Volkswagen hætt að keppast við að vera stærst Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2015 09:37 Matthias Müller forstjóri Volkswagen ætlar að taka til hjá fyrirtækinu. Autoblog Nýr forstjóri Volkswagen, Matthias Müller, hefur horfið frá fyrra markmiði fyrirtækisins að verða stærsti bílaframleiðandi heims. Markmiðið nú er að hagnast á sölu bíla. Liður í því er að fækka þeim bílgerðum sem öll bílamerki Volkswagen bílasamstæðan framleiðir nú, en þær eru um 300 talsins. Það var mikið keppikefli fráfarandi forstjóra Volkswagen að verða stærsti bílaframleiðandi heims og segja má að honum hafi tekist ætlunarverk sitt, þar sem Volkswagen náði því að framleiða flesta bíla á fyrstu 6 mánuðum þessa árs. Síðan þá hefur Toyota reyndar aftur náð forystunni og forstjórinn tapað starfinu. Núverandi markmið nýs forstjóra Volkswagen er að hlúa að þeim viðskiptavinum sem eiga þá bíla sem eru með svindlhugbúnað. Þegar það mál verður að baki er meiningin að straumlínulaga fyrirtækið sem meðal annars er fólgið í því að auka sjálfstæði hvers bílamerkis og hvers markaðssvæðis og hverfa frá þeirri miðstýringu sem við lýði hefur verið hjá þessum bílarisa. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent
Nýr forstjóri Volkswagen, Matthias Müller, hefur horfið frá fyrra markmiði fyrirtækisins að verða stærsti bílaframleiðandi heims. Markmiðið nú er að hagnast á sölu bíla. Liður í því er að fækka þeim bílgerðum sem öll bílamerki Volkswagen bílasamstæðan framleiðir nú, en þær eru um 300 talsins. Það var mikið keppikefli fráfarandi forstjóra Volkswagen að verða stærsti bílaframleiðandi heims og segja má að honum hafi tekist ætlunarverk sitt, þar sem Volkswagen náði því að framleiða flesta bíla á fyrstu 6 mánuðum þessa árs. Síðan þá hefur Toyota reyndar aftur náð forystunni og forstjórinn tapað starfinu. Núverandi markmið nýs forstjóra Volkswagen er að hlúa að þeim viðskiptavinum sem eiga þá bíla sem eru með svindlhugbúnað. Þegar það mál verður að baki er meiningin að straumlínulaga fyrirtækið sem meðal annars er fólgið í því að auka sjálfstæði hvers bílamerkis og hvers markaðssvæðis og hverfa frá þeirri miðstýringu sem við lýði hefur verið hjá þessum bílarisa.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent