Markvörður Víkings lét flúra á sig Batman: „Mömmu fannst þetta heimska fyrst“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2015 14:45 Thomas Nielsen er nú með Batman á handleggnum. vísir/andri marinó/tom/úr einkasafni „Ég held mikið upp á Batman,“ segir Thomas Nielsen, markvörður Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta við Vísi. Daninn ungi er mikill áhugamaður um rökkurriddarann og er ávallt í Batman-bol undir markvarðartreyjunni þegar hann spilar eins og sjá má á myndinni hér að ofan. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ofurhetjum þannig þegar ég sá þennan bol varð ég bara að kaupa hann,“ segir Nielsen eldhress. Markvörðurinn tók áhuga sinn um Leðurblökumanninn á næsta stig í gær þegar hann lét flúra mynd af honum á upphandleggsvöðvann. „Ég hef velt þessu fyrir mér lengi en lét svo verða af þessu í gær,“ segir Nielsen sem lét flúra sig í Danmörku, en hann fór heim til sín eftir að tímabilinu lauk.Thomas Nielsen í markinu í sumar.vísir/ernirMamma ekki sátt fyrst „Þetta er samt bara helmingurinn. Ég fer aftur 10. september og þá verður flúrið klárað. Þá verður Gotham í bakgrunni og svona. Ég hlakka mikið til,“ segir hann. Nielsen er ekki í sambandi þannig hann þurfti ekki að ræða þessa ákvörðun við neinn, en foreldrum hans fannst flúrið ekki sniðugt til að byrja með. „Mamma fannst þetta heimska en síðan sáu foreldrar mínir flúrið í gær og þá fannst þeim þetta bara tölff,“ segir Nielsen.Býst við að koma aftur Daninn gerði tveggja ára samning við Víking fyrir tímabilið og býst við að verja mark liðsins næsta sumar. „Eins og staðan er kem ég aftur í janúar en ég er ekki búinn að ræða við stjórnina,“ segir Nielsen sem er svona mátulega sáttur við fyrsta tímabilið sitt á klakanum. „Ég byrjaði undirbúningstímabilið illa og spilaði ekki eins og ég vildi. Svo meiddist ég rétt fyrir tímabilið en eftir að ég kom til baka varð ég bara betri og betri. Sérstaklega fannst mér ganga vel hjá mér í seinni umferðinni.“ „Þetta var fínt en ég vonaðist eftir að liðið myndi enda ofar. Vonandi gengur okkur bara betur á næstu leiktíð,“ segir Thomas Nielsen. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
„Ég held mikið upp á Batman,“ segir Thomas Nielsen, markvörður Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta við Vísi. Daninn ungi er mikill áhugamaður um rökkurriddarann og er ávallt í Batman-bol undir markvarðartreyjunni þegar hann spilar eins og sjá má á myndinni hér að ofan. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ofurhetjum þannig þegar ég sá þennan bol varð ég bara að kaupa hann,“ segir Nielsen eldhress. Markvörðurinn tók áhuga sinn um Leðurblökumanninn á næsta stig í gær þegar hann lét flúra mynd af honum á upphandleggsvöðvann. „Ég hef velt þessu fyrir mér lengi en lét svo verða af þessu í gær,“ segir Nielsen sem lét flúra sig í Danmörku, en hann fór heim til sín eftir að tímabilinu lauk.Thomas Nielsen í markinu í sumar.vísir/ernirMamma ekki sátt fyrst „Þetta er samt bara helmingurinn. Ég fer aftur 10. september og þá verður flúrið klárað. Þá verður Gotham í bakgrunni og svona. Ég hlakka mikið til,“ segir hann. Nielsen er ekki í sambandi þannig hann þurfti ekki að ræða þessa ákvörðun við neinn, en foreldrum hans fannst flúrið ekki sniðugt til að byrja með. „Mamma fannst þetta heimska en síðan sáu foreldrar mínir flúrið í gær og þá fannst þeim þetta bara tölff,“ segir Nielsen.Býst við að koma aftur Daninn gerði tveggja ára samning við Víking fyrir tímabilið og býst við að verja mark liðsins næsta sumar. „Eins og staðan er kem ég aftur í janúar en ég er ekki búinn að ræða við stjórnina,“ segir Nielsen sem er svona mátulega sáttur við fyrsta tímabilið sitt á klakanum. „Ég byrjaði undirbúningstímabilið illa og spilaði ekki eins og ég vildi. Svo meiddist ég rétt fyrir tímabilið en eftir að ég kom til baka varð ég bara betri og betri. Sérstaklega fannst mér ganga vel hjá mér í seinni umferðinni.“ „Þetta var fínt en ég vonaðist eftir að liðið myndi enda ofar. Vonandi gengur okkur bara betur á næstu leiktíð,“ segir Thomas Nielsen.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira