Vettvangsferð um ókönnuð svæði borgarinnar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. október 2015 09:30 Þær Vala og Ásta Fanney leituðu innblásturs á gleymdum stöðum í borginni ásamt ljósmyndaranum Gulla Má. Vísir/Vilhelm Við köllum þetta ljóðmyndasýningu. Þetta er blanda af ljósmyndum og ljóðum,“ segir skáldið Valgerður Þóroddsdóttir, einn af aðstandendum ljóðmyndasýningarinnar Skúmaskot, en að sýningunni standa auk hennar þau Ásta Fanney Sigurðardóttir skáld og ljósmyndarinn Gulli Már. Sýningin er vettvangsferð um ókönnuð svæði borgarinnar og eru sýningarstaðirnir hundrað götugluggar víðsvegar um borgina, eins konar auglýsingarými. Í verkunum er ljóðum blandað saman við ljósmyndir til þess að varpa ljósi á týnd innri og ytri rými í borginni. „Við fórum saman í vettvangsferðir á staði í Reykjavík sem við annaðhvort áttum ekkert erindi á eða höfðum bara aldrei komið á. Svona gleymdir staðir í borginni. Við löbbuðum um, ræddum saman og Gulli tók myndir,“ segir Valgerður. „Eftir á völdum við myndir og við Ásta sömdum ljóð við ljósmyndirnar.“Hér má sjá eitt af verkunum á sýningunni Skúmaskot.Mynd/GulliMár„Þetta er líka ákveðin tilraun af því að samfélagið er með svo mikla þráhyggju fyrir myndefni og ég hef svona svolítið verið að velta því fyrir mér í minni útgáfu. Spurt mig hvernig á að gera ljóð relevant fyrir samfélag sem er svona gagntekið af hinu sjónræna,“ segir hún og bætir við að þau hafi einnig velt fyrir sér samastað ljóða og ljóðskálda í samfélaginu og ákveðið að setja upp samtal á milli ljósmynda og ljóða. „Flest það myndefni sem kryddar umhverfið er með einhvers konar auglýsingaskilaboðum. Það er alltaf verið að hvetja okkur til þess að neyta einhvers og okkur fannst spennandi að vera með áberandi auglýsingarými þar sem ekkert er til sölu. Skilaboðin eru samt ekki skýr þegar við sjáum myndina. Það er ekkert verið að mata mann. Það var svona tilraunin,“ segir Valgerður. Þríeykið setti verkin upp víðsvegar um borgina og ættu glöggir vegfarendur að berja nokkur þeirra augum þegar keyrt, gengið eða hjólað er um borgina. „Þeir sem ferðast eitthvað um Reykjavík ættu að sjá að minnsta kosti þrjú eða fjögur af þessum ljóðum,“ segir Valgerður en sum ljóðanna standa í auglýsingaskiltum strætóskýla og því vel sýnileg þeim sem nýta sér þann ferðamáta. „Maður myndi aldrei búast við því að sjá ljóð í strætóskýli þannig að það er gaman að troða þeim þangað inn.“ Valgerður segir vissulega hafa tekið talsverðan tíma að setja sýninguna saman en hún verður uppi í viku í viðbót. „Það er gaman að vera með sýningu sem er út um allan bæ en ekki bara í einu rými. Þú þarft ekki einu sinni að gera þér ferð til þess að sjá verkin heldur slysast þú bara til að sjá þau,“ segir hún glöð í bragði að lokum. Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Við köllum þetta ljóðmyndasýningu. Þetta er blanda af ljósmyndum og ljóðum,“ segir skáldið Valgerður Þóroddsdóttir, einn af aðstandendum ljóðmyndasýningarinnar Skúmaskot, en að sýningunni standa auk hennar þau Ásta Fanney Sigurðardóttir skáld og ljósmyndarinn Gulli Már. Sýningin er vettvangsferð um ókönnuð svæði borgarinnar og eru sýningarstaðirnir hundrað götugluggar víðsvegar um borgina, eins konar auglýsingarými. Í verkunum er ljóðum blandað saman við ljósmyndir til þess að varpa ljósi á týnd innri og ytri rými í borginni. „Við fórum saman í vettvangsferðir á staði í Reykjavík sem við annaðhvort áttum ekkert erindi á eða höfðum bara aldrei komið á. Svona gleymdir staðir í borginni. Við löbbuðum um, ræddum saman og Gulli tók myndir,“ segir Valgerður. „Eftir á völdum við myndir og við Ásta sömdum ljóð við ljósmyndirnar.“Hér má sjá eitt af verkunum á sýningunni Skúmaskot.Mynd/GulliMár„Þetta er líka ákveðin tilraun af því að samfélagið er með svo mikla þráhyggju fyrir myndefni og ég hef svona svolítið verið að velta því fyrir mér í minni útgáfu. Spurt mig hvernig á að gera ljóð relevant fyrir samfélag sem er svona gagntekið af hinu sjónræna,“ segir hún og bætir við að þau hafi einnig velt fyrir sér samastað ljóða og ljóðskálda í samfélaginu og ákveðið að setja upp samtal á milli ljósmynda og ljóða. „Flest það myndefni sem kryddar umhverfið er með einhvers konar auglýsingaskilaboðum. Það er alltaf verið að hvetja okkur til þess að neyta einhvers og okkur fannst spennandi að vera með áberandi auglýsingarými þar sem ekkert er til sölu. Skilaboðin eru samt ekki skýr þegar við sjáum myndina. Það er ekkert verið að mata mann. Það var svona tilraunin,“ segir Valgerður. Þríeykið setti verkin upp víðsvegar um borgina og ættu glöggir vegfarendur að berja nokkur þeirra augum þegar keyrt, gengið eða hjólað er um borgina. „Þeir sem ferðast eitthvað um Reykjavík ættu að sjá að minnsta kosti þrjú eða fjögur af þessum ljóðum,“ segir Valgerður en sum ljóðanna standa í auglýsingaskiltum strætóskýla og því vel sýnileg þeim sem nýta sér þann ferðamáta. „Maður myndi aldrei búast við því að sjá ljóð í strætóskýli þannig að það er gaman að troða þeim þangað inn.“ Valgerður segir vissulega hafa tekið talsverðan tíma að setja sýninguna saman en hún verður uppi í viku í viðbót. „Það er gaman að vera með sýningu sem er út um allan bæ en ekki bara í einu rými. Þú þarft ekki einu sinni að gera þér ferð til þess að sjá verkin heldur slysast þú bara til að sjá þau,“ segir hún glöð í bragði að lokum.
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira