Innlent

Fara fram á sjálfdæmi borgarstjórnar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kjartan Magnússon, flutningsmaður tillögunnar.
Kjartan Magnússon, flutningsmaður tillögunnar. vísir/vilhelm
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja fram tillögu sem felur það í sér að skora á Alþingi að selja borgarstjórn sjálfdæmi um hvort borgarfulltrúum verði fjölgað eða ekki. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi er flutningsmaður tillögunnar.

Kveðið er á um að fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn skuli vera 23-31 í sveitarfélagi með fleiri en hundrað þúsund íbúa í sveitarstjórnarlögum. Ákvæðið sem um er rætt á að taka gildi í síðasta lagi í lok næsta kjörtímabils borgarstjórnar.

Þegar ákvæðið tekur gildi verður Reykjavíkurborg skylt að fjölga kjörnum borgarfulltrúum um 53 til 107 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×