Subaru og Toyota áfram í samstarfi með BRZ/GT86 Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2015 13:02 Toyota GT86 3dtuning Það vakti sannarlega athygli þegar Toyota og Subaru framleiddu saman sportbílinn Toyota GT86/Subaru BRZ sem nú hefur verið á markaði í fáein ár. Fyrirtækin tvö hafa nú ákveðið að vinna saman að breyttum slíkum bíl, hvort sem það verður í formi andlitslyftingar eða nýrrar kynslóðar bílsins. Því er aðalfréttin kannski fólgin í áframhaldandi samstarfi Toyota og Subaru og þá má spyrja sig að því hvort samstarfið verði víðtækara. Búist er við því að breyttur slíkur bíll verði kominn í sölu innan 3 ára. Subaru hefur þau áform að bæta við rafmótorum í Subaru BRZ og auka með því afl bílsins, sem margir hafa kvartað yfir að sé of afllítill. Bíllinn er nú 200 hestöfl með sinni 2,0 lítra boxer-bensínvél, sem framleidd er af Subaru og er einnig að finna í útgáfunni frá Toyota, GT86. Subaru ætlar ekki að selja þennan BRZ Plug-In-Hybrid bíl í Japan, heldur ætlar hann á markaði þar sem hagkvæmt er að kaupa tvinnbíla vegna skattareglna. Subaru BRZ Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Það vakti sannarlega athygli þegar Toyota og Subaru framleiddu saman sportbílinn Toyota GT86/Subaru BRZ sem nú hefur verið á markaði í fáein ár. Fyrirtækin tvö hafa nú ákveðið að vinna saman að breyttum slíkum bíl, hvort sem það verður í formi andlitslyftingar eða nýrrar kynslóðar bílsins. Því er aðalfréttin kannski fólgin í áframhaldandi samstarfi Toyota og Subaru og þá má spyrja sig að því hvort samstarfið verði víðtækara. Búist er við því að breyttur slíkur bíll verði kominn í sölu innan 3 ára. Subaru hefur þau áform að bæta við rafmótorum í Subaru BRZ og auka með því afl bílsins, sem margir hafa kvartað yfir að sé of afllítill. Bíllinn er nú 200 hestöfl með sinni 2,0 lítra boxer-bensínvél, sem framleidd er af Subaru og er einnig að finna í útgáfunni frá Toyota, GT86. Subaru ætlar ekki að selja þennan BRZ Plug-In-Hybrid bíl í Japan, heldur ætlar hann á markaði þar sem hagkvæmt er að kaupa tvinnbíla vegna skattareglna. Subaru BRZ
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent