur, en þar er allt svo vel unnið og vandað. Í þýðingaverkinu er hann að leita uppi verk sem eru ekki endilega efst á vinsældalistum í heiminum en eru engu að síður frábær verk. En það er í raun fyrst og fremst öll þessi vandaða vinna, í þýðingum jafnt sem skáldskap, sem höfðar til mín og eflaust hans lesenda almennt.“ Sigurður ætlar að leggja í að flytja dagskrána einn og sjálfur og það er af mörgu að taka. „Ég játa að það var ekkert auðvelt að velja inn í dagskrána en það var líka afskaplega skemmtileg vinna. Ég reyni að hafa þetta fjölbreytt og mun koma víða við. Það verða þarna ljóð, smásögur, smáprósar, brot úr lengri sögum og svo aðeins að tæpt á þýðingunum. Málið er að maður þarf aðeins að ganga inn í frásagnarstíl Gyrðis og þá kynnist maður mörgum hliðum á þessum verkum. Hann hefur svo mögnuð tök á efni og stíl að stundum er þetta svona eins konar leiðsla sem maður líður inn í en það er líka að finna sársauka og gleði í verkum Gyrðis. Málið er að njóta.“ Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sigurður Skúlason hefur sett saman og hyggst flytja um klukkustundar langa dagskrá úr verkum Gyrðis Elíassonar skálds, rithöfundar og þýðanda. „Þetta er nú að eigin frumkvæði sem ég er að standa í þessu en Gyrðir er minn uppáhalds núlifandi íslenski höfundur. Það er nú hvatinn á bak við þetta. Málið með Gyrði er að hann er fyrst og fremst skáld af guðs náð. Hann hefur þvílík yfirburða tök á ritlistinni og hans skáldaæð er svo víðfeðm og botnlaus. Hann sameinar það að hafa að því er virðist takmarkalaust hugarflug og svo mjög agaðan stíl sem er alveg ótrúlega sterk blanda. Það er í rauninni merkilegt að skoða höfundarverk Gyrðis og hversu stórt og fjölbreytilegt það er í ljósi þess að hann er ekki nema fimmtíu og fjögurra ára. Þegar maður fer að kynna sér verk Gyrðis þá áttar maður sig líka fljótlega á því að hann er búinn að lesa alveg gríðarlega mikið. Í framhaldi af því þá er eðlilegt að skoða framlag Gyrðis til íslenskra bókmennta og menningar út frá þýðendaverkinu, þar sem er að finna ljóð, smásögur og skáldsögur, en þar er allt svo vel unnið og vandað. Í þýðingaverkinu er hann að leita uppi verk sem eru ekki endilega efst á vinsældalistum í heiminum en eru engu að síður frábær verk. En það er í raun fyrst og fremst öll þessi vandaða vinna, í þýðingum jafnt sem skáldskap, sem höfðar til mín og eflaust hans lesenda almennt.“ Sigurður ætlar að leggja í að flytja dagskrána einn og sjálfur og það er af mörgu að taka. „Ég játa að það var ekkert auðvelt að velja inn í dagskrána en það var líka afskaplega skemmtileg vinna. Ég reyni að hafa þetta fjölbreytt og mun koma víða við. Það verða þarna ljóð, smásögur, smáprósar, brot úr lengri sögum og svo aðeins að tæpt á þýðingunum. Málið er að maður þarf aðeins að ganga inn í frásagnarstíl Gyrðis og þá kynnist maður mörgum hliðum á þessum verkum. Hann hefur svo mögnuð tök á efni og stíl að stundum er þetta svona eins konar leiðsla sem maður líður inn í en það er líka að finna sársauka og gleði í verkum Gyrðis. Málið er að njóta.“
Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira