Stærðu sig af píslardauða barna Viktoría Hermannsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 10:00 Mikael Torfason Vísir/Ernir Ég var rosalega reiður ungur maður. Í rauninni getur það verið jákvætt í sjálfu sér. Því reiði fyrir mig þegar ég var yngri var ákveðið bensín til framkvæmda,“ segir Mikael Torfason rithöfundur. Nýútkomin bók hans, Týnd í Paradís, fjallar um fyrstu árin í lífi hans en Mikael var langveikt barn sem þurfti að mati lækna á blóðgjöf að halda. Mikael fullyrðir að þetta sé sönn saga, ekki skálduð ævisaga. Mikael gefur reyndar lítið fyrir það hugtak sem hann segir ómerkilegt bull. „Minningar eru auðvitað sannleikur.“ Ungir foreldrar hans, sem voru í Vottum Jehóva, voru tilbúin að ganga svo langt að leyfa Mikael að deyja með því að neita honum um blóðgjöf. Bókin er uppgjör Mikaels við foreldra sína. Hulda Fríða Berndsen og Torfi Geirmundsson skildu þegar hann var um fimm ára aldur. Mikael ólst upp ásamt bróður sínum hjá föður þeirra en systir hans hjá móðurinni.Sér ekki eftir að hafa verið reiður Einhver gæti haldið að það sé ekki langt í þennan reiða Mikael því hann talar hratt og baðar út höndum þegar hann skilgreinir reiðina sem hann glímdi við langt fram eftir aldri. „Svo brennir maður kertið í báða enda með reiði og það brennir mann upp. Það er til ein tegund reiði sem er versta reiði sem maður verður fyrir, það er réttlát reiði. Þá er í rauninni enginn tilgangur með henni því þú getur aldrei fengið neina útrás fyrir hana. Það er eiginlega betra að vera reiður og hafa rangt fyrir sér og geta síðan sagt „ó, fyrirgefðu ég hafði rangt fyrir mér“. Ég sé samt ekkert eftir því að hafa verið reiður. Ég fékk mikla útrás fyrir mína reiði í að skrifa bækur og að vera umdeildur blaðamaður,“ segir hann og heldur áfram: „Það kemur svo að því að maður er orðinn fullorðinn og hættur að vera þessi reiði ungi maður. Ég held að þessi bók hafi líka verið partur af því ferli. Ég er til dæmis hættur að vera reiður út í móður mína en það hvíldi mjög á mér. Sú reiði var kannski að einhverju leyti ósanngjörn af minni hálfu en líka alveg fullkomlega réttlætanleg.“Sársaukafullt uppgjör á köflum Eins hallærisleg klisja og það nú er, segir Mikael, þá reyndust skrifin hreinsun. Við bókarskrifin reyndi hann að skilja hvernig og af hvaða hvötum foreldrar hans tóku þær ákvarðanir sem þau tóku, sama hversu vitlausar þær voru. Hann reyndi að setja sig í þeirra spor og rýna í tíðarandann. „Þótt það hefði hentað mér betur að þau hefðu tekið aðra afstöðu í lífinu þá get ég séð hvaðan hver ákvörðun kom þó hún hafi verið vitlaus eftir á að hyggja. Það var oft mjög sársaukafullt að fara í gegnum þetta og tók á en ég náði líka að setja mig í þeirra spor. Foreldrar mínir eru alþýðufólk sem hafði verið kúgað af stofnunum samfélagsins. En, ég er ánægður með að vera sonur Torfa og Huldu Fríðu. Þau eru hispurslaus og settu sig aldrei gegn því að ég ritaði þessa bók. Fyrir það er ég þakklátur.“Og Mikael virðist hafa erft hispursleysið, hann talar ekkert rósamál.Varð hetja innan safnaðarins Hann segir að í Vottunum hafi foreldrar hans fundið ákveðinn tilgang og farið að fylgja reglum þeirra í einu og öllu. Faðir hans byrjaði í söfnuðinum á undan móður hans sem lét svo tilleiðast og gekk í söfnuðinn líka þegar hún sá hvað maður hennar hafði breyst mikið til hins betra. Í söfnuðinum er gert mikið úr þeim sem neita blóðgjöf og deyja fyrir guð sinn. Faðir hans varð til að mynda mikil hetja fyrir að hafa staðið fast á því að Mikael fengi ekki blóðgjöf. „Þetta er söfnuður sem auglýsir píslavotta sína, þá sem hafa dáið píslardauða. Monta sig af því á plakötum og annað. Árið 1994, þegar ég var tvítugur, var á forsíðunni á Vaknið! sem er svona lífsstílstímarit Vottanna, mynd af ungu fólki sem samkvæmt fyrirsögninni hafði valið að deyja fyrir sjálfan drottin. Þetta voru bara einhverjir unglingar. Það hlýtur að vera æðsta takmark í svona öfgasinnuðum kristnum samfélögum að deyja fyrir drottin, það þykir það allra fínasta,“ segir hann og hristir höfuðið. „Ég hefði líklega endað þarna á forsíðunni ef ekki hefði verið fyrir Guðmund Bjarnason barnaskurðlækni,“ segir hann og vísar þar í lækninn sinn, þann sem hann telur að hafi bjargað lífi sínu. Mikael tileinkar einmitt Guðmundi bókina með orðunum:Takk fyrir allt.Mikael var langveikt barn og þurfti vegna veikinda sinna að dvelja mikið á spítala.Trúðu því að heimurinn færist „Ég fæddist árið 1974 og þá var slagorð Vottanna „Stay alive until seventy five“, segir hann og vísar þar í Harmagedón Vottanna. Heimurinn ferst og þeir sem hlýða Jehóva eru þeir sem munu lifa að eilífu í Paradís. Þegar Mikael kom í heiminn töldu þeir heiminn farast 4. eða 6. október 1975 með skekkjumörkum um tvö ár. „Og ef þau hefðu mengað líkama minn með sæmilegri læknisþjónustu þá hefði ég orðið mengaður og ekki komist inn í Paradís með þeim þar sem við hefðum lifað að eilífu saman að borða epli og appelsínur með tígrisdýrum og ljónum. Þau voru að reyna að halda mér frá því að það yrðu gerð einhver stórvægileg mistök sem myndu varða eilífðina. Þetta var þeim algjörlega raunverulegt. Þetta var að fara gerast og þau þurftu bara að þrauka þangað til,“ segir hann. Faðir hans, Torfi Geirmundsson, kemur út sem hinn mesti þverhaus í bókinni. „Já, já, hann var og er fastur á sínu og hefur unun af því að rökræða og þrasa,“ segir Mikael. Pabbi hans reifst harkalega við barnalækninn sem reyndi að bjarga lífi Mikaels. Sá þurfti að standa í stanslausu stappi við að reyna að fá að sinna fárveiku barninu sem var oft milli heims og helju. „Þau ollu mér líka heilsufarstjóni í framhaldinu með því að ég fékk ekki alltaf strax þá þjónustu sem ég þurfti. Vegna deilna þurfti oft að fresta aðgerðum og ýmislegt sem olli mér miklu tjóni þegar fram liðu stundir.“Töluðu um að ræna honum Hann segir það einnig hafa komið til tals hjá foreldrunum að ræna honum af spítalanum og fara með hann úr landi þar sem heilbrigðisyfirvöld myndu ekki reyna að menga líkama hans með blóðgjöf. „Þau voru alveg tilbúin til að taka þátt í því sem er gert hjá Vottum Jehóva á ýmsum stöðum í heiminum, að ræna mér af spítalanum ef læknirinn færi ekki eftir þeirra vilja. Fara með mig til útlanda og leyfa mér að deyja þar,“ segir hann. Við skrif bókarinnar lagðist Mikael í mikla rannsóknarvinnu sem fól í sér fjöldann allan af viðtölum við foreldra hans, ættingja og aðra sem tengdust fjölskyldunni á þessum tíma. „Svo eyddi ég einhverjum vikum á Þjóðarbókhlöðunni við að lesa allt efnið sem Vottar Jehóva höfðu gefið út á því tímabili sem bókin gerist á. Gömul blöð og tímarit á Íslandi líka. Ég lá yfir þessu og ýmsum skjölum, öllum mínum sjúkraskýrslum sem er bunki sem ég fékk á geisladiskum hjá Landspítalanum og prentaði út. Þetta tók marga mánuði og þegar ég var búinn að þessu öllu þá settist ég niður og fór að reyna að búta þetta niður og skipuleggja. Vélrita upp öll þessi viðtöl. Meðan ég var að vélrita þau þá gerðist einhver galdur og ég fór að sjá söguna fyrir mér.“Blygðunarlaus vitleysa Hann segir það hafa verið talsverða opinberun að fara í gegnum rit Vottanna og sjá hvurslags augljósa og blygðunarlausa vitleysu þar er verið að bera á borð. „Ég var búinn að gleyma því hvað biblían er ótrúlega vitlaust og mótsagnakennt rit. Og það er eins og Vottarnir hafi beinlínis leitað uppi mestu vitleysuna markvisst og gert að sinni. Og bara svona eftir því hvað hentaði hverju sinni. Ef þú vilt glaðan og góðan og kærleiksríkan Jesú í dag þá er hann þarna, en ef þér líður þannig á morgun þá er ekkert vandamál að finna hinn hefnigjarna og refsiglaða Jesú. Þú getur alveg búið til drekkingarhyl á Þingvöllum og haft orð hans fyrir því. Því Jesús var líka ofstopamaður og fanatíkus. Það var einhver fataframleiðandi sem stofnaði Vottana á 19. öld og hann var alveg kexruglaður. Fyrstu árin eftir að hann dó þá stjórnaði hann söfnuðinum að handan samkvæmt leiðtogunum sem komu á eftir honum. Mikið af þessum reglum sem Vottar Jehóva fara eftir er bara bull upp úr klikkuðum körlum í Brooklyn,“ segir hann en þar eru rit safnaðarins rituð af svokölluðum Leifum sem setja þær reglur og viðmið sem safnaðarmeðlimir fylgja. „Ég segi frá því í bókinni að þetta er á köflum eins og leikrit eftir Daríó Fó, farsakaflar um fáráðlinga. Ef þú hefur opin augun getur reynst ótrúlega skemmtilegt að skoða þetta. Því þú heldur kannski að ýmsar stofnanir séu reistar á einhverjum viti bornum verum og pælingu en þetta er algjör steypa.“Mikael Torfason og fjölskylda.Ógeðfelldur heilaþvottur Hann segir margt ófagurt innan safnaðarins og erfitt sé fyrir fólk að koma út í lífið á ný ef það yfirgefur hann. Heilaþvotturinn sé svo mikill. „Þetta er í rauninni miklu ógeðfelldara en maður vill leyfa sér að horfast í augu við. Fólkinu sem kemur úr þessum söfnuði líður miklu verr en við gerum okkur grein fyrir. Þú ert að einhverju leyti gerður meðsekur í því sem gerist innan safnaðarins þar sem þú hefur verið virkur þátttakandi; tekið þátt í starfi, líka í því að fordæma fólk og útskúfa því. Ert kannski búinn að gera fullt af hlutum sem eru ekki fallegir. Niðurstaðan er ekki falleg. Auðvitað er fullt af Vottum sem lesa sögur fyrir börnin sín fyrir svefninn og búa þeim falleg og góð heimili en niðurstaðan er ógeðfelld. Og byggir á mikilli meðvirkni, en hún reyndar gegnsýrir samfélagið og þarf enga Votta til.“ Mikael segir að það ríki illskiljanlegt umburðarlyndi í samfélaginu gagnvart trúfélögunum, hvort sem það eru sértrúarsöfnuðir eða þjóðkirkjan. Hann vísar þar í hvernig kirkjan hefur komið fram við samkynhneigða og nýlega umræðu um samviskufrelsi presta.Ótrúlegt umburðarlyndi „Við umberum atriði sem við myndum aldrei líða í íþróttafélaginu Val. Ef Valur kæmi svona fram við börnin eða hvetti foreldra innan stuðningsfélags Vals til þess þá myndum við setja Val stólinn fyrir dyrnar. En af því að þetta er fólk sem telur sig byggja skoðanir sínar á einhverjum biblíupælingum þá umberum við nánast hvað sem er. Við erum búin að lenda ótrúlega illa í þessum söfnuðum, við erum líka búin að lenda illa í kaþólsku kirkjunni. Við erum þjóð sem hefur lent illa í prestum og predatorum sem þar vilja leynast. Og eðlilega svo, þetta er kjörlendi fyrir slíka. Við eigum að ryðjast þarna inn og breyta þessu. Ekki er lengra síðan en í tíð Karls Sigurbjörnssonar að hann sagði að það að leyfa samkynhneigðum að giftast væri eins og að kasta hjónabandinu á haugana. Hann er í vanda, kirkjan byggir á þessari bók og þar liggur vandinn. Á hann að vera trúr bókinni eða kalli tímans? Núna er fólk að færa sig nær umburðarlyndi vegna háværrar gagnrýni. Vegna þess að samfélagið sjálft tók fram úr þessum söfnuðum. Og nú óttast hann um sinn hag. Sína hagsmuni. Gleymum því ekki að þegar Vottar Jehóva eru að hata homma og lesbíur þegar ég fæðist, þá er nær hver einasti prestur í þjóðkirkjunni alveg sammála þeim í megindráttum. Líka í því hvernig eigi að koma fram við konur.“Mikael segir Vottana hafa gert mikið úr þeim sem dóu píslardauða vegna þess að þeir vildu ekki þiggja blóðgjöf. Ungmennin á forsíðu Vaknið! lífstílstímarits Vottana frá árinu 1994, hlýddu Guði framar öllu. Mikael segir að líklega hefði hann endað á forsíðu þessa tímarits hefði vilja foreldra hans verið fylgt.Vill ekki banna neitt Aðspurður hvort hann vilji láta banna sértrúarsöfnuði eins og Votta Jehóva segist Mikael ekki vilja banna neitt. „En, það má alveg spyrja sig hvers vegna í ósköpunum það er verið að styrkja fyrirbæri sem þessi. Og, ég sé ekki svo mikinn mun á Vottum Jehóva, Vísindakirkjunni og Þjóðkirkjunni. Þetta er allt sama tóbakið ef að er gáð. Gleymum því ekki að þó að Þjóðkirkjan sé núna eins og úlfur í sauðargæru, þá er þetta úlfur. Þetta er fyrirbæri sem hefur stórskaðað okkur í aldanna rás og valdið ómældum hörmungum. Þó þeir sýnist vilja bæta sig núna þá byggir þetta á trúarbrögðum sem eru ekki falleg. Og það er vandamálið. Já, það mætti stoppa ríkið af í því að fjármagna þetta. Og, jú. Ég held það eigi að taka börn af Vottum Jehóva ef þeir vilja drepa þau.“ Mikael segir ætlunina með bókinni ekki hafa verið þá að vekja umræðu um þessa söfnuði en geri bókin það, þá sé það af hinu góða. Hann segir ferlið við skrifin hafa gefið sér mikið. Hann hafi kynnst foreldrum sínum á annan hátt og þeirra sögu. „Það sem mér þótti áhugaverðast við að skrifa þessa bók og það sem ég er þakklátur fyrir þegar kemur að foreldrum mínum er hversu óhrædd þau eru og ég er það líka vegna þeirra. En, það er í þessu eins og öðru; styrkur hvers og eins er oft veikleiki í senn. Líkast til hefur það einmitt verið sá eiginleiki, að vera opin og óhrædd, sem gerði að þau stukku á bólakaf út í þennan drullupoll sem Vottar Jehóva eru.“? Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég var rosalega reiður ungur maður. Í rauninni getur það verið jákvætt í sjálfu sér. Því reiði fyrir mig þegar ég var yngri var ákveðið bensín til framkvæmda,“ segir Mikael Torfason rithöfundur. Nýútkomin bók hans, Týnd í Paradís, fjallar um fyrstu árin í lífi hans en Mikael var langveikt barn sem þurfti að mati lækna á blóðgjöf að halda. Mikael fullyrðir að þetta sé sönn saga, ekki skálduð ævisaga. Mikael gefur reyndar lítið fyrir það hugtak sem hann segir ómerkilegt bull. „Minningar eru auðvitað sannleikur.“ Ungir foreldrar hans, sem voru í Vottum Jehóva, voru tilbúin að ganga svo langt að leyfa Mikael að deyja með því að neita honum um blóðgjöf. Bókin er uppgjör Mikaels við foreldra sína. Hulda Fríða Berndsen og Torfi Geirmundsson skildu þegar hann var um fimm ára aldur. Mikael ólst upp ásamt bróður sínum hjá föður þeirra en systir hans hjá móðurinni.Sér ekki eftir að hafa verið reiður Einhver gæti haldið að það sé ekki langt í þennan reiða Mikael því hann talar hratt og baðar út höndum þegar hann skilgreinir reiðina sem hann glímdi við langt fram eftir aldri. „Svo brennir maður kertið í báða enda með reiði og það brennir mann upp. Það er til ein tegund reiði sem er versta reiði sem maður verður fyrir, það er réttlát reiði. Þá er í rauninni enginn tilgangur með henni því þú getur aldrei fengið neina útrás fyrir hana. Það er eiginlega betra að vera reiður og hafa rangt fyrir sér og geta síðan sagt „ó, fyrirgefðu ég hafði rangt fyrir mér“. Ég sé samt ekkert eftir því að hafa verið reiður. Ég fékk mikla útrás fyrir mína reiði í að skrifa bækur og að vera umdeildur blaðamaður,“ segir hann og heldur áfram: „Það kemur svo að því að maður er orðinn fullorðinn og hættur að vera þessi reiði ungi maður. Ég held að þessi bók hafi líka verið partur af því ferli. Ég er til dæmis hættur að vera reiður út í móður mína en það hvíldi mjög á mér. Sú reiði var kannski að einhverju leyti ósanngjörn af minni hálfu en líka alveg fullkomlega réttlætanleg.“Sársaukafullt uppgjör á köflum Eins hallærisleg klisja og það nú er, segir Mikael, þá reyndust skrifin hreinsun. Við bókarskrifin reyndi hann að skilja hvernig og af hvaða hvötum foreldrar hans tóku þær ákvarðanir sem þau tóku, sama hversu vitlausar þær voru. Hann reyndi að setja sig í þeirra spor og rýna í tíðarandann. „Þótt það hefði hentað mér betur að þau hefðu tekið aðra afstöðu í lífinu þá get ég séð hvaðan hver ákvörðun kom þó hún hafi verið vitlaus eftir á að hyggja. Það var oft mjög sársaukafullt að fara í gegnum þetta og tók á en ég náði líka að setja mig í þeirra spor. Foreldrar mínir eru alþýðufólk sem hafði verið kúgað af stofnunum samfélagsins. En, ég er ánægður með að vera sonur Torfa og Huldu Fríðu. Þau eru hispurslaus og settu sig aldrei gegn því að ég ritaði þessa bók. Fyrir það er ég þakklátur.“Og Mikael virðist hafa erft hispursleysið, hann talar ekkert rósamál.Varð hetja innan safnaðarins Hann segir að í Vottunum hafi foreldrar hans fundið ákveðinn tilgang og farið að fylgja reglum þeirra í einu og öllu. Faðir hans byrjaði í söfnuðinum á undan móður hans sem lét svo tilleiðast og gekk í söfnuðinn líka þegar hún sá hvað maður hennar hafði breyst mikið til hins betra. Í söfnuðinum er gert mikið úr þeim sem neita blóðgjöf og deyja fyrir guð sinn. Faðir hans varð til að mynda mikil hetja fyrir að hafa staðið fast á því að Mikael fengi ekki blóðgjöf. „Þetta er söfnuður sem auglýsir píslavotta sína, þá sem hafa dáið píslardauða. Monta sig af því á plakötum og annað. Árið 1994, þegar ég var tvítugur, var á forsíðunni á Vaknið! sem er svona lífsstílstímarit Vottanna, mynd af ungu fólki sem samkvæmt fyrirsögninni hafði valið að deyja fyrir sjálfan drottin. Þetta voru bara einhverjir unglingar. Það hlýtur að vera æðsta takmark í svona öfgasinnuðum kristnum samfélögum að deyja fyrir drottin, það þykir það allra fínasta,“ segir hann og hristir höfuðið. „Ég hefði líklega endað þarna á forsíðunni ef ekki hefði verið fyrir Guðmund Bjarnason barnaskurðlækni,“ segir hann og vísar þar í lækninn sinn, þann sem hann telur að hafi bjargað lífi sínu. Mikael tileinkar einmitt Guðmundi bókina með orðunum:Takk fyrir allt.Mikael var langveikt barn og þurfti vegna veikinda sinna að dvelja mikið á spítala.Trúðu því að heimurinn færist „Ég fæddist árið 1974 og þá var slagorð Vottanna „Stay alive until seventy five“, segir hann og vísar þar í Harmagedón Vottanna. Heimurinn ferst og þeir sem hlýða Jehóva eru þeir sem munu lifa að eilífu í Paradís. Þegar Mikael kom í heiminn töldu þeir heiminn farast 4. eða 6. október 1975 með skekkjumörkum um tvö ár. „Og ef þau hefðu mengað líkama minn með sæmilegri læknisþjónustu þá hefði ég orðið mengaður og ekki komist inn í Paradís með þeim þar sem við hefðum lifað að eilífu saman að borða epli og appelsínur með tígrisdýrum og ljónum. Þau voru að reyna að halda mér frá því að það yrðu gerð einhver stórvægileg mistök sem myndu varða eilífðina. Þetta var þeim algjörlega raunverulegt. Þetta var að fara gerast og þau þurftu bara að þrauka þangað til,“ segir hann. Faðir hans, Torfi Geirmundsson, kemur út sem hinn mesti þverhaus í bókinni. „Já, já, hann var og er fastur á sínu og hefur unun af því að rökræða og þrasa,“ segir Mikael. Pabbi hans reifst harkalega við barnalækninn sem reyndi að bjarga lífi Mikaels. Sá þurfti að standa í stanslausu stappi við að reyna að fá að sinna fárveiku barninu sem var oft milli heims og helju. „Þau ollu mér líka heilsufarstjóni í framhaldinu með því að ég fékk ekki alltaf strax þá þjónustu sem ég þurfti. Vegna deilna þurfti oft að fresta aðgerðum og ýmislegt sem olli mér miklu tjóni þegar fram liðu stundir.“Töluðu um að ræna honum Hann segir það einnig hafa komið til tals hjá foreldrunum að ræna honum af spítalanum og fara með hann úr landi þar sem heilbrigðisyfirvöld myndu ekki reyna að menga líkama hans með blóðgjöf. „Þau voru alveg tilbúin til að taka þátt í því sem er gert hjá Vottum Jehóva á ýmsum stöðum í heiminum, að ræna mér af spítalanum ef læknirinn færi ekki eftir þeirra vilja. Fara með mig til útlanda og leyfa mér að deyja þar,“ segir hann. Við skrif bókarinnar lagðist Mikael í mikla rannsóknarvinnu sem fól í sér fjöldann allan af viðtölum við foreldra hans, ættingja og aðra sem tengdust fjölskyldunni á þessum tíma. „Svo eyddi ég einhverjum vikum á Þjóðarbókhlöðunni við að lesa allt efnið sem Vottar Jehóva höfðu gefið út á því tímabili sem bókin gerist á. Gömul blöð og tímarit á Íslandi líka. Ég lá yfir þessu og ýmsum skjölum, öllum mínum sjúkraskýrslum sem er bunki sem ég fékk á geisladiskum hjá Landspítalanum og prentaði út. Þetta tók marga mánuði og þegar ég var búinn að þessu öllu þá settist ég niður og fór að reyna að búta þetta niður og skipuleggja. Vélrita upp öll þessi viðtöl. Meðan ég var að vélrita þau þá gerðist einhver galdur og ég fór að sjá söguna fyrir mér.“Blygðunarlaus vitleysa Hann segir það hafa verið talsverða opinberun að fara í gegnum rit Vottanna og sjá hvurslags augljósa og blygðunarlausa vitleysu þar er verið að bera á borð. „Ég var búinn að gleyma því hvað biblían er ótrúlega vitlaust og mótsagnakennt rit. Og það er eins og Vottarnir hafi beinlínis leitað uppi mestu vitleysuna markvisst og gert að sinni. Og bara svona eftir því hvað hentaði hverju sinni. Ef þú vilt glaðan og góðan og kærleiksríkan Jesú í dag þá er hann þarna, en ef þér líður þannig á morgun þá er ekkert vandamál að finna hinn hefnigjarna og refsiglaða Jesú. Þú getur alveg búið til drekkingarhyl á Þingvöllum og haft orð hans fyrir því. Því Jesús var líka ofstopamaður og fanatíkus. Það var einhver fataframleiðandi sem stofnaði Vottana á 19. öld og hann var alveg kexruglaður. Fyrstu árin eftir að hann dó þá stjórnaði hann söfnuðinum að handan samkvæmt leiðtogunum sem komu á eftir honum. Mikið af þessum reglum sem Vottar Jehóva fara eftir er bara bull upp úr klikkuðum körlum í Brooklyn,“ segir hann en þar eru rit safnaðarins rituð af svokölluðum Leifum sem setja þær reglur og viðmið sem safnaðarmeðlimir fylgja. „Ég segi frá því í bókinni að þetta er á köflum eins og leikrit eftir Daríó Fó, farsakaflar um fáráðlinga. Ef þú hefur opin augun getur reynst ótrúlega skemmtilegt að skoða þetta. Því þú heldur kannski að ýmsar stofnanir séu reistar á einhverjum viti bornum verum og pælingu en þetta er algjör steypa.“Mikael Torfason og fjölskylda.Ógeðfelldur heilaþvottur Hann segir margt ófagurt innan safnaðarins og erfitt sé fyrir fólk að koma út í lífið á ný ef það yfirgefur hann. Heilaþvotturinn sé svo mikill. „Þetta er í rauninni miklu ógeðfelldara en maður vill leyfa sér að horfast í augu við. Fólkinu sem kemur úr þessum söfnuði líður miklu verr en við gerum okkur grein fyrir. Þú ert að einhverju leyti gerður meðsekur í því sem gerist innan safnaðarins þar sem þú hefur verið virkur þátttakandi; tekið þátt í starfi, líka í því að fordæma fólk og útskúfa því. Ert kannski búinn að gera fullt af hlutum sem eru ekki fallegir. Niðurstaðan er ekki falleg. Auðvitað er fullt af Vottum sem lesa sögur fyrir börnin sín fyrir svefninn og búa þeim falleg og góð heimili en niðurstaðan er ógeðfelld. Og byggir á mikilli meðvirkni, en hún reyndar gegnsýrir samfélagið og þarf enga Votta til.“ Mikael segir að það ríki illskiljanlegt umburðarlyndi í samfélaginu gagnvart trúfélögunum, hvort sem það eru sértrúarsöfnuðir eða þjóðkirkjan. Hann vísar þar í hvernig kirkjan hefur komið fram við samkynhneigða og nýlega umræðu um samviskufrelsi presta.Ótrúlegt umburðarlyndi „Við umberum atriði sem við myndum aldrei líða í íþróttafélaginu Val. Ef Valur kæmi svona fram við börnin eða hvetti foreldra innan stuðningsfélags Vals til þess þá myndum við setja Val stólinn fyrir dyrnar. En af því að þetta er fólk sem telur sig byggja skoðanir sínar á einhverjum biblíupælingum þá umberum við nánast hvað sem er. Við erum búin að lenda ótrúlega illa í þessum söfnuðum, við erum líka búin að lenda illa í kaþólsku kirkjunni. Við erum þjóð sem hefur lent illa í prestum og predatorum sem þar vilja leynast. Og eðlilega svo, þetta er kjörlendi fyrir slíka. Við eigum að ryðjast þarna inn og breyta þessu. Ekki er lengra síðan en í tíð Karls Sigurbjörnssonar að hann sagði að það að leyfa samkynhneigðum að giftast væri eins og að kasta hjónabandinu á haugana. Hann er í vanda, kirkjan byggir á þessari bók og þar liggur vandinn. Á hann að vera trúr bókinni eða kalli tímans? Núna er fólk að færa sig nær umburðarlyndi vegna háværrar gagnrýni. Vegna þess að samfélagið sjálft tók fram úr þessum söfnuðum. Og nú óttast hann um sinn hag. Sína hagsmuni. Gleymum því ekki að þegar Vottar Jehóva eru að hata homma og lesbíur þegar ég fæðist, þá er nær hver einasti prestur í þjóðkirkjunni alveg sammála þeim í megindráttum. Líka í því hvernig eigi að koma fram við konur.“Mikael segir Vottana hafa gert mikið úr þeim sem dóu píslardauða vegna þess að þeir vildu ekki þiggja blóðgjöf. Ungmennin á forsíðu Vaknið! lífstílstímarits Vottana frá árinu 1994, hlýddu Guði framar öllu. Mikael segir að líklega hefði hann endað á forsíðu þessa tímarits hefði vilja foreldra hans verið fylgt.Vill ekki banna neitt Aðspurður hvort hann vilji láta banna sértrúarsöfnuði eins og Votta Jehóva segist Mikael ekki vilja banna neitt. „En, það má alveg spyrja sig hvers vegna í ósköpunum það er verið að styrkja fyrirbæri sem þessi. Og, ég sé ekki svo mikinn mun á Vottum Jehóva, Vísindakirkjunni og Þjóðkirkjunni. Þetta er allt sama tóbakið ef að er gáð. Gleymum því ekki að þó að Þjóðkirkjan sé núna eins og úlfur í sauðargæru, þá er þetta úlfur. Þetta er fyrirbæri sem hefur stórskaðað okkur í aldanna rás og valdið ómældum hörmungum. Þó þeir sýnist vilja bæta sig núna þá byggir þetta á trúarbrögðum sem eru ekki falleg. Og það er vandamálið. Já, það mætti stoppa ríkið af í því að fjármagna þetta. Og, jú. Ég held það eigi að taka börn af Vottum Jehóva ef þeir vilja drepa þau.“ Mikael segir ætlunina með bókinni ekki hafa verið þá að vekja umræðu um þessa söfnuði en geri bókin það, þá sé það af hinu góða. Hann segir ferlið við skrifin hafa gefið sér mikið. Hann hafi kynnst foreldrum sínum á annan hátt og þeirra sögu. „Það sem mér þótti áhugaverðast við að skrifa þessa bók og það sem ég er þakklátur fyrir þegar kemur að foreldrum mínum er hversu óhrædd þau eru og ég er það líka vegna þeirra. En, það er í þessu eins og öðru; styrkur hvers og eins er oft veikleiki í senn. Líkast til hefur það einmitt verið sá eiginleiki, að vera opin og óhrædd, sem gerði að þau stukku á bólakaf út í þennan drullupoll sem Vottar Jehóva eru.“?
Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira