Breytt vinnumarkaðslíkan eða nýtt samfélagslíkan? Skjóðan skrifar 21. október 2015 07:00 Ekkert vinnumarkaðslíkan er í notkun hérlendis – alla vega ekkert sem nein sátt ríkir um. Aðilar hins almenna vinnumarkaðar reka upp harmakvein þegar háskólamenntað fólk krefst leiðréttingar á launakjörum sínum og algerlega er talið fráleitt að hífa laun láglaunafólks svo hátt að fólk eigi raunhæfa möguleika á að lifa af launum sínum. Slíkt veldur allt að sögn of mikilli þenslu í hagkerfinu, sem aftur leiðir til verðbólgu sem allir vita að hækkar verðtryggðu lánin sem flestir burðast með sem myllustein um hálsinn. Þess vegna eru skilaboðin frá aðilum hins almenna vinnumarkaðar, Seðlabankanum og stjórnvöldum skýr; þrátt fyrir að allir séu af vilja gerðir til að lagfæra launakjör háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og láglaunafólks skal fólk sætta sig við örlitla flís því verðtryggingin gleypir allar leiðréttingar og lagfæringar, og gott betur. Allt umfram flísina veldur kjaraskerðingu þegar upp er staðið. Hví skilur fólkið þetta ekki? Kannski ríflega fjögur hundruð milljarða hagnaður nýju bankanna frá hruni, á sama tíma og fólkið hefur mátt herða sultarólar, glepji sýn? Skyldi launaskrið stjórnenda stórfyrirtækja og banka skapa glýju í augum almúgans? Skyldi afhending sameiginlegra þjóðarauðlinda til fámennrar klíku fyrir slikk pirra pupulinn svo mjög að hann ani endalaust út í vinnudeilur? Er þetta kannski bara öfundsýki? Eða er kannski kominn tími til að gera róttækar breytingar; ekki aðeins skipta um vinnumarkaðslíkan heldur ráðast á sjálft samfélagslíkanið? Taka til endurskoðunar hinn svonefnda „samfélagssáttmála“ sem hvort eð er stendur ekki undir nafni þar sem hér er engin sátt. Það sést af síendurteknum vinnudeilum, sem skaða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Nú er Ísland ekki eina landið sem stendur frammi fyrir því að gríðarlegur auður safnast á hendur örfárra á meðan millistéttin breytist í lágstétt og lægst launaða fólkið getur mögulega átt í sig, eða á, eða þak yfir höfuðið – en alls ekki allt í senn. Það réttlætir ekki ástandið hér á landi að aðrir búi við sams konar vanda. Samkeppnisstaða flestra íslenskra fyrirtækja, annarra en útgerðarfyrirtækja og nokkurra stærstu fyrirtækja landsins, er afleit vegna gríðarlega mikils fjármagnskostnaðar. Öll milljarðahundruðin sem renna inn í bankana draga úr getu íslensks atvinnulífs til að greiða mannsæmandi laun á sama tíma og háir vextir og gjaldtaka banka sogar til sín sífellt stærri hluta ráðstöfunartekna almennings. Nýtt vinnumarkaðslíkan á Íslandi hlýtur að byggjast á því að tekið verði á ofurhagnaði banka og markaðslausnir verði notaðar til að verðleggja aðgang að takmörkuðum auðlindum í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Málið snýst ekki um réttlæti eitt og sér heldur ekki síður um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs til framtíðar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Ekkert vinnumarkaðslíkan er í notkun hérlendis – alla vega ekkert sem nein sátt ríkir um. Aðilar hins almenna vinnumarkaðar reka upp harmakvein þegar háskólamenntað fólk krefst leiðréttingar á launakjörum sínum og algerlega er talið fráleitt að hífa laun láglaunafólks svo hátt að fólk eigi raunhæfa möguleika á að lifa af launum sínum. Slíkt veldur allt að sögn of mikilli þenslu í hagkerfinu, sem aftur leiðir til verðbólgu sem allir vita að hækkar verðtryggðu lánin sem flestir burðast með sem myllustein um hálsinn. Þess vegna eru skilaboðin frá aðilum hins almenna vinnumarkaðar, Seðlabankanum og stjórnvöldum skýr; þrátt fyrir að allir séu af vilja gerðir til að lagfæra launakjör háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og láglaunafólks skal fólk sætta sig við örlitla flís því verðtryggingin gleypir allar leiðréttingar og lagfæringar, og gott betur. Allt umfram flísina veldur kjaraskerðingu þegar upp er staðið. Hví skilur fólkið þetta ekki? Kannski ríflega fjögur hundruð milljarða hagnaður nýju bankanna frá hruni, á sama tíma og fólkið hefur mátt herða sultarólar, glepji sýn? Skyldi launaskrið stjórnenda stórfyrirtækja og banka skapa glýju í augum almúgans? Skyldi afhending sameiginlegra þjóðarauðlinda til fámennrar klíku fyrir slikk pirra pupulinn svo mjög að hann ani endalaust út í vinnudeilur? Er þetta kannski bara öfundsýki? Eða er kannski kominn tími til að gera róttækar breytingar; ekki aðeins skipta um vinnumarkaðslíkan heldur ráðast á sjálft samfélagslíkanið? Taka til endurskoðunar hinn svonefnda „samfélagssáttmála“ sem hvort eð er stendur ekki undir nafni þar sem hér er engin sátt. Það sést af síendurteknum vinnudeilum, sem skaða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Nú er Ísland ekki eina landið sem stendur frammi fyrir því að gríðarlegur auður safnast á hendur örfárra á meðan millistéttin breytist í lágstétt og lægst launaða fólkið getur mögulega átt í sig, eða á, eða þak yfir höfuðið – en alls ekki allt í senn. Það réttlætir ekki ástandið hér á landi að aðrir búi við sams konar vanda. Samkeppnisstaða flestra íslenskra fyrirtækja, annarra en útgerðarfyrirtækja og nokkurra stærstu fyrirtækja landsins, er afleit vegna gríðarlega mikils fjármagnskostnaðar. Öll milljarðahundruðin sem renna inn í bankana draga úr getu íslensks atvinnulífs til að greiða mannsæmandi laun á sama tíma og háir vextir og gjaldtaka banka sogar til sín sífellt stærri hluta ráðstöfunartekna almennings. Nýtt vinnumarkaðslíkan á Íslandi hlýtur að byggjast á því að tekið verði á ofurhagnaði banka og markaðslausnir verði notaðar til að verðleggja aðgang að takmörkuðum auðlindum í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Málið snýst ekki um réttlæti eitt og sér heldur ekki síður um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs til framtíðar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira